Þetta fer að verða þreytandi.

Nýjabæjarfjall milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar og hálendið þar í kring nær í meira en þúsund metra hæð yfir sjó inni undir miðju hálendinu. Þar getur verið sérlega illviðrasamt og Jónas Hallgrímsson lenti í hremmingum þar að sumarlagi og beið þess aldrei bætur.

Að vera á ferð án skjóls við Urðarvötn í einu af mestu fárviðrum vetrarins sem þar að auki var margspáð dagana á undan er rugl.

Það er að vísu á færi vönustu fjallamanna á góðum og hlýjum jöklafarartækjum að bíða af sér svona veður ef þeir eru vel búnir vistum, tækjum og búnaði. 

En það fer að verða þreytandi hvernig ekkert lát virðist vera á uppákomum af því tagi sem nú dynja yfir björgunarsveitir landsins í hverri viku og jafnvel oft í viku. 


mbl.is 50 manns í björgunaraðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Að erlendir  ferðamenn geti ástundað sér til gamans það sem innfæddum (til uþb 1200 ára)  hafa ekki látið sér detta í hug á þessum árstíma - nema í neyð - er auðvitað rugl.  Líkt og þú segir Ómar.  

Það er varla hægt að ætlast til þess að frábærar íslenskar björgunarsveitir séu í sjálfboðavinnu líka fyrir "heiminn".    Þ.e. erlenda afþreyingu.

Hlutalausn væri að öll svona lengri ferðalög yrðu skráningarskyld og kaupa þyrfti tryggingu.   Aukið skrifræði og allt það,en svona getur þetta varla gengið.  Gæfist þá lika tækifæri til að fá fólk ofan af svona vitleysu með spár og veðurfar eins og gerist nú þessi dægrin.

P.Valdimar Guðjónsson, 26.2.2015 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband