Mesta heppni í heimi?

Það var ein af eftirminnilegustu stundunum í Súðavík eftir flóðið þar, að standa á milli rústa húsanna sem flóðið sundraði, og beina myndavélinni fyrst að húsi nágranna Tómaszar Þórs Verusonar og segja frá þvi að þegar flóðið sprengdi það hús, þeyttist vatnsrúm út úr því og beina síðan myndavélinni síðan að húsinu sem Tómazs þeyttist út úr, og sýna síðan feril rúmsins og Tómazsar sem mættust í fluginu þannig að Tómazs vafðist inn í það og þegar rúmið kom niður með Tómazs vafinn inn í sér, bjargaði það lífi hans og hélt á honum hita. 

Því miður eru ekki til neinar myndir af því þegar björgunarsveitarmenn fundu Tómazs, grófu hann upp og björguðu honum, en það var afleiðing af vanmati á gildi myndatöku af svona viðburðum, sjá pistil frá því í gær. 

Ég efast um að dæmi sé um viðlíka heppni í veröldinni og fólst í þessu einstæða atviki í Súðavík fyrir 20 árum. 


mbl.is Vatnsrúmið bjargaði lífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Léleg íslenska í þessari fyrirsögn; vatnsrúmið bjargaði lífinu. Þetta er leikskólamál. Það á að segja að vatnsrúmið hafi bjargað lífi einhvers, eða það hafi bjargað manneskjunni. Ekki lífinu.

jón (IP-tala skráð) 17.1.2015 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband