Rímar við nýleg ummæli hér á síðunni.

Það er gömul reynsla í fjölmiðlaheiminum að alltaf er vissara að spádómar leikmanna séu studdir gögnum og áliti frá fræðimönnum. Bárðarbunga Tungnafellsj. Vonarskarð

Þess vegna liðu nokkrir dagar frá fyrstu spádómum hér á síðunni í ágúst síðastliðnum um hugsanlegt gos í Holuhrauni þangað til það hófst og á meðan beðið var eftir umsögn vísindamanns, varð að láta nægja véfréttir um væntanlega stórbreytingu á mati vísindamanna á umbrotasvæðinu. 

Fyrir nokkrum dögum var því velt upp hér á síðunni að línurit yfir sigið í Bárðarbungu væri ekki bein lína heldur sveigðist hún þannig að smám saman myndi sigið hætta á næstu mánuðum. 

Nú hefur Haraldur Sigurðsson skoðað þetta betur og staðfest þetta. 

Og þá er bara að varpa upp næstu spurningu: Er alveg víst að ekkert fari af stað annars staðar á þessu stóra eldvirknissvæði? Er alveg öruggt að þarna verði alls staðar kyrrt næstu árin? 


mbl.is Telur að gosinu ljúki í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar,

Ef menn vilja spá um gos má segja að svæðið frá Mývatni og suðvestur um til Vestmannaeyja og Reykjaness séu heitustu staðirnir ekki satt, svo það er því best að ég láti vaða á það sem ég tel gerast nærst. En ég tel að það verði jökulhamfarir á norð-vestanverðri Bárðarbungu, ég hef ekki vísindaleg gögn um það en læt mér nægja þá vitneskju sem ég hef og get lýst fyrir þér þegar við hittumst næst.  Það verður ekki að vetri til.

Kv. Jón

Jon G Sigurdsson (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 10:25

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég man ekki hvar ég las það en um helgina eða í lok síðustu viku las ég eftir einhvern sérfræðing á netinu að það er búist við sprengjugosi í Bárðarbungu á næstunni.

Ég er enginn eldfjallasérfræðingur en er þó búinn að fylgjast með eldfjöllum með öðru auganu í tvo áratugi. Það kæmi mér ekkert á óvart að Bárðarbunga muni gjósa. Ég vona þó að það gerist ekki. Samkvæmt mínum heimildum er Bárðarbunga hættulegasta eldstöð í heimi. Önnur er í Hawaii, en það er óljóst hvor er hættulegri.

Sumarliði Einar Daðason, 19.1.2015 kl. 12:50

3 identicon

"...Þess vegna liðu nokkrir dagar frá fyrstu spádómum hér á síðunni í ágúst síðastliðnum um hugsanlegt gos í Holuhrauni..." Hvaða dag í ágúst var spáð um gos í Holuhrauni? Ég get ómögulega fundið Holuhraun nokkurstaðar í færslum dagana fyrir gos. Bárðarbunga og flest allar eldstöðvar í nágrenninu eru ítrekað nefndar en hvergi sé ég á Holuhraun minnst.

Vagn (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 13:09

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í bloggpistli mínum 22. ágúst í fyrra er fyrirsögnin: "Nýtt fjall í framtíðinni?"

Það fjall er nú að myndast í Holuhrauni. 

Í þessum bloggpistli stendur: 

"Spurningin er hvort undir miðjum Dyngjujökli "eða jafnvel á Jökulsárflæðum" muni myndast nýtt eldfjall eða gígaröð..."

Ég skrifaði þetta af því að ég vissi um tilvist Holuhrauns fyrir hrinuna í Bárðarbungu og flaug daginn áður, 21.ágúst, yfir Holuhraun til að taka  myndir af gígaröðinni þar, stórum gjallgígum við jökulröndina. 

Jarðfræðingar höfðu að vísu fram að þessu talið Holuhraun hluta af kerfi Öskju, en skjálftamælar sýndu, að skjálftarnir færðust í norðaustur undir Dyngjujökli beint í áttina að Holuhrauni.

Eftir lendingu á Sauðárflugvelli hringdi ég í fréttastofu Sjónvarpsins og greindi frá því að miklar líkur bentu til þess að við værum með "mikið skúbb" í höndunum.

Fréttastofan taldi rétt að hafa samband við jarðfræðing áður en slíkt færi i loftið og betra að hafa sem bestan bakgrunn. 

Ég fór í sérstakt myndatökuflug yfir Holuhraun frá Sauðárflugvelli daginn þann 22. ágúst til þess að eiga sem bestar myndir af því áður en þar hæfist hugsanlegt nýtt gos, en vegna þess að athygli vísindamanna beindust að Bárðarbungu og Dyngjujökli en ekki Holuhrauni, og að daginn eftir hófst smágos undir jöklinum fórst það fyrir að þeir skoðuðu Holuhraunsmöguleikann. 

Ég skrifaði því í véfréttarstíl blogg 22. ágúst undir fyrirsögninni "Mat og þekking á svæðinu í mótun". 

Ástæðan fyrir þessu var sú, að ég óttaðist að ef ég skrifaði beint og ákveðið um þetta kynnu aðrir fjölmiðlar en Sjónvarpið að "skúbba" í málinu, eins og það er kallað á fagmáli. 

Í framhaldi af þessu sótti ég fréttamann og tökumann Sjónvarpsins til Akureyrar 23. ágúst og höfðum við viðdvöl á Sauðárflugvelli næstu tvo sólarhringa. 

Ég var hins vegar staddur þar einn þegar byrjaði að gjósa í Holuhrauni eftir miðnætti 29. ágúst og skrifaði eftir það bloggpistil um þann grun, sem hafði læðst af stað viku fyrr. 

Ómar Ragnarsson, 19.1.2015 kl. 14:51

5 identicon

Það er spurning hvað eru nokkrir dagar, en Haraldur er bara að ítreka það sem hann benti á þann 10. október.

http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1467963/

Það sem hefur gerst síðan þá er að sigið hefur haldið áfram að fylgja kúrfunni sem dóttursonur hans reiknaði út fyrir hann.

Muni ég rétt var áðurnefndur pistill tilefni umræðna hér á þessu bloggi.

Um daginn benti svo annar fræðingu á að ef gosið hætti áður en þrýstingurinn undir Bárðabungu jafnaði sig (svo notað sé verulega óvísindalegt orðalag) væri ekki hægt að afskrifa möguleikann á gosi undir jöklinum.  Það er ekki alveg það sama og að spá slíku gosi.

ls (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 16:43

6 identicon

Þetta er nokkuð langur pistill um það hvers vegna "spádómurinn" kom hvergi fram fyrr en gos var hafið. "..þegar byrjaði að gjósa í Holuhrauni eftir miðnætti 29. ágúst og skrifaði eftir það bloggpistil um þann grun, sem hafði læðst af stað viku fyrr. "

Sjálfur bloggar þú "Heitið Flæðahraun, sem nefnt hefur verið, er skárra en Nornahraun, en þó halda Jökulsárflæður sér enn að mestu vestan við Holuhraun og gefa frá sér sömu sandstormana og fyrr þegar viðrar til þess."   Þannig að ;   "Spurningin er hvort undir miðjum Dyngjujökli "eða jafnvel á Jökulsárflæðum" muni myndast nýtt eldfjall eða gígaröð..." hefur lítið með spádóm um gos í Holuhrauni að gera.

Vagn (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 16:51

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Af hverju heldur þú, Vagn, að ég hafi flogið tvær sérstakar kvikmyndatökuferðir eingöngu yfir Holuhraun 21. og 22. ágúst nema til þess að eiga mynd af því áður en færi að gjósa þarna að nýju? Og í samtölum mínum við fréttastofu RUV var Holuhraun umræðuefnið, og það síðan flutt yfir í Pál Einarsson, jarðfræðing. 

Fyrir bragðið eru til sérstök myndskeið, tekin í lágflugi, af gömlu gígunum öllum og hrauninu, sem kom úr þeim, sem eru þau einu sérstaklega teknu myndskeiðin af þessum náttúrufyrirbærum . 

Þess má geta að gosið í Heimaey var ekki nákvæmlega í Helgafelli, heldur fyrst í stuttri gígaröð fyrir ausan fellið og síðan myndaðist nýtt eldfjall. 

Jökulsárflæður liggja upp að nýja hrauninu og raunar umlykur sandssvæði, myndað af Jökulsá, hraunið allt. Og þetta svæði allt var, fram að gosinu 29. ágúst, talið vera á áhrifasvæði Öskju. 

Ómar Ragnarsson, 19.1.2015 kl. 18:29

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef ég man rétt var það sonur Haraldar sem kom upphaflega með útreikningana um þróun sigsins.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2015 kl. 20:02

9 identicon

Af hverju heldur þú, Ómar, að :"Þess vegna liðu nokkrir dagar frá fyrstu spádómum hér á síðunni í ágúst síðastliðnum um hugsanlegt gos í Holuhrauni þangað til það hófst" sé það sama og að fljúga tvisvar yfir svæðið og taka myndir?

Raunveruleikinn er sá að það var aldrei neinn Holuhraunsgos spádómur hér á síðunni eins og þú heldur fram. Sú færsla finnst hvergi nema í hugarheimi þínum. Það geta allir spáð eftirá.

Vagn (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 20:17

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samtöl mín við fréttastofu RUV og ósk hennar til Páls Einarssonar um að leggja nýtt mat á Holuhraun er ekki eitthvað sem bara finnst í hugarheimi mínum. 

Ómar Ragnarsson, 19.1.2015 kl. 22:08

11 identicon

Ég man eftir því að Ómar nefndi gígaröð hvar hann teldi vera veikleika á jarðskorpunni. Þegar skömmu síðar fór að gjósa (Ég var á Sauðárvöllum í September) var ég nokkuð viss um að þetta væri staðsetningin.
Eitthvað var á blogginu um þetta, en það sem í mér sat var bein lýsing, og líklegast hef ég flogið beint þarna yfir. Bara nokkrum dögum "of" snemma....

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 22:17

12 identicon

"Þess vegna liðu nokkrir dagar frá fyrstu spádómum hér á síðunni í ágúst síðastliðnum um hugsanlegt gos í Holuhrauni þangað til það hófst"  Stenst ekki skoðun og er bara til í hugarheimi þínum, sama hvað þú sagðir eða heldur þig hafa sagt á RUV.

Vagn (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 23:10

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Aðeins að öðru, Ómar. Þú ert duglegur að dásama Bandaríkjamenn fyrir Yellowstone. Vissir þú að olíuleiðsla liggur í gegnum þjóðgarðinn í farvegi Yellowstone árinnar? Leiðslan lak á laugardaginn og einnig árið 2011.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2015 kl. 01:31

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þessar olíuleiðslur sem láku nú og árið 2011 eru neðan (og austan) við Yellowstone-þjóðgarðinn.

Yellostone-áin er rúmlega 1.100 kílómetra löng en Hringvegurinn hér á Íslandi er rúmlega 1.300 kílómetrar.

"Bridger's pipeline runs from the Canadian border down through Montana across the Missouri and Yellowstone rivers and east into North Dakota, dubbed the Poplar System.

It is on the opposite side of Wyoming from, and downstream of, Yellowstone National Park, but the river empties into the Missouri River."

50000 Gallons Of Crude Oil Spills Into Partially Frozen Yellowstone River

Þorsteinn Briem, 20.1.2015 kl. 06:07

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef menn vilja fullyrða að aðrir sem hér skrifa séu að ljúga eiga þeir að sjálfsögðu að skrá sig hér á Moggablogginu undir sinni kennitölu og færa fullnægjandi rök fyrir máli sínu.

Ómar Ragnarsson ætti nú að vita það betur hvað hann talaði um við fréttastofuna en enn einn vesalingurinn og nafnleysinginn hér.

Þorsteinn Briem, 20.1.2015 kl. 06:34

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Yellowstone-áin er rúmlega 1.100 kílómetra löng en Hringvegurinn hér á Íslandi er rúmlega 1.300 kílómetrar.

"Bridger’s pipeline pipeline runs from the Canadian border down through Montana across the Missouri and Yellowstone rivers and east into North Dakota, dubbed the Poplar System."

Þorsteinn Briem, 20.1.2015 kl. 07:13

17 identicon

Steini, þar sem Ómar virðist ekki einu sinni vita hvað hann skrifar í bloggið sitt er ástæðulaust að ætla að hann muni hvað hann segir annarstaðar. Auk þess er það Ómar sem ekki hefur getað fært neinar sannanir fyrir sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar sem hann setti fram.   "Þess vegna liðu nokkrir dagar frá fyrstu spádómum hér á síðunni í ágúst síðastliðnum um hugsanlegt gos í Holuhrauni þangað til það hófst" Stenst ekki skoðun.

Vagn (IP-tala skráð) 20.1.2015 kl. 09:01

18 identicon

Má vel vera að það hafi verið sonur hans Haraldar sem reiknaði grafið en hann segir sjálfur í tilvitnuðum pistli að það hafi verið dóttursonur sinn.  Ekki að það skipti svosem öllu máli nema kannski fyrir þá.

En það er athyglisvert hversu vel sigið hefur fallið að þessari kúrfu.

ls (IP-tala skráð) 20.1.2015 kl. 09:07

19 Smámynd: Már Elíson

Vagn, getur verið að þú hafir gleymt tímanum þínum hjá lækninum ?

Þessi þráhyggja þín hlýtur að vera erfið fyrir þig. En það birtir núna með hverjum deginum. - 

Már Elíson, 20.1.2015 kl. 09:08

20 identicon

Þann 25 Ágúst frá Ómari:

"

25.8.2014 | 15:22

Skásti goskosturinn: Viðbót við lítt þekkt undralandslag.

Á flugi yfir svæðinu milli Dyngjujökuls og Öskju síðastliðinn fimmtudag í góðu skyggni vakti athygli magnað fyrirbæri, sem lætur lítið yfir sér fyrir norðan jökulsporðinn, svonefnt Holuhraun. 

Í hrauninu er gígaröð, ein af mörgum slíkum á þessu fjölbreytlegasta eldfjallasvæði heims sem vatnasvið Jökulsár á Fjöllum er,  til dæmis norðaustur af Bárðarbungu, á Dyngjuhálsi og þar norður af.

Þrátt fyrir hundruð ferða yfir jökulsporð Dyngjujökuls og Jökulsárflæður, hafði þess gígaröð í Holuhrauni ekki vakið þá athygli sem hún átti skilið. "

Beint á naglann hjá honum vini mínum ;) En ég var nokkrum dögum of snemma að sækja hann þarna heim ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 20.1.2015 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband