Sérkennilegt svar: "Tryggingarfélögin borga."

Hátt verð á bílaleigubílum á Íslandi stafar af ýmsum orsökum. Mjög mikið er um það að útlendingar og Íslendingar fari á bílaleigubílum upp í óbyggðir þar sem ýmislegt getur komið fyrir við misjafnar aðstæður og slíkt kostar peninga, ef bílarnir skemmast eða verða fyrir skakkaföllum.

En þá kemur að hlutverki tryggingarfélaganna og spurningin er hvort iðgjöld þeirra séu hærri hér en erlendis.

Þess vegna er ég að ræða um þetta að þegar ég leitaði stuðnings bílaleigufyrirtækja,umboða fyrir jeppa og jepplinga og fleiri í ferðaþjónustunni við mynd mína "Akstur í óbyggðum" kom ég að lokuðum dyrum.

Samtök hinna 130 bílaleigubíla höfðu ekki áhuga og einn eigandi bílaleigu sagði við mig: "Mitt fyrirtæki getur ekki tekið áhættuna af því að taka sig út úr hópnum, svona rétt eins og það sé eitthvað varasamara að taka bíla á leigu frá okkur en öðrum. Við þorum ekki að rugga bátnum, enda borga tryggingarfélögin þetta hvort eð er."

Eitt tryggingarfélag lagði í það að styrkja myndina örlítið, en hún inniheldur leiðbeiningar um það hvernig best sé að bera sig að til þess að njóta íslenskrar náttúru með sem mestri ánægju og öryggi og var sýnd í Sjónvarpinu síðastliðið sumar.

  


mbl.is Fjórfalt dýrari í Keflavík en Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkeppnin á skerinu lætur ekki að sér hæða.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.2.2015 kl. 18:13

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Ómar. Getur verið að venjulegir innlendir bílaeigendur séu látnir greiða hærri iðgjöld vegna bílatrygginga hér innanlands en nemur áhættu þeirra, vegna þess að hærri kostnaði vegna erlendra ferðamanna sem leigja bíla hér og valda e.t.v. hlutfallslega meiri skaða en innlendir er jafnað á alla?

Kristinn Snævar Jónsson, 1.2.2015 kl. 18:18

3 Smámynd: Már Elíson

Náttúrulega eru tryggingafélögin hinn endinn á glæpaferlinu öllu saman. Og Kristinn, láttu ekki svona, þetta er bara hreinn þjófnaður þetta verðlag. Það þýðir ekkert að reyna að afsaka það svona. - Það er líka hægt að fara upp í fjöll og ófærur á Spáni...fyrir 230 evrur í 14 daga.

Már Elíson, 1.2.2015 kl. 18:27

4 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Ekki er ég nú að afsaka þetta óheyrilega verðlag á bílaleigum hérlendis, síður en svo, heldur einungis að varpa fram spurningu um hryllilega há tryggingaiðgjöld hérlendis.

Kristinn Snævar Jónsson, 1.2.2015 kl. 21:47

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem leigt hafa bílaleigubíla hér á Íslandi hafa einnig verið látnir greiða skemmdir á þeim.

Íslensk bílaleiga tók fyrir margt löngu væna fjárhæð af kreditkortareikningi mínum eftir að ég var kominn aftur til Svíþjóðar fyrir skemmd sem hún sagðist hafa séð á bíl sem ég leigði hér í hálfan mánuð.

En nú greiði ég allt með seðlum hér á Klakanum.

Þorsteinn Briem, 1.2.2015 kl. 21:48

6 Smámynd: corvus corax

Fyrst krefja bílaleigurnar erlendu leigutakana um greiðslu upp í skít fyrir sönn og login tjón á bílunum. Síðan fara leigurnar í tryggingafélögin og fá tjónið greitt þar líka. Íslensk skipulögð glæpastarfsemi á fullu í þessu eins og öðru.

corvus corax, 1.2.2015 kl. 21:59

7 Smámynd: sleggjuhvellur

Gríðarlega háir skattar á atvinnulífið og margir sértækir skattar til höfuðs bílaleigunnar og vörugjöld á bíla skýrir þennan mikla mun.

sleggjuhvellur, 1.2.2015 kl. 23:09

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.8.2012:

"Skattlagning á hagnað fyrirtækja er með minnsta móti á Íslandi af 34 OECD-ríkjum, þó ríkisstjórnin hafi hækkað hana úr 15% 2008 í 20% nú.

Það eru einungis fimm lönd sem hafa lægri skattlagningu fyrirtækja en Ísland árið 2011. Þau eru Slóvakía, Pólland, Ungverjaland og Tékkland með 19% og svo Írland með 13%.

Fjögur lönd eru með svipaða skattbyrði fyrirtækja og Ísland, þ.e. Grikkland, Chile, Slóvenía og Tyrkland. En Japan og Bandaríkin eru með helmingi meiri skattlagningu fyrirtækja en Ísland, eða 39-40%.

Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum leggja allar meiri skatta á fyrirtæki en Ísland.
Samt gengur flest mjög vel í þeim löndum.

Ef við skoðum hverju tekjuskattur á fyrirtæki skilar í ríkissjóð, sem % af vergri landsframleiðslu, þá er Ísland í 4. neðsta sæti 2010.

Fyrir hrun var búið að færa atvinnurekendum, fjárfestum og bröskurum ótrúleg fríðindi í skattamálum á Íslandi. Betri en í sumum erlendum skattaparadísum. Hófleg hækkun skatta á þá eftir hrun hefur litlu breytt. Skilyrðin eru enn góð.

Það eru því staðlausir stafir hjá talsmönnum atvinnulífsins og hægri róttæklingum þegar þeir fullyrða að fyrirtæki séu sérstaklega skattpínd á Íslandi.

Íslensk fyrirtæki eru með einna minnstu skattlagninguna sem þekkist í hagsælli ríkjunum.

Spurningin er þá hvort atvinnurekendur telji að þeir eigi ekki að bera kostnað af hruninu?
Eiga þeir að vera stikkfrí eftir að hafa grætt óhóflega á árunum fyrir hrun og átt sjálfir stóran hluta í orsökum hrunsins?

Margir af forystumönnum atvinnulífsins þá og nú voru framarlega í útrás og braski bulláranna."

Skattpíning fyrirtækja á Íslandi? - Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands

Þorsteinn Briem, 1.2.2015 kl. 23:25

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hins vegar:

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað í verði um allt að 25% við aðild Íslands að Evrópusambandinu, segir Eva Heiða Önnudóttir sérfræðingur í Evrópumálum, en mest yrði verðlækkunin á landbúnaðarvörum.

"Engir tollar eru lagðir á þær vörur sem fluttar eru á milli landa innan Evrópusambandsins.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu tollar á vörur frá Evrópusambandsríkjum felldir niður en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir 30% tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, 20% á sætabrauð og kex, 15% á fatnað og 7,5% á heimilistæki."

Þorsteinn Briem, 1.2.2015 kl. 23:28

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og:

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu:

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

13.1.2015:

Stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands skilar sér ekki - Leiðinlegt segir fjármálaráðherra

Þorsteinn Briem, 1.2.2015 kl. 23:31

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Helga mín hefur átt Daihatsu og síðar Suzuki smábíla í 20 ár, sem hafa reynst alveg einstaklega traustir og ódýrir í rekstri, nú síðast Suzuki Jimny jeppa, sem er kannski það farartæki sem hefur reynst best á óbyggðaslóðum, enda einn af fjórum jeppum á markaðnum, sem eru með gamla laginu, heila driföxla og hátt og lágt drif og auk þess minnsti og sparneytnasti alvörujeppinn.

(Hinir þrír eru Landrover Defender, Jeep Wrangler og Mercedes G-Wagen).

Jimny hefur verið áberandi vinsæll hjá útlendingunum undanfarin ár. 

Svo óvenjulega vildi til að pakkdós á gírkassa bíls Helgu fór að leka  í skammedeginu án þess að við tækjum efti þvíog gírkassinn bilaði í kjölfarið.

En það var ekki mikill vandi að finna þennan fína og lítið notaða pg ódýra gírkassa á varahlutasölu af því að nógu margir erlendir ferðamenn höfðu misst stjórn á jeppunum og skemmt þá til þess að varahlutaframboðið var nóg.    

Ómar Ragnarsson, 1.2.2015 kl. 23:34

12 identicon

Vill leiðrétta einhvern misskilning sem má sjá hjá skrifurum hérna.

Allavega bílaleigan hjá mér (Bílaleiga Akyreyrar) rukkar ekki erlenda leigjendur og einnig tryggingafélög, við bjóðum uppá tryggingar sem við sjálfur erum að sjá um, við fáum ekkert svigrúm né einhverja aflætti og iðgjöldin okkar hækka við hvert tjón sem fer á tryggingafélögin, við borgum meira til tryggingafélaga heldur en annars staðar í heiminum. Einnig tíðkast það alls staðar í heiminum að leigjendur séu látnir borga fyrir tjón sem þeir valda sem ekki telst sem tryggingatjón, en við reynum alltaf að koma fram við kúnnanna okkar af skilningi og sanngirni.

Einnig er verð á bílum til bílaleiga hærra heldur en annars staðar í heiminum, fáum ekki magnafslætti af því við kaupum ekki beint af framleiðanda heldur af bílaumboðum sem hafa minna svigrúm til að gefa afslætti. Bílaleigur hér heima eru þvingaðar í þetta.

Einnig er rentalcars.com með samning við allr stóru bílaleigurnar og er Ísland eina landið í Evrópu sem er eingöngu með umboðsaðila en ekki sjálf fyrirtækin, og þar af leiðandi fæst verra verð hér heima en ella. T.d. ef ég bóka af upphafssíðu hjá t.d. Europcar.com, þá fæ ég daginn á 12.500kr.- í Kaupmannahöfn frá 1.Júní til 2.Júní, en 16.600kr.- hérna á Íslandi fyrir sama tímabil...  og ef ég nota dohop.is, þá fæ ég bíl hér heima á 8.700kr.- á meðan hann kostar 5.500kr.- á sama tíma í kaupmannahöfn

Rögnvaldur Már Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 2.2.2015 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband