Sérkennileg ófærð í fyrradag.

Hún var svolítið sérkennileg "ófærðin" milli Norðurlands og Borgarfjarðar nú fyrir helgina þegar 400 manns urðu strandaglópar ( "trapped") í Hrútafirði vegna þess að ófært var um Holtavörðuheiði, sem liggur upp í 407 metra yfir sjávarmál. 

Þegar fréttamaður spurði af hverju Laxárdalsheiði sem er helmingi lægri yfir sjó en Holtavörðuheiði, eða 200 metrar, var svarið það að Brattabrekka, sem er álíka há og Holtavörðuheiði, (400 m) , hefði hvort eð er verið ófær. 

Fréttamaðurinn fattaði greinilega ekki að spyrja hvers vegna umferðinni hefði þá ekki verið beint um Heydal í staðinn fyrir Brattabrekku, en sú leiðin um Heydal nær aðeins upp í 165 metra hæð.

En kannski vissi enginn, hvorki teppta fólkið, fréttamaðurinn eða Vegagerðin um þennan fjallveg, ef fjallveg skyldi kalla, því að 165 metra hæð er aðeins 20 metrum hærri en Vatnsendahæð.  


mbl.is Ófærð seld til margra landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll félagi, bæði ég og Vegagerðin þekkjum vel til Heydalsins, en það var í raun ófært um Laxárdalsheiði, ekki vegna snjóa fara heldur vegna mikillar hálku og hávaðaroks og hviða. Það hefði verið algert óráð að senda mörg hundruð manns þá leið á þessum tímapunkti, en veðrið gekk niður um nóttina. Það er næsta víst að nokkrir bílar í mikill lest og lélegu skyggni, í hviðuveðri hefðu fokið út af á heiðinni. Þeim hefði þá þurft að bjarga á einn eða annan hátt. Eins er erfitt að stýra öllu þessu fólki um Heydalinn og vel hugsanlegt að hafi menn komist yfir Laxárdalsheiðina hefðu einhverjir lagt í hann í átt að Bröttubrekku. Þess utan þá voru einhverjir flutningabílar að bíða sem hafa átt í erfiðleikum með heiðina sem hjáleið, hún er jú allt annars konar vegur en Holtavörðuheiðin. Það eru breyttir tímar og þessar hjáleiðir okkar nýtast ekki eins vel, nú er einfaldlega betra að bíða af sér veðrin, betra fyrir vegfarendur að ekki sé talað um björgunarsveitarmenn.

G. Pétur Matthíasson (IP-tala skráð) 2.2.2015 kl. 21:44

2 identicon

sjá hér http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/9877

G. Pétur Matthíasson (IP-tala skráð) 4.2.2015 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband