Eitt öruggt ljós í myrkrinu ? Nei, tvö!

Það blæs ekki byrlega í leik okkar við Dani sem sigla fram úr okkur strax í upphafi. Íslendingar eiga að vísu skot á danska markið, en flest þeirra örvæntingarskot og skjóta einfaldlega danska markvörðinn í stuð. 

Nú er kominn kafli þar sem Björgvin Páll Gústafsson heldur okkur á floti og leikurinn að skána, en alltaf sami markamunurinn, 5-7 mörk. 

Eins og er, er aðeins eitt ljós í myrkrinu, sem sé það, að það er alveg sama hvernig leikurinn fer, - íslenskur þjálfari fer áfram.

Og sömuleiðis er ljóst að tveir íslenskir þjálfarar halda áfram, því að menn Dags brilleruðu í dag á móti Egyptum.  


mbl.is Ísland á heimleið eftir tap gegn Dönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hausinn er vitlaust skrúfaður á íslensku leikmennina. Aron kann ekki skrúfganginn. Hann á að hætta eftir HM

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.1.2015 kl. 19:02

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þú ert náttúrulega með mikla reynslu og þekkingu af handknattleik Gunnar..laughing

Ragna Birgisdóttir, 26.1.2015 kl. 19:06

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg beið spenntur eftir þessum leik.  Ekki síst vegna þess að Guðmundur var þjálfari dana.  Þ.e.a.s. að forvitnilegt var að sjá hvernig taktík Guðmundur myndi bita gegn Íslandi.

Það þarf tæplega að orðlengja það, - að það kom barasta rothögg á fyrstu tíu mínutunum.  Bara búmm!  Ísland steinlá.

Eftir það, þá kom þetta mér fyrir sjónir sem leikurinn væri barasta búinn.  þ.e. eftir fyrstu 10 múnuturnar.

Guðmundur tók sína bestu menn bara útaf og leifði bekknum að reyna sig.  (Hann gerði í raun bara það sem er orðið eiginlega krafa í nútímabolta.  Hann rúllaði liðinu)

Málið er að danir eru með afar öflugt lið.  Það eru nokkrir þarna sem eru afburðamenn og restin alveg við topp level, má segja.

Ísland er ekki með eins marga afburðamenn og breiddin er ekki næg.  Liðinu er ekkert rúllað.  Afleiðingin þreyta.

Danir of stór biti fyrir Ísland þessi misserin.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.1.2015 kl. 20:22

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já Ragna, 45 ára reynslu sem áhorfandi og mikill áhugamaður um íþróttina. Ekki skal vanmeta þá reynslu wink

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.1.2015 kl. 20:26

5 Smámynd: Már Elíson

Gunnar, - Þú ert áreiðanlega einn af þeim sem þykist geta sótt um í Sinfóníuhljómsveitinni bara af því að þú hefur heyrt í henni einu sinni (eða átt allar plöturnar eins og sagt er..!!).

Þú býður núna uppá það að sá sem heilbrigðiskerfið á Íslandi hefur hafnað, komi nú með langrunurnar.

Og ekki er það gott.

Már Elíson, 26.1.2015 kl. 21:32

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ísland hefur þokast niður á handboltalistanum síðustu árin.  

Það sást alve að liðið var ekki á pari við þá bestu.  Þeir ná ekki inná topp tíu.  (En Ísland er samt ennþá gott í handbolta - en ekki með þeim bestu)

Það sést alveg að bestu liðin eru hávaxnari en íslenska liðið að meðaltali.  Það þýðir að auðvelt er fyrir hávaxnari vörnina að leika 6:0 vörn gegn lágvaxnara liði.  

Ísland var saltað með 6:0 vörn af sterkari liðum.  Varnirnar blokkeruðueinfaldlega bestu skotvinklana og íslendingar neyddust til að taka erfið skot sem markmaðurinn síðan tók.  Þessvegna voru markmenn alltaf svona góðir gegn íslendingum.

Í annan stað, þá þarf í nútímabolta meiri breidd.  Það þarf að rúlla öllu liðinu.  Þeir bestu gera það.  Þ.a.l. meiri orka.  Ísland stólar of mikið á 7-8 menn og einhver einn á alltaf að vera allt í öllu.   Gengur ekki.  Vantar meiri liðsheild og heildin verður að vera breiðari á svona stórmót.

Að öðru leiti er ekki hægt annað en dást að boltanum sem danir spila.  Nokkrir afar góðir boltamenn þarna.  Markvörðurinn Landin er svo sér á parti með einstakan stíl.  Og breiddin er mikil hjá dönum.

Verður samt erfitt gegn spánverjum, að eg tel.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.1.2015 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband