Hin bandaríska millistéttarhagfræði.

Ég var staddur í Bandaríkjunum um tíma haustið 2008 þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningar stóðu sem hæst og efnahagshrunið dunið yfir og fylgdist því betur með kosningunum þar en oftast áður. 

Áberandi var sú áhersla sem báðir frambjóðendur lögðu á hag millistéttarinnar og lagði Obama sig sérstaklega fram um að halda því á lofti. 

Röksemdirnar lutu að því að þetta væri afar fjölmenn stétt og stæði til dæmis að baki meira en 90% allra fyrirtækja í BNA. Af því leiddi að bót á kjörum hennar skilaði sér betur í aukinni neyslu og hagvexti en nokkuð annað eitt efnahagsatriði. 

Báðir frambjóðendur voru á atkvæðaveiðum og vissu meðal annars að í landi þar sem stórlega skortir á kosningaþátttöku vegna þess að fólk þarf að hafa fyrir því og standa af því straum að komast á kjörskrá, væri vænlegasta veiðivonin á flesta lund að höfða til millistéttarfólksins. 

Núverandi ráðamenn hér á landi halda því mjög á lofti að innspýting í kjör millistéttarinnar hér aukinni neyslu og hagvexti,fleiri störfum í verslun og þjónustu og hækkandi tekjur skiluðu sér að hluta til í ríkissjóð í formi hærri skatttekna, sem ekki fengjust með skattpíningu. 

Þetta er vísu að hluta til rétt, en í samanburðinum við aðra kosti, svo sem að fjárfesta í menntun, hugviti og framkvæmdum við innviði þjóðfélagsins, er því sleppt, að einnig slík fjárfesting skilar sér í auknum umsvifum, verslun, þjónustu og atvinnusköpun. 

Þegar Franklin Delano Roosevelt réðist gegn kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar fólust aðgerðir hans meðal annars í stórauknum opinberum framkvæmdum. 

Og gallinn við eftirsóknina eftir aukinni neyslu þess hluta landsmanna, sem hefur fengið stærstu skammtana af "leiðréttingunni", er mikill kippur í kaupum á ýmsum dýrum lúxusvörum, sem minni þörf er fyrir en þær nauðsynjar sem afskiptu þjóðfélagshóparnir fá engan stuðning til að kaupa. 


mbl.is Ungt fólk gleymdist í leiðréttingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 00:02

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 00:06

6 identicon

Ekki skorti menntun og opinberar framkvæmdir í gamla sovét. Og samt virðist það að ætla öllum jafnt hafi ekki skilað sér í lífskjörum sem komust nálægt því sem minna menntaðar þjóðir með litlar opinberar framkvæmdir gátu boðið sínu fólki.

Írar hafa komist að því að þeir geta boðið sínum þegnum betri lífskjör en Íslendingar njóta þó menntunarstig sé lægra á Írlandi en Íslandi. Og Indverjar hafa séð að aukin menntun skilaði sér í Indverskum strætóbílstjórum með háskólapróf og fjölgun erlendra lækna á Bretlandi og í Bandaríkjunum en bætti lífskjör lítið á Indlandi.

Við erum að sjá að það sem ætti að vera millistéttin er að hverfa úr landi og koma ekki heim eftir nám. því fleiri sem við menntum þeim mun fleiri missum við meðan millistéttin er þurrkuð út til að "afskiptu þjóðfélagshóparnir" fái stuðning.

Lífskjör okkar Íslendinga hafa sjaldan frá stofnun Háskólans batnað eins mikið og hratt og þegar við fluttum inn tugi þúsunda verkamanna til að vinna þau störf sem við vildum ekki lengur vinna. Þar lækkaði snögglega menntunarstig þjóðarinnar, miðstéttin stækkaði og efnahagurinn blómstraði sem aldrei fyrr.

Þetta er flókið mál, ekki peningur með tvær hliðar heldur teningur með þúsundir hliða. Og patentlausnir sem byggja á mikilli einföldun eru ekki vænlegar til árangurs.

Hábeinn (IP-tala skráð) 13.11.2014 kl. 02:17

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sann­ar­lega er þetta ljós­ár­um frá því sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lofaði fólkinu í land­inu.

Rúm­lega helm­ing­ur heim­ila fær ekki neitt.

Og inn­an við helm­ing­ur­inn fær að meðaltali rúm­lega 8.000 króna lækk­un af afborg­un á mánuði.

Það er ekki upprisa millistétt­ar­inn­ar, það eru eng­ir 300 millj­arðar og það er ekki 20%."

"Og 30% fara til fólks sem á yfir 25 millj­ón­ir króna í hreinni eign í íbúðarhús­næði sínu."

"Ætl­un stjórn­valda er að láta heim­il­in sjálf borga skuldaniðurfærsl­una með því að lækka lán þeirra um 5% en hækka mat­ar­verð um 5% með hækk­un á matarskatti og með því að lækka vaxta­bæt­ur um 14 millj­arða króna frá því sem var árið 2011."

"Og 30 þúsund heimili á leigu­markaði fá ekki neitt."

Réttlæti á hvolfi

Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 06:27

9 identicon

menn gleima að roosevelt neidi efri stéttir til að framhvæma í atvinnuskapandi fyrtækjum. sú stétt var ekki mjög sátt við hann siðan kom blessað stríðið  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 13.11.2014 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband