Putin syngur "Bluberry Hill" og spilar á píanó.

Hver er hinn rétti og raunverulegii Pútín?  Í ímyndar- og áróðursrstríðinu á milli vestrænna fjölmiðla og rússneskra fjölmiðla eru dregnar upp gerólíkar myndir af honum. 

Á Youtube má sjá Putin syngja lagið "Bluberry Hill" á góðgerðarsamkomu og spila á píanó. Væntanlega til að sýna að hann sé "líbó" og geti verið mjúkur maður.

Hann er líka sýndur í júdói sem glímumaður með svart belti, synda glæsilegt flugsund og vinna táknrænar þrautir Heraklesar. Væntanlega til að sýna styrk hans og traustleika.

Hann er flottur og kraftalegur, næstum eins og frægustu kvikmyndaleikararnir sem léku hetjur og glæsilega menn.  

Það er aðeins aldarfjórðungur síðan Sovétríkin með Rússland sem allsráðandi afl voru annað tveggja risavelda heimsins.

Rússland býr enn yfir kjarnorkuvopnum af því magni sem aðeins Bandaríkin ein státað af.

Í vestrænum fjölmiðlum er greint frá því að Pútín segist geta tekið Varsjá á tveimur dögum.

Rússland er sært ljón og særð ljón geta verið varasöm, segja menn.

Dregnar eru upp myndir af gerðum Pútíns sem minni á svipaðar aðfarir Hitlers, en Þýskaland var sært ljón þegar Hitler nýtti sér það og komst til valda.

Þrátt fyrir alla upplýsingagetu nútíma fjarskipta og fjölmiðlunar er afar erfitt og flókið að lesa hið rétta út úr öllum þeim misvisandi myndum, sem dregnar eru upp af Pútín.  

Lýst er mörgum atriðum í stjórnarháttum hans innalands sem sýna ósvífinn og valdagráðugan mann sem ullar á þá lýðræðisskipan sem sé á yfirborðinu í landinu.

En því er líka lýst að hann hafi afar sterka stöðu meðal þjóðarinnar.

Og þá erum við komin að upphafinu í þessum bloggpistli, spurningunni um það hver sé hinn rétti og raunverulegi Pútín.

 

 


mbl.is Pútín málaður sem Herkúles
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín kallinn segir SÍS,
með sínum hjartans vini,
enda er hann Óli grís,
enn með réttu kyni.

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 18:32

2 identicon

Pútin er glæsilegur, gáfaður og framúrskarandi þjóðhöfðingi.

Það er okkar þjóðhöfðingi líka, þó hann sé eldri en Pútín.

steini brím kann ekkert um "stuðla og höfuðstafi."

Vonandi er hann ekki afkomandi eða neitt skyldur Valdimar Briem,

okkar ástkæra sálmaskáldi. Fuss og svei......

jóhanna (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 20:26

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég er ekki hissa á því að fábjánaflokkurinn þori ekki að skrifa hér undir nafni, frekar en fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 20:42

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín/ kallinn/ segir/ SÍS,
með/ sínum/ hjartans/ vini,
enda/ er hann/ Óli/ grís,
enn með/ réttu/ kyni.

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 20:47

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvernig er Pútín "gáfaður og framúrskarandi þjóðhöfðingi", "Jóhanna"?!

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 20:51

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bjargvætturin:

Ólafur Ragnar Grímsson
í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":

"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many.

Let me leave you with a promise that I gave at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.

I formulated it with a little help from Hollywood movies:

"You ain't seen nothing yet!""

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 20:53

7 identicon

„Enda/ Er hann/ Óli/ grís,“

Þarna fara 3 stuðlar í þriðju línuna. Og tal um að þetta megi enda séu ekki stuðlar í lágkveðu taldir með verður hjáróma þegar fyrsta línan er skoðuð enda er Sís þar einmitt í lágkveðu.

Og nafnleysi er sérlega heppilegt til að komast hjá ónæði af völdum manna sem ekki hafa taumhald á skapi sínu, enda hefur eigandi síðunnar ekki gert kröfu um nafn en hann er nú líka sérlega þolinmóður maður sem lætur allskonar yfirgang yfir sig ganga.

trt (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 21:24

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til herra Páls Gaimard, höfundur Jónas Hallgrímsson:

"Þvílíkar/ færum/ þakkir/ vér
þ
ér sem úr/ fylgsnum/ náttúr/unnar
gersemar/, áður/ aldrei/ kunnar,
með/ óþreyt/anda/ afli/ ber."

(Ritverk Jónasar Hallgrímssonar, 1. bindi, Reykjavík 1989, bls. 105.)

Hér er /óþreyt/ í hákveðu, /-anda/ í lágkveðu og /afli/ í hákveðu.

"Stundum kemur áherslulaus forliður á undan fyrstu kveðu. Kveður kallast tvíliður eða þríliður eftir atkvæðafjölda.

Bragarháttur kveður á um hvernig hrynjandin á að vera og hvernig stuðlar og höfuðstafir raðast á kveður, en ávallt gildir að ekki má vera of langt á milli ljóðstafa, stuðlarnir mega ekki vera báðir í lágkveðu ... og höfuðstafur er alltaf í fyrstu hákveðu."

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 21:32

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er fábjánaháttur og vesaldómur að ráðast á annað fólk undir nafnleysi.

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 21:36

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Öllum er frjálst að senda athugasemdir inn og skrifa um það sem þá lystir, jafn mikið og oft og þeir vilja, - einnig að lesa eða lesa ekki það sem þá lystir.

Ég lagði upp með þetta fyrir sjö árum og það stendur."

Ómar Ragnarsson, 4.1.2014

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 21:39

11 identicon

Quod licet Jovi, non licet bovi.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 21:56

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

A falsis principiis proficisci.

Þorsteinn Briem, 8.10.2014 kl. 22:11

13 identicon

Putin gefur Kimunum í N.Kóreu lítið eftir í karlmennsku frumleik og hetjuskap. Magnaðast fanst mér þegar hann lagði sig í bráða hættu við að lóðsa fugla á farflugi til Síberíu. Það er ekki á þennan mann logið, eða hvað?

http://mentalfloss.com/article/52056/11-miraculous-things-vladimir-putin-has-done

ps og þó var hann ekki meiri maður en svo í eina tíð að Björgúlfarnir voru að redda vestrænu glingri fyrir frúna hans.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.10.2014 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband