Hverjir og hve margir hafa beðið Nígeríumanninn afsökunar opinberlega?

Afsökunarbeiðnir hrúguðust upp í Kastljósi í gærkvöldi og vafalaust fleiri svipaðar afsökunarbeðinir í dag til starfsfólks innanrikisráðuneytisins, ráðherrans og annarra Íslendinga, sem urðu fyrir barðinu á afleiðingum lekans. 

Ég hef að vísu ekki hlustað á allar umræðurnar eða fréttinar af málinu, enda ekkert smáræði þar á ferð, en hef ekki heyrt að fyrsti maðurinn, sem hefði átt að fá afsökunarbeiðni, Nígerímaðurinn, hafi verið beðinn afsökunar á brotinu gagnvart honum. 

Sé svo, væri gaman að vita hve margir hafa gert það. 

Það var aðeins fyrst í stað fyrir ári sem fjallað var um manninn sjálfan á nokkrum stöðum í fjölmiðlum og þá til þess að velta sér upp úr þeim aðdróttunum, dylgjum og viðkvæmu persónulegu upplýsingum, sem lekið var til að ófrægja manninn og niðurlægja hann.

Svo er að sjá sem það þyki sjálfsagt hér á landi að allt annað gildi um útlendinga en innfædda, innmúraða og innvígða Íslendinga.

Þessa hugsun mætti til dæmis orða með spurningunni, sem á að réttlæta þetta: Getur nokkuð gott komið frá Nígeríu? 

Í sambandi við það væri okkur hollt að hugsa til samhljóða spurningar úr Biblíunni, þar sem staðarnafnið byrjar á stafnum N, þ. e. í setningunni "Getur nokkkuð gott komið frá Nazaret?"


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi vegna lekans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Kristilega kærleiksblómin spretta, kringum hitt og þetta."

Þorsteinn Briem, 12.11.2014 kl. 23:24

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Ívar Pálsson, 12.11.2014 kl. 23:59

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hélt að Nígeríumaðurinn væri að sækja um hæli hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 00:18

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Nigeria is religiously diverse society with Islam and Christianity being the most widely professed religions.

According to recent estimates, 50% of Nigeria's population adheres to Islam (mainly Sunni).

Christianity is practiced by 48% of the population."

Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband