Góður markvörður "étur" léleg skot.

Að sjálfsögðu er Niklas Landin afburða markvörður. En til þess að hann geti notið sín þarf vörnin fyrir framan hann að loka þannig fyrir skyttur andstæðinganna, að þeir séu þvingaðir til að skjóta í örvæntingu eða að loka þannig leið fyrir boltann að honum sé skotið þar sem Landin á best með að verja skotið. 

Ekkert af skotunum, sem sýnd eru í tengdri mynd af markvörslu Landins upp í stöðuna 5:0 stefnir í hornin uppi eða niðri eða fer í gólfið og síðan upp, en slík skot eru oft afar erfið fyrir markverði. 

Í engu af þessum skotfærum hefur verið byggt þannig upp fyrir skyttuna að hún fái góða atrennu til þess að stökkva hátt upp, "hanga" þar og fá tíma til að velja skotlínuna eða að láta vörn andstæðinganna fara niður á undan sér. (Hansi Schmidt var talinn upphafsmaður "hangsins" fyrir rúmri öld). 

Guðmundur Guðmundsson hefur greinilega unnið vel heimavinnuna sína varðandi skot af línunni og því er Landin "mættur" á staðinn þar sem skotin koma frá þeim. 

Mörkin fimm voru ódýr og Danir hefðu kannski ekki náð að sigla þessum fimm mörkum fram úr og halda 5-9 marka mun til enda ef Aron Kristjánsson hefði náð að sjá fyrr hvað var á seyði og taka leikhlé fyrr en gert var til að endurskipuleggja sókn og vörn. 


mbl.is Landin með strákana okkar í vasanum (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða andskoti er orðið framorðið ef Hansi Schmidt hefur verið upp á sitt besta fyrir hundrað árum, maður sem er fæddur 1942?!

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 28.1.2015 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband