Eins og biskupinn í Vesalingunum.

Eigandi Bengal-kattanna, sem fundust í gærkvöldi, sýnir göfuglyndi og náungakærleik með orðum sínum í garð þeirra sem stúlu köttunum. 

Slíkt er ekki alvanalegt um þessar mundir ef marka má illt umtal og ljót ummæli sem grassera á netmiðlum. 

Þessi ljótu skrif þurfa þó ekki að vera vitni um versnandi samfélag heldur frekar hitt að nú er allt miklu opnara en áður var og því er það, sem áður var pískrað um og sagt á bak fólki, orðið meira opinbert.

Þetta mál minnir svolítið á atvikið í Vesalingunum eftir Hugo þar sem lögregla ætlar að taka fastan strokufanga, sem stal dýrindis kertastjökum frá biskupi, en biskupinn bregst þannig við, að í staðinn fyrir að láta málið ganga þá leið, gefur hann fanganum stjakana og biður honum blessunar.

Í það skiptið reyndist þetta göfuglyndi til góðs og vonandi verður það einnig svona í stóra kattamálinu.  


mbl.is „Ég vil ekki vera refsiglaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að næturþeli ná Bengal,
náðu þá að fela,
ekki gott er illt umtal,
aldrei má þó stela.

Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 16:36

2 identicon

Vesalingarnir: I Dreamed a Dream.

http://www.youtube.com/watch?v=-p6OH7FoWoQ

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 18:10

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ólafur er einstaklega ljúfur og góður maður sem flestir sem komið hafa nálægt skógrækt þekkja. Mjög fróður um allt sem snertir gróður og ræktun, enda kandidat frá norskum Landbúnaðarháskóla og kennari til margra ára í Garðyrkjuskólanum.

Garðplöntustöð hans Nátthaga er vel þess virði að heimsækja: http://www.natthagi.is

Ágúst H Bjarnason, 27.1.2015 kl. 20:37

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Vonandi hefurðu rétt fyrir þér með þjófana, brotavilji þeirra var mjög einbeittur.

Ps. Eins og þú væntanlega manst þá gaf biskupinn í Vesalingunum þýfið og meira til. 

Þóra Guðmundsdóttir, 28.1.2015 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband