"Kók og Prins" og "Kók og pylsa."

Fyrir mér eru Cola-gosdrykkir svipað fyrirbæri og mismunandi víntegundir eru vínáhugamönnum. 

Í gamla daga drakk ég jöfnum höndum Kók, Pepsi, Spur og Jolly cola. Það var líklega svona álíka fyrirbæri og þegar vínsmakkararnir skipta á milli víntegunda við drykkju sína, án þess að ég geti þó dæmt um það af eigin reynslu, hvað áfengið snertir. 

Núna eru Spur Cola og Jolly cola fyrir löngu úr sögunni, en í staðinn er komið RC cola, sem fæst sums staðar fyrir afar hagstætt verð, og nýtist RC light nokkuð vel sem mótvægi við hið sykraða Cola úr lágvöruverslunum. Ég hef aldrei verið fyllilega sáttur við Pepsi Max vegna eftirkeimsins, og heldur ekki Coke light. Skást hefur Coke Zero komið út, en nú gæti RC light sótt að því. 

Sem dæmi um þessa sundurgerð í drykkjunautn naut ég þess afar vel, eftir að hafa verið án hefðbundinnar morgunhressingar minnar, þegar ég krækti mér í Pepsi í apótekinu, sem ég þurfti að fara í upp úr hádeginu. Ég naut þessarar flösku í botn í dag. 

En frá hinu er varla að komast, að gamla góða Kókið heldur enn efsta sætinu hjá mér, en þó við vaxandi samkeppni RC cola og Pepsi cola.

En ekki er fyrirsjáanlegt að hugtökin "Kók og Prins" og "Kók og pylsa" falli af stalli í málfari landsmanna hvað varðar séríslensk fyrirbæri í mataræði, einkum Kók og Prins sem á sér enga hliðstæðu um víða veröld en lýsir vel hinni einstæðu stöðu í verslunarviðskiptum okkar við aðrar þjóðir beggja vegna Járntjaldsins á tímum fyrstu Landhelgisdeilunnar.

Og þess vegna hefði það verið á skjön við þetta ef Bæjarins bestu hefðu hætt að bjóða Kók með pylsum sínum.  


mbl.is Áfram kók með „þjóðarréttinum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

"Kók og prins" er nú líka orðið "kult" ef má orða það svo. - Þetta er fast í hugum og tungu íslendinga. - Líka, eins og þú segir.."Kók og ein með öllu.."

Enginn málfarsangurgapinn amast við því.

Már Elíson, 27.1.2015 kl. 00:32

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kynngimagnað Coke og Prince,
keypti alla daga,
líka fékk sér lítinn Prinz,
lostafengin saga.

Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 05:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband