Hví ætti ESB að hafa eitthvað með fríverslunarsamninga okkar að gera?

Allt frá því að Íslendingar gerðu fríversluarsamning við Kína hefur heyrst kyrjaður söngur um það að bæði sé sá samningur tóm steypa og líka frekari fríverslunarsamningar okkar, af því að aðildarríki ESB megi ekki samkvæmt reglum sambandsins gera slíka samninga, heldur geri ESB slíka samninga fyrir aðildarríki sín. 

En nú erum við ekki í ESB og hvers vegna ætti sambandið þá eitthvað að hafa með fríverslunarsamninga okkar að gera?

Enda hefur sambandið ekkert gert varðandi fríverslunarsamning okkar við Kína.  

Hvort sem menn hafa áhuga á því að ganga í ESB eða ekki hljóta ríki utan sambandsins eins og Ísland að hafa rétt til fríverslunarsamninga við hvaða ríki sem er, jafnt utan ESB eða jafnvel við ESB sjálft.

Í þeirri stöðu erum við og það eina sem gæti breytt því væri að vera orðnir að aðildarríki.

En það er nú ekki aldeilis komið að því ennþá, sýnist manni. 

Og ef svo færi að við gengjum í ESB, gildir það sem Danskurinn segir: Den tid, den sorg.   

Enda rígheldur fríverslunarsamningurinn við Kína!


mbl.is Vilja fríverslunarsamning við ASEAN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg óvanalega léleg rök hjá þér Ómar!

Á meðan Samfylkingin reyndi að telja landsmönnum trú um að rífandi gangur væri í aðildarviðræðum (sem í raun voru strandaðar aðlögunarviðræður) þá vann hún að fríverslunarsamningi við Kína. 

  Hefði sá gangur verið á meintum aðildarviðræðum sem sagt var og með næstum helmingslíkum á inngöngu þá var

A. Peninga og tímaeyðsla að standa í samningum við Kína úr því svo stutt var í mögulega inngöngu í ESB eða á hinn veginn,

ef menn töldu sig strand í aðlögunarviðræðum

B.Peninga og tímaeyðsla að standa í aðlögunarviðræðum ef menn höfðu ekki meiri trú á þeim en þetta.

Hvorugur kosturinn ber vitni ráðdeildarsemi í meðferð almannafjár.

Að standa að gerð fríverslunarsamninga í dag sýnir að menn hafa ekki trú á aðlögunarferli því sem þó er hrópað á götum um að þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu til, þ.e. kjósa um að ESB eigi að sætta sig við fyrirvarana sem settir voru varðandi sjávarútveginn. ;-) 

Þetta er eiginlega allt jafn snargalið lið!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.4.2015 kl. 22:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007:

"Evrópusambandið hefur í dag stærsta net viðskiptasamninga í heiminum og nýtur þess í sínum samningum að vera ekki aðeins stærsti einstaki viðskipaaðili heims, heldur einnig sá aðili sem hefur stærstan innri markað og sá aðili sem veitir meira en helming allrar þróunaraðstoðar í heiminum."

Þorsteinn Briem, 1.4.2015 kl. 22:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aukin samskipti EFTA við lönd utan Evrópusambandsins (stundum kölluð "þriðju lönd") hófust í raun þegar í lok kalda stríðsins árið 1989 þegar ESB hóf að gera svonefnda Evrópusamninga við Austur- og Mið-Evrópulöndin."

Fríverslunarsamningar Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) við lönd utan Evrópusambandsins

Þorsteinn Briem, 1.4.2015 kl. 23:09

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.4.2013:

"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."

"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.

Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."

"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."

Þorsteinn Briem, 1.4.2015 kl. 23:27

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.12.2012:

"
Ég trúi því að það þjóni bæði hagsmunum Íslands og Evrópusambandsins að ljúka þessum samningaviðræðum,"segir Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, um aðildarviðræður Íslands að sambandinu.

"Við munum taka mið af ýmsum sérhagsmunum Íslands
... og vonandi felast næstu skref í því að við fáum tækifæri til að kynna endanlegan samning fyrir íslensku þjóðinni, þannig að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun."

Þorsteinn Briem, 1.4.2015 kl. 23:29

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.3.2014:

"Matthias Brinkmann sendiherra Evrópusambandsins segir að ESB setji engan þrýsting á ríkisstjórn Íslands um að ákveða hvort hún vilji halda áfram aðildarviðræðum eða slíta þeim."

"Matthias segir fordæmi fyrir því að ríki hafi sett aðildarviðræður í bið í ótiltekinn tíma og bendir á Möltu sem dæmi þar sem aðildarumsókn hafi legið óhreyfð í gegnum ríkisstjórnarskipti.

Hann segir að aldrei sé þrýst á umsóknarríki að taka ákvörðun."

""Það er algjörlega undir Íslandi komið að ákveða þetta og við komum ekki nálægt slíku," segir Matthias."

Enginn þrýstingur af hálfu Evrópusambandsins

Þorsteinn Briem, 1.4.2015 kl. 23:32

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.11.2010:

"Sem tékkneskur ríkisborgari hef ég reynslu af stækkun Evrópusambandsins þegar land mitt gerðist aðili að Evrópusambandinu," segir Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, um aðildarviðræður Íslands að sambandinu.

"Það ferli kallar á upplýsingamiðlun og víðtæk skoðanaskipti sem byggjast á staðreyndum og tölum, fremur en á ótta eða goðsögnum."

Þorsteinn Briem, 1.4.2015 kl. 23:35

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.3.2014:

"Matthias Brinkmann sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi segir sambandið reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Ísland áfram þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það.

Ákvörðun um næstu skref í málinu sé alfarið Íslands:"

"The decision on what should happen regarding the future of Iceland's membership application is entirely up to Iceland.

The EU does not interfere in the Icelandic decision-making process.

The EU would be ready to continue the accession negotiations if and when Iceland decides to do so
, but will acknowledge whatever decision Iceland takes in the matter.""

Evrópusambandið tilbúið þegar og ef Ísland vill halda viðræðum áfram

Þorsteinn Briem, 1.4.2015 kl. 23:40

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er þingræði og ríkisstjórnin er ekki Alþingi.

Og Alþingi hefur ekki veitt utanríkisráðherra umboð til að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

Skýringar við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Þorsteinn Briem, 1.4.2015 kl. 23:48

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 1.4.2015 kl. 23:49

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 1.4.2015 kl. 23:51

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 1.4.2015 kl. 23:52

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 1.4.2015 (í dag):

Píratar 22%,

Samfylking 16%,

Björt framtíð 11%,

Vinstri grænir 10%.

Samtals 59% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 36% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 1.4.2015 kl. 23:54

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakönnun Gallup 1.4.2015 (í dag):

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars

Þorsteinn Briem, 1.4.2015 kl. 23:55

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég botna ekkert í Þér Ómar, segi og skrifa, mér finnst þú eins og umskiptingur, eins og á dáist að þér sem umhverfissinna, þá bara get ég ekki skilið þína pólitík, sorrý. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2015 kl. 23:56

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enginn veit hvort eða hvenær kæmi til inngöngu Íslands í ESB. Kannski aldrei. Kannski í fyrsta lagi eftir 4-5 ár. 

Það er fullkomlega eðlilegt að við leitum annarra kosta á meðan í stað þess að ekkert megi hreyfa sig út af því sem ekki er vitað hvort eða hvenær gerist. 

Ef til atkvæðagreiðslu um inngöngu kæmi myndi þjóðin meta stöðuna eins og hún yrði þá og vega og meta kosti þess árangurs sem náðst hefði utan ESB og vega þá saman við þá kosti sem aðildarsamningur byði upp á. 

Ómar Ragnarsson, 2.4.2015 kl. 00:13

19 identicon

En að líta á hina hliðina á peningnum

hversvegna vill ESB fá Ísland í sambandið?

Hvaða hagsmuni hafa ríki ESB að ráða yfir litla Íslandi

Grímur (IP-tala skráð) 2.4.2015 kl. 02:38

20 identicon

EBE á sínum tíma framkvæmdi viðskiptaþvinganir á hendur Nýsjálendingum (lesist lambakjöt), því þeir gerðu þau herfilegu mistök að handsama Franska leyniþjónustumenn sem sökktu skipinu Rainbow Warrior í Nýsjálenskri höfn. Dallurinn var þarna í pásu eftir að hafa verið að reyna að stöðva kjarnorkutilraunir á Mururova.....
Meiri englarnir....

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.4.2015 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband