Framsókn hlýtur að ráða þessu sjálf, er það ekki?

Framsóknarmenn og flugvallarvinir ákváðu fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hver yrði oddviti þeirra í Reykjavík. Strax kom upp andstaða ýmissa áhrifamanna í flokknum, svo sem fyrrverandi formanns flokksins, við þessa ákvörðun á þeim forsendum að stefna listans væri ekki alveg í samræmi við stefnu flokksins í mannréttindamálum, en skipan listans var ekki breytt, enda er slíkt á forræði Framsóknarmanna í Reykjavík.

Nú hafa Framsókn og flugvallavinir fengið kjörinn varamann í mannréttindaráð og þeirri stöðu sinni mun hann gegna þar til þeir hinir sömu Framsóknar og flugvallarvinir skipta um mann ef þeir kjósa svo.

Svona einfalt er þetta. Að stilla þessu máli upp sem "samræmdri aðför" og "rafrænni múgsefjum sem veki hroll" er undarleg nálgun.

Þegar það virðist vera komið í ljós að Gústaf Níelsson sé gersamlega ósammála stefnu Framsóknar í mannréttindamálum, ítreki þá afstöðu sína og sé hugsanlega félagi í Pegidasamtökunum, sem setja andúð á múslimum og innflytjendum á oddinn, hlýtur það að vera innanflokksmál Framsóknarmanna í Reykjavík að meta það hvort Gústaf geti unnið í mannréttindaráði sem fulltrúi fyrir allt önnur sjónarmið en felast í stefnu flokksins.

Og sé það rétt að hann sé hrifinn af stefnu Pegida ætti það að vera lýðræðislegur réttur hans og skoðanasystkina hans að fara í framboð fyrir þau samtök, er það ekki?

 

P.S. Ég sé því haldið fram annars staðar á netinu, að það sé ofmælt að Gústaf sé félagi í Pegida, enda séu það erlend samtök. Ástæðan fyrir því að hans nafn hafi verið nefnt sé sú, að hann hafi "lækað" á samtökin. Sé svo, er það ekki í fyrsta skipti sem það að "læka" sé túlkað sem samþykki viðkomandi við þeim skoðunum sem komi fram. En í flestum tilfellum er lækað bara til þess að lýsa yfir áhuga á umræðuefninu og geta tekið þátt í umræðunni. Hitt blasir við að bæði Pegida og Gústaf berjast gegn því sem kallað er "múslimavæðing" Evrópu og Gústaf hefur talað um innflytjendur frá múslimskum ríkjum sem eins konar dreggjar þeirra þjóðfélaga.         


mbl.is Dæmi um „rafræna múgsefjun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir stjórnmálaflokkur í Þýskalandi hafa lýst eindreginni andúð, ef ekki viðbjóði á Pegida samtökunum, nema AfD (Aternative für Deutschland).

Nú kom í ljós að Lutz Bachmann, formaður samtakanna er ekki aðeins rasisti, heldur nasisti (sjá link). Og að vera nasisti í Þýskalandi er ekki það sama og að vera nasisti í Valhöll.

AfD flokkurinn er einnig að einangrast vegna afstöðu sinnar til Pegida, en mér var alltaf ljóst að þar fóru hægri-teboðs-öfgamenn. Var búinn að heyra nógu oft í Bernd Lucke og Hans-Olafí Henkel.

http://bazonline.ch/ausland/europa/Bachmann-tritt-bei-Pegida-zurueck/story/13045844

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 18:15

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins11% og samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.

Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.

Þorsteinn Briem, 21.1.2015 kl. 19:28

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sveinbjörg þar nú skellti á skeið,
skrítnum sauðaflokki,
sat á baki Gústa gleið,
geldum hjálparkokki.

Þorsteinn Briem, 21.1.2015 kl. 19:52

6 identicon

10 atkvæði fékk hann

hvaðan komu þessi 8 í viðbót

vissi ekki björt og samfó

allt um manninn?

Grímur (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 19:58

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver vill þekkja þennan vitleysing?

Þorsteinn Briem, 21.1.2015 kl. 20:00

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfsagt að lofa Framsóknarflokknum að velja rasískan sjálfstæðismann með hómófóbíu.

En Framsóknarflokkurinn segist ekki hafa vitað af því.

Þorsteinn Briem, 21.1.2015 kl. 20:09

9 identicon

Auðvitað er best að skinhelgir fjölmenningartrúðar geti áfram setið og hóprunkað sér.

Sóley VG Tómasdóttir hefur hátt um rasisma og hómófóbíu.  Vg flökraði nú ekki við að hafa yfirlýstan hómófób á framboðslista hjá sér.  Sá hefur einnig undarlegar hugmyndir um jafnrétti kynjanna.  Hann er reyndar múslimi og af heilögu kyni Palestínuaraba og heitir Salmann Tamimi.

melcior (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 20:58

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Algjörlega sammála þér, Ómar. 

Ég "lækaði" þessa síðu á sinum tíma, einmitt til að fylgjast með umræðunni og gera athugasemdir ef ég hefði áhuga. Daginn eftir "aflækaði" ég, því mér fannst þetta einsleit umræða og óáhugaverð. Auk þess sá ég að maður þarfa ekki að læka til að gera athugasemdir.

Í dag kom fulltrúi Guðs okkar kristinna manna, íslenskur prófastur í Noregi, fram í fjölmiðlum. Hún hafði farið vandlega yfir síðu Pegida á Íslandi og rannsakað hverjir höfðu smellt á "Líkar við síðu". Þar fann hún Gústaf og stimplaði hann umsvifalaust sem meðlim í samtökunum. Seinna í dag dró hún fullyrðingu sína til baka.

Sigríður prófastur hefði staðið sig vel í Stasi, leyniþjónustu A-Þýskalnds.

Hún er ekki bara fulltrúi Guðs okkar kristinna, heldur heldur einnig fulltrúi pólitískra ofsókna. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.1.2015 kl. 21:13

11 identicon

melcior talar hátt en segir ekkert í felum bakvið internetið og nafnleysið. 

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 22.1.2015 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband