Fengu að ráða 1999. Af hverju ekki nú?

Hornfirðingar fengu að ráða því þegar mörk voru dregin milli nýrra og stærri kjördæma við síðustu kjördæmabreytingu hvort þeir vildu vera í Suðurkjördæmi eða Norðausturkjördæmi, en þeir höfðu tilheyrt Austurlandskjördæmi fram að því.

Þeir vildu frekar flytja sig um set yfir í Suðurkjördæmi, en spurningin er hvort þeir hefðu nokkuð verið spurðir um þetta á okkar dögum í ljósi nýjustu tíðinda um hliðstætt mál. 

Samt voru völd þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar einhver mestu völd tveggja manna hér á landi á okkar tímum, og Hornafjörður var heimabyggð Halldórs og fram að því hluti af kjördæminu, sem hann var fyrsti þingmaður í Austurlandskjördæmi.

Þrátt fyrir þetta voru Hornfirðingar látnir ráða því sjálfir að þeir yrðu fluttir yfir í annað kjördæmi.

Þess vegna vaknar sú spurning hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,forsætisráðherra,fyrrverandi dómsmálaráðherra og fyrsti þingmaður Norðausturausturkjördæmis,sé ráðríkari en Halldór og Davíð voru á sinni tíð, fyrst bæjarstjórn Hornarfjarðar skorar á dómsmálaráðherra að afturkalla þá ákvörðun Sigmundar Davíðs að Hornafjörður skuli tilheyra Norðausturkjördæmi.

Hluti af skýringunni kann að vera sú, að kjördæmabreytingin 1999 var gerð með samþykki allra þáverandi þingflokka á grundvelli starfs sérstakrar stjórnarskrárnefndar, og þeir Halldór og Davíð gátu því kannski ekki beitt sér eins í þessu máli Hornfirðinga og Sigmundur Davíð getur nú með því að nota sér völd sín til að ákveða þessi mörk lögregluumdæma að eigin geðþótta.     


mbl.is Breyti reglugerð um lögregluumdæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sigmundur Davíð hefur aldrei sagt að hann eigi að ráða því innan hvaða lögregluumdæmis Hornafjörður liggur.Það hefur raunar enginn sagt það.Að sjálfsögðu verður gefin út önnur reglugerð þar sem Hornafjörður tilheyrir lögregluumdæmi Suðurlands.En reyndar er fjarlægðin fyrir Hornafjarðarlögregluna til að fá liðsauka meiri ef þarf að stóla á Selfoss eða Hvolsvöll,en Eskifjörð eða Egilsstaði.Stysta fjarlægð frá Höfn ef farið er Öxi,á Egilsstaði er 160 km.en um 450 á Selfoss.Plottið gengur út á það að fá fjölgað í lögreglunni á Höfn, ef hún tilheyrir Suðurlandi.Lögreglan á Höfn var undir Eskifirði og hefur verið í nokkur ár,fyrir reglugerðina.

Sigurgeir Jónsson, 8.12.2014 kl. 23:42

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vegir Framsóknarflokksins eru órannsakanlegir í öllum kjördæmum landsins, holóttir mjög og litlu fé í þá varið af flokknum.

Og formaður flokksins ekki einu sinni með annan fótinn í Norðausturkjördæmi, enda þótt hann þykist nú eiga þar lögheimili.

Hinn fóturinn aðallega í Breiðholtinu og sá þriðji þrútinn og stokkbólginn í Stokkhólmi.

Fylgi Framsóknarflokksins nú 11% og flokkurinn reynir með plottum að halda í þá fáu sem eftir eru.

Samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.

Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.

Þorsteinn Briem, 9.12.2014 kl. 03:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband