Virðingarverð viðleitni.

Þegar gallar einhvers fyrirbæris eins og efnahags- og fjármálakerfis heimsins blasa við, er það virðingarverð viðleitni að leita að möguleikum til þess að bæta það. 

Og þeir gallar, sem núverandi peningakerfi býr við, eru svo stórir og svo svakalegir, að það er eftir miklu að slægjast. 

Þeir komu í ljós í fjármálakreppunni 2008 þar sem stjórnmálakerfi heimsins reyndist um megn að ráða við fjármálakerfið, svo háð sem þjóðlífið allt var orðið hinu alþjóðlega veldi að tala mátti um auðræði frekar en lýðræði í svonefndum lýðræðislöndum.

Það er haft eftir Winston Churchill,-  en einhver annar gæti svo sem hafa sagt það áður, - að lýðræðið væri alveg skelfilega gallað en samt hefði ekkert skárra fundist.

Engu að síður eiga menn aldrei að gefast upp við að reyna að bæta úr göllum þess eftir föngum.

Margar hugmyndir um þjóðfélagskerfi hafa litið vel út á pappírnum en reynst herfilega. Gott dæmi er kommúnisminn.

Enginn veit með fullri vissu hvort hugmyndir um þjóðpeninga gæti gengið upp í einhverri mynd.

En sú viðleitni er virðingarverð og í það minnsta athyglisverð að ráða einhverja bót á augljósum og stórfelldum göllum auðræðis nútímans, þeirra á meðal hvernig bankakerfið getur stjórnað peningamagni í umferð og ýkt hagsveiflur eins og dæmin sanna og hvernig hið alþjóðlega auðræði stórfyrirtækja hefur aukið á misrétti í heiminum. 

Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig á að prófa kenninguna um þjóðpeningakerfi. 

Þar gæti hnífurinn staðið í kúnni. 

 


mbl.is Eins og að nota fallbyssu á rjúpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fimm fjölmennustu trúarbrögð heims (tölurnar eru fjöldi fylgjenda):

        Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 12:09

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband