Afglöp fortíðarinnar.

Alla pistla um Ríkisútvarpið ætti að hefja á þeirri staðreynd að bygging Útvarpshússins á sínum tíma var dýrasta og stærsta menningarslys síðustu áratuga.  Þetta var hreint monthús og stærð þess, óhagkvæmni og stóraukinn rekstrarkostnaður, bara hússins vegna, er búinn að kosta miklu meiri peninga en nemur þeim fjármunum, sem nemur afborgununum og vöxtum af lánum RÚV.

Einstætt er að á sínum tíma sárbáðu starfsmannasamtök RÚV ráðamenn um að hætta við þessa byggingu og láta RÚV annað hvort frekar vera í sínum gömlu húsakynnum á Skúlagötu og við Laugaveg eða þá að hanna miklu minna, einfaldara og hagkvæmara Útvarpshús.  

Nú hamast óvildarmenn Ríkisútvarpsins og heimta að það sé selt. Sömu menn og stóðu fyrir einkavinavæðingu og gjafsölu banka og fleiri opinberra fyrirtækja í byrjuninni á aðdraganda Hrunsins.

Sömu menn og hamast gegn 365 miðlum vegna einkaeignarhaldsins á þeim.  

Þeir kveina sáran yfir háum greiðslum almennings fyrir afnotin af RÚV. Þó hefur það verið svo undanfarin ár að stórum hluti af útvarpsgjaldinu hefur verið "rænt" til að eyða í önnur og óskyld mál.

Það skyldi þó ekki vera svo, að ef RUV hefði fengið þessa eyrnamerktu peninga væri fjárhagsvandinn ekki sá sem hann er nú.

Sömu menn og heimtuðu að dreifkerfið væri selt kvarta nú yfir ástandi þess og kenna Ríkisútvarpinu um !

Og nú er enn hafinn upp söngurinn um að selja Rás 2 sem þó er sá hluti rekstrarins sem ber sig best.

Persónan Ragnar Reykás var hugarsmíð sem fundin var upp hjá Spaugstofunni og blómstraði hvað best í útsendingum RÚV.  Engu er líkara en Ragnar Reykás hafi ekki aðeins stjórnað ferðinni þegar Útvarpshúsið var byggt, heldur blómstri hann nú sem aldrei fyrr í þeim sem vilja gefa Ríkisútvarpið.   


mbl.is Lánagreiðslur RÚV 593 millj. á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Hús RÚV er aðeins brot af mistakarunu stofnanarinnar, sem markast reglulega af pólitískum gjörðum og misgjörðum. Við söluna hættir fjárausturinn í þessa óskilvirku átt. Hægt væri að sinna hverju málefni fyrir sig með brotabroti þessarra upphæða ef menn vilja viðhalda einhverjum hluta starfseminnar.

Við erum bara frjálsþenkjandi almenningur sem vill láta afdönkuð batterí í endurvinnsluna. Samkvæm sjálfum okkur, ekki neitt Reykás- dæmi hér!

Ívar Pálsson, 8.10.2014 kl. 17:00

2 identicon

Hvað er það sem væri hægt að selja í RÁS2 ?

Tæki - varla

Mannskap - Mannsal er bannað með lögum

Logo - JÁ - verðmiði 10 kr 

Grímur (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 17:38

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Við erum bara frjálsþenkjandi almenningur ..."

Ég vissi ekki að Ívar Pálsson væri almenningur.

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 18:29

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Jæja, Steini, ég kýs amk. XD, sem hefur gjarnan verið stærsti stjórnmálaflokkur til Alþingis. Svo sagði ég frjálsþenkjandi almenningur! Mér dettur ekki í hug að segja eins og formaður Samfylkingar á sínum tíma: "Þið eruð ekki þjóðin!"

Ívar Pálsson, 8.10.2014 kl. 18:48

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt, þú ert allur Sjálfstæðisflokkurinn og þar með almenningur, Ívar Pálsson.
 

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 19:31

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 19:36

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru 22.675 milljarðar króna (andvirði 150 Kárahnjúkavirkjana) í árslok 2008 en 15.685 milljarðar króna í árslok 2007, samkvæmt Tíund, fréttabréfi Ríkisskattstjóra.

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 19:50

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.10.2014:

Capacent Gallup - Minnkandi stuðningur við ríkisstjórnina


Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Fylgi flokka á landsvísu
- skoðanakönnun Capacent Gallup 3.10.2014:

Samfylking 19%,

Björt framtíð 16%,

Vinstri grænir 13%,

Píratar 7%.

Samtals 55%
og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 39% og þar af Framsóknarflokkur 12%.

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 19:58

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 20:03

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.4.2013:

"Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í framboðsræðu til formanns á landsfundi flokksins árið 2011 Sjálfstæðisflokkinn pikkfastan í 36% fylgi og það væri eitthvað sem hún gæti ekki sætt sig við.

Þessi ummæli Hönnu Birnu hafa verið rifjuð upp í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26,7% í kosningunum á laugardaginn, sem er næstminnsta fylgi flokksins í sögunni."

Hanna Birna sagði árið 2011 Sjálfstæðisflokkinn pikkfastan í 36% fylgi - Vildi setja markið miklu hærra

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 20:11

13 Smámynd: Ívar Pálsson

Steini alltaf traustur í talnaflaumi á setri Ómars. Hér er rætt um stofnunina RÚV, meðferð hennar á almannafé og hvað skal við hana gera. Hver sá sem talar af ábyrgð um það hvernig takmarka megi þessa sóun almannafjár hlýtur að mæla meira fyrir heildina en sá sem vill halda þessu óhindrað áfram út í óendanleikann, án fyrirséðra endaloka.

Salan á RÚV stoppar lekann svo að hægt sé að ræða nýjar aðstæður í nýju tækniumhverfi, sem þegar er komið.

Ívar Pálsson, 8.10.2014 kl. 21:08

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn er iðinn við að gera athugasemdir við það hvernig og hvar staðreyndir koma fram.

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 21:20

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjölmargir hægrimenn, sem lengi hafa djöflast gegn Ríkisútvarpinu, hafa mestan áhuga á að starfa hjá íslenska ríkinu, Reykjavíkurborg, þeirra stofnunum og fyrirtækjum.

Þannig var til að mynda Davíð Oddsson á launaskrá Reykjavíkurborgar og ríkisins þar til hann hrökklaðist út i Móa og Friðrik Sophusson var forstjóri Landsvirkjunar, ríkisfyrirtækis sem íslenskir hægrimenn mæra í bak og fyrir.

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 21:23

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hverjir létu reisa Ráðhúsið í Reykjavík, Perlu og Hörpu?!

Og hversu marga tugi milljarða króna kostuðu þessar byggingar á núvirði?!

Ég gæti best trúað að Jón Gnarr hafi látið reisa þær.

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 21:27

17 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Um Jón Gnarr má segja það sem Júlíus Cesar sagði þá hann fór með her sinn yfir Rubreco fljót á Norður Ítalíu : Veni, vedi, vici! Kom, sá og sigraði. Hann stimplaði sig mjög eftirmimnnilega í söguna.

Hann tók ekki ákvörðun um nokkurn einasta hlut, hvorki dýran né ódýran, umdeildan eða sem allir voru samþykkir, hann er hann sjálfur!

Guðjón Sigþór Jensson, 8.10.2014 kl. 22:18

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.10.2014 (í dag):

Þetta hefur verið um hálfur milljarður króna á ári sem ríkið hefur haldið eftir af útvarpsgjaldinu og nýtt í önnur verkefni.

Ef svo væri ekki, og Ríkisútvarpið hefði fengið útvarpsgjaldið óskert, þá dygði það til," segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.

Óskert útvarpsgjald dygði til

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 23:36

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Stærstu mistök varðandi RUV er nákvæmlega það sama og stærstu mistök varðandi Ísland. Þ.e. Sjallabjálfarnir.

Það sem maður er orðinn leiðir á þessum andskotans sjallavesalingum sem ráðast að þjóð sinni úr launsátri hvenær sem er með framsóknarkettlingana í eftirdragi.

Tilgangurinn er að seylast í fjármuni hinna verr stæðu og moka undir ofur-auðuga elíturassa.

Sjallabjálfaflokkur = Mesta ansk. plága sem komið hefur yfir Ísland seinni tugi ára.

Það má segja að plágurnar steðji nú úr öllum áttum og víddum.

Hafísinn að norðan, öskufall að austan, LÍÚ að sunnan, stormar að vestan og Sjallaflokkur að innan.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.10.2014 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband