Skynsamlegt að sóa ekki kröftum um of.

Þrátt fyrir að eiga svo handknattleikslandslið að útlendingar skilja ekkert því að svona örþjóð eigi jafn marga toppmenn, hefur það oftast háð okkur á stórmótum að þurfa að keyra allan tímann á nokkurn veginn sama liðinu. 

Að vísu er til það máltæki í íþróttum að ekki eigi að breyta vinningsliði, en ef stefnt er að því að komast í undanúrslit, endar slíkt með því að jafnvel þeir bestu þreytast ef ekki er reynt að hvíla þá eins og mögulegt er, þannig að þeir dali ekki vegna langvarandi álags. 

Íslendingar hafa að vísu einu sinni hampað silfurverðlaunum, en úrslitaleikurinn tapaðist nær eingöngu vegna þess að andstæðingarnir höfðu meiri breidd og gátu haldið fullum dampi allt til mótsloka. 

Þetta virðist Aron Kistjánsson hafa í huga í æfingaleikjunum þessa dagana þegar hann hvílir bestu mennina og vonandi getur hann komist langt á því að að keyra burðarmenn liðsins ekki út þegar á hólminn er komið. 

Í æfingaleikjunum getur hann skoðað alla leikmennina, séð veikleika þeirra og styrkleika og hvernig þeir falla inn í leikkerfin, prófað leikkerfi og þannig fundið út, hverja þeirra hann hann ætti helst að setja inn á þegar í mótsslaginn sjálfan er komið.

 


mbl.is Verður allt annar leikur á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Leikurinn skilaði nákvæmlega sínu hlutverki. Hann var til þessað þjálfarinn gæti skoðað óreyndari menn   í erfiðum aðstæðum og fyrir þá óreyndu til að sýna getu sína.

 Þessi leikur var alls ekki til þess að kenna Svíum nýjustu leikflétturnar leiknar af okkar bestu mönnum ,viku fyrir leik á móti sama liði.

Snorri Hansson, 10.1.2015 kl. 02:17

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svíar voru líka með sit B-lið og að vera rótburstaðir í þessum leik var slæmt. Markvarslan var eiginlega skammarleg fannst mér og alveg spurning hvort ekki hefði verið betra fyrir markmennina okkar að standa bara kyrrir í markinu. Sennilega meiri líkur á að boltinn hefði slysast í þá þannig.

Sigurbergur Sveinsson stóð sig þokkalega og Ásgeir Örn líka, annars afskaplega dapurt. Breiddin hefur alltaf verið vandamál hjá okkur.

Ég er samt bjartsýnn fyrir HM ef okkar sterkustu menn verða heilir.... á sál og líkama.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2015 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband