140 ár afturábak! Yfirgengileg þráhyggja!

Það liggur við að maður klípi sig í handlegginn til að vera viss um að það sé rétt að enn þann dag í dag eigi að fara að eyða stórfé í að undirbúa virkjanir á stöðum eins og Hveravöllum og á vatnasvæði Jökulsár á fjöllum, vatnasvæði sem býr yfir fjölbreyttasta og magnaðasta eldvirka svæði í heimi samkvæmt rannsókn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðfræðings.100 Great Wonders, bók

Varla væri verið að gera þetta nema vegna þess að þeim, sem fara nú á fulla ferð við þessi ósköp, ætla sér að ganga í skrokk á hverri þeirri náttúruperlu á Íslandi sem þjónar virkjanafíkn þeirra.

Það kemur fram í því að færa hverja perluna af fætur annarri úr verndarflokki (sem ætti að heita verndarnýtingarflokkur) yfir í nýtingarflokk (sem ætti að heita orkunýtingarflokkur).North-America

Fyrir 140 árum friðlýstu Bandaríkjamenn fyrsta þjóðgarð veraldar, Yellowstone, og síðan þá hefur hin gríðarlega jarðvarma- og vatnsorka þjóðgarðsins, langstærsta orkubúnt Norður-Ameríku, verið friðhelg, "heilög vé" svo að notuð séu orð eins fremsta vísindamanns þeirrar álfu á sviði jarðvarmavirkjana.

Um aldur og ævi verður ekki virkjaður svo mikið sem einn hver af 10.000 hverum garðsins og þar að auki er boranabann á 100 þúsund ferkílómetra svæði, svonefndu Greater-Yellowstone, umhverfis sjálfan Yellowstoneþjóðgarðinn.IMG_4683

Sá Bandaríkjamaður, sem vogaði sér að leggja til virkjanainnrás í þjóðgarðinn yrði ekki talinn með réttu ráði.

 En hér á landi eru valdaöfl sem ætla sér greinilega ekki að eira neinu og engin takmörk virðast vera fyrir virkjanagræðginni. 

Yellowstone er ekki á alþjóðlegum lista yfir 40 stærstu náttúruverðmæti heims eða á listanum yfir undur Norður-Ameríku.

Það sést þegar gluggað er í vandaða bók um "100 Great Wonders of the World", þar sem 40 eru náttúrugerð en um 60 manngerð, svo sem Kínamúrinn, Stonehenge og Tach Mahal.IMG_4685

Á listanum yfir undrin í Norður-Ameríku finnst Yellowstone ekki þar.

"Does not qualify" eins og Kaninn myndi orða það.   

Af um 40 náttúruundrum bókarinnar eru aðeins sjö í Evrópu.

Þar er má sjá hinn eldvirka hluta Íslands tróna á einni opnu.

Og ekkert annað undur í bókinni fær viðlíka ummæli: "Iceland is a land like no other".IMG_4681

En innrás vinnuvélanna og skriðbeltatækjasveitanna inn í magnaðasta og fjölbreyttasta eldfjallasvæði heims til að umturna einstæðri náttúru þess, sem þar að auki er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði, er orðinn að fáránlegri þráhyggju, sem er 140 ára afturhvarf aftur í tímann.   

 

 

 

 

 


mbl.is Segja Orkustofnun ógna friði rammaáætlunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er ástæða þess að ekki megi bora eftir varmaorku utan þjóðgarðs? Eru það einhvers konar "náttúrutrúarbrögð"? Eða tæmist kannski hitinn í iðrum jarðarinnar á augabragði?

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 22:02

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

En ef maður snýr þessu við Ómar og segir: Ef þú virkjar ekki hvar ætlar þú að hafa komandi kynslóð stadda í samanburði við aðrar þjóðir? 30 ár fram í dag eru örugglega 140 ár afturábak miðað við hraða tækninar eins og hún var þá og er núna.

Eigum við kannski að virkja vindorkuna með tileyrandi vindmyllusöng og járnabraki? Það er skrýtið að geta sett upp slík apparöt en síðan má ekki reisa rafmagnsmöstur til að flytja orku á milli landshluta.

Haltu mér, slepptu mér, heita þessi rökleysufræði.

Sindri Karl Sigurðsson, 21.1.2015 kl. 22:09

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stóriðjan krefst hinna hrikalegu rafmagnsmastra, ekki orkan til okkar eigin þarfa. En ef það er búið að stilla mönnum upp við vegg með að reisa risalínurnar þarf ekki endilega að vaða í gegnum síðasta og einstæðasta ósnortna víðernið í Evrópu með þau. 

"Nú þegar framleiðum við fjórum sinnum meiri raforku en við þurfum til eigin nota" segir í skýrslu Landsvirkjunar. Þótt við virkjuðum alla samanlagða orku landsins gæfi það aðeins 2% vinnuaflsins atvinnu í álverunum.

Þetta eru lang dýrustu störf sem hægt er að skapa. Og jafnvel þótt við teldum með svokölluð "afleidd" og "tengd" störf hækkar talan einungis í 5-6%.

Eftir sem áður myndu 94-95% vinna við "eitthvað annað".  

Bandaríkjamenn kalla það ekki "rökleysufræði" að láta hina gífurlegu orku Yellowstone ósnortna. 

Ómar Ragnarsson, 21.1.2015 kl. 23:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.

Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."

En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.

Þjónusta
- Vörur

Þorsteinn Briem, 22.1.2015 kl. 01:23

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.

Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.

Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.

Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.

Þorsteinn Briem, 22.1.2015 kl. 01:24

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til hér á Íslandi á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni
eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.

Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu en einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu og um 70% eru flutt úr landi."

Þorsteinn Briem, 22.1.2015 kl. 01:26

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.

Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Frá
Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar eru auk CCP og mikillar ferðaþjónustu til að mynda stór og fjölbreytt framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki, í ullarvörum, fiskvinnslu, lýsi, veiðarfæragerð, stoðtækjum, hátækni í matvælaframleiðslu, lyfjum og áli, Ístex (áður Álafoss) í Mosfellsbæ, Grandi hf., Lýsi hf., Hampiðjan og Össur hf. í Reykjavík, Marel í Garðabæ, Actavis og álverið í Hafnarfirði.

Og verið er að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa.

Þorsteinn Briem, 22.1.2015 kl. 01:30

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2013 varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.

30.12.2013:

Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum


Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 22.1.2015 kl. 01:39

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.

Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann
en áður hafði hún verið mest í Noregi.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Þorsteinn Briem, 22.1.2015 kl. 01:46

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2014:

"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].

Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."

Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin

Þorsteinn Briem, 22.1.2015 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband