Spurning um eðli máls og skynsamlegar reglur.

Sú var tíðin þegar skíðafimi í formi heljarstökka og svipaðra kúnsta var að ryðja sér til rúms að háværar raddir voru uppi um að banna allt slíkt og gera refsivert vegna þess hve hættulegt þetta athæfi væri. 

Smám saman komst samt ákveðið form á þessa íþrótt og þrátt fyrir ákveðna áhættu sem tekin er, var það niðurstaðan, að slysatíðnin hjá þeim sem stóðu rétt að æfingum, þjálfun og keppni, væri ekki það meiri en af hefðbundinni skíðaiðkun að hrein boð og bönn væru réttlætanleg. 

Það tók nokkur ár að brjótast í gegnum fordómamúr varðandi keppni í bílaralli hér á landi og virtist engu skipta, þótt reynt væri að sýna fram á að í öðrum löndum væri slík keppni komin í fast og viðurkennt form sem fæli ekki í sér meiri slysatíðni en í flestum öðrum íþróttagreinum. 

Júdó varð að ganga í gegnum ákveðið fordómatímabil hér á landi og má nefna alls konar mótbárur varðandi "hengingartök" og fleira sem sagt var gefa slæmt fordæmi, auk þess sem brögð sem enduðu með því að fella andstæðinginn harkalega til jarðar voru harðlega gagnrýnd. 

Flokkur júdómanna, sem setti upp skemmtilega sýningu til að sýna íþróttina á sviði, sýndi fram á að harðir dómar á íþróttina áttu ekki við rök að styðjast.  


mbl.is Bannað í Bláfjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þyngra er en tárum taki,
tvisvar Óli datt af baki,
yfir honum englar vaki,
í öllu hjónarúmsins skaki.

Þorsteinn Briem, 17.1.2015 kl. 16:08

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 17.1.2015 kl. 17:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfsagt að lofa Framsóknarflokknum að velja sjálfstæðismann með hómófóbíu.

En Framsóknarflokkurinn segist ekki hafa vitað af því.

Þorsteinn Briem, 21.1.2015 kl. 20:07

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2013 varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.

30.12.2013:

Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum


Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 22.1.2015 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband