Óvenjulega lítill snjór á hálendinu.

Það eru sannarlega óvenjuleg snjóalög á hálendinu eða öllu heldur skortur á snjóalögum. 

Þær fara nú að verða að minnsta kosti þrjár, vikurnar sem það hefur verið að mestu 2-4 stiga hiti á Sauðárflugvelli og hann hugsanlega orðinn opinn, í 660 metra hæð yfir sjó, þótt ég hafi ekki þurft að lenda þar og viti það ekki nákvæmlega.

Eini ókosturinn við það, ef svæði eins og völlurinn verða alauðir þegar komið er þetta langt inn í veturinn, er sá að ef það frystir á auða jörð og þiðnar ekki eftir það í vetur, er hætt á að klakinn geti verið lengur en ella að fara í vor. 

En í fyrravetur snjóaði strax það mikið, að ekkert frost komst í jörðu og því var nær enginn klaki í jörðu síðastliðið vor.  

Snjór er hátt uppi í fjöllum á Tröllaskaga og það er flekkótt land við Holuhraun. Ætla að skutla inn einni á facebook af hraunstraumnum í drjúgri fjarlægð frá gígnum, sem tekin var fyrir helgina.  


mbl.is Spáð hlýju veðri alla vikuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Af sjöllum hlýnun tekur toll,
telja hana ranga,
sjáum þeirra kólna koll,
klakar á þeim hanga.

Þorsteinn Briem, 24.11.2014 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband