Vonandi ekki annað "Engihjallaveður".

Flestir sem ég hef rætt við um óveðrið 3. febrúar 1991 nefna götunafnið Engihjalla þegar rætt er um það óveður. Jafnvel talað um "Engihjallaveðrið". 

Ástæðan er sú einstæða uppákoma þegar bílar fuku til eins og eldspýtustokkar og skemmdust á bílastæði við íbúðablokk við Engihjalla í Kópavogi. 

Mér er enn í minni talan 93 hnútar eða um 50 metrar á sekúndu í Reykjavík. 64 hnútar eru skilgreindir sem fárviðri.  

Hluti dagsins hjá mér fór í að koma í veg fyrir að tvær flugvélar, sem ég átti, eyðilögðust, en þær stóðu úti. 

Önnur, Cessna 210, stóð inni í svonefndum Básum norðan við Loftleiðahótelið og það þurfti að vakta böndin sem hún var bundin í svo að hnútarnir á þeim röknuðu ekki upp, því að allt lék á reiðiskjálfi inni í básnum hennar og hún hoppaði til og frá í böndunum.

Stórum vöruflutingabíl var lagt sem skjólvegg fyrir hina vélina, Dornier 27, sem stóð við flugskýli suður í Skerjafirði. Hvað eftir annað lyfti vindurinn bílnum upp svo að hann var við það að velta á flugvélina.

En í hvert sinn sem bíllinn vó salt, var kominn það mikill halli á hann, að vindurinn brotnaði aðeins betur af honum svo að hann fór aldrei alveg á hliðina. Það var einstök sjón.

Vonandi kemur ekki jafn slæmt veður nú í kvöld.  


mbl.is Svona var ofsaveðrið 1991
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Trausti Jónsson

Engihjallaveðrið var 1981 en ekki 1991. Mikið tjón varð í Reykjavík í báðum veðrunum en vindhraði þar mældist meiri 1981.

Trausti Jónsson, 30.11.2014 kl. 20:26

2 identicon

Pabbi fékk vindmælirinn úr Engihjallanum ég tók hann í sundur með honum hann var alveg steiktur, greinilega ekk ætlaður í að mæla svo mikinn vindhraða

Tryggvi Sigfusson (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 20:48

3 identicon

Engihjallaveðrið svokallaða var árið 1981. Ég veit það því ég bjó þar þá.

Sólveig Þóra Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 21:01

4 identicon

Vá marga bræluna hef ég verið á sjó en aldrei svo slæma að hnútar rakni, ertu nú ekki farinn að muna full mikið Ómar.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 21:27

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég var einmitt að lesa um Engihjallaveðrið 1981 í dag. Neðst á síðunni eru nokkrar krækjur. 

http://www.skjaladagur.is/2010/101-01.html

Mér er minnisstætt að það mátti sjá þakplöfur fjúka og ein skall á þakinu á húsi mínu svo buldi í. Glerið í einum stofuglugganum svignaði svo mikið inn að mér leist ekki á blikuna. Ég man einnig eftir kvikmynd sem íbúi í Engihjalla háhýsinu tók af bílastæðinu þar sem bílarnir fuku eins og laufblöð.

Ágúst H Bjarnason, 30.11.2014 kl. 21:30

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Verður vonandi ekki eins og Knútsbylur sem var skaðræðisveður aðallega á Austfjörðum 1886.  Fórust um 15 manns en um 1000 kindur.  

Haft var eftir mönnum sem upplifðu veðrið að svo hvasst hefði verið að kindur hefðu fokið eins og tuskur eitthvað útí buskann.

Veðrið bar upp á afmælisdag Knúts hertoga af Danmörku, 7.jan.  Þessvegna Knútsbylur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.11.2014 kl. 22:07

7 identicon

What ever happens you sure can blame it on global warming.

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 01:20

8 identicon

Skil ekki alveg, nægir ekki það að bíll tekst á loft í Engihjalla árið ´91 til þess að það megi líka vera kallað Engihjallaveðrið ;) http://www.ruv.is/frett/svona-var-vedrid-i-februar-1991

Ari Egilsson (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 02:26

11 identicon

Það sem gerðist í "Engihjalla" veðrinu 1981 var kannski ekki síst því að kenna að það var glerhálka á bílastæðinu.Þessvegna runnu bílarnir hver á annan.

Margret Fafin Thorsteinson (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 12:14

12 identicon

Knútsbylur heitir að sönnu eftir Knúti hertoga.  En bar þó upp á dánardag hans en ekki fæðingar.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband