Túrbínutrixið siðlausa eina ferðina enn.

Eina ferðina enn ætla menn að nota "túrbínutrixið" til þess að koma sínum málum fram, böðlast áfram og saka síðan aðra um að hafa "eyðilagt verðmæti" með því að andæfa offorsinu. 

Ef einhver hefur ekki heyrt áður, hvað túrbínutrixið var, fólst það í því að stjórn Laxárvirkjunar festi kaup á túrbínum í stórfellt stækkaða Laxárvirkjun án þess að hafa áður haft samband við landeigendur eða gengið frá því sem þurfti til að sökkva Laxárdal og veita síðar Skjálfandafljóti yfir í Kráká og Laxá við suðvesturenda Mývatns. 

Með því að kaupa túrbínurnar átti að stilla andófsfólki upp við vegg og saka það um að "eyðileggja verðmæti" ef virkjunin risi ekki, en verðmætin fólust í hinum dýru túrbínum og öðrum fjárútlátum Laxárvirkjunar.

Túrbínutrixið er í fullum gangi enn í Helguvík, þar sem gerðir voru samningar 2007 við þrjá af um það bil minnst tólf aðilum, sem semja þurfti við, til að álver gæti risið, tekin fyrsta skóflustunga og hafin bygging kerskálans. 

Í ljós kom árið eftir, að til þess að álverið gæti borið sig, þyrfti að búa til keðju virkjana og virkjanamannvirkja allt frá Reykjanestá upp á mitt hálendið og austur í Skaftafellssýslur. 

Nefna má fleiri dæmi eins og það þegar milljörðum var veitt í framkvæmdir vegna Fljótsdalsvirkjunar áður en búið var að ganga frá málum og þetta gert til að stilla mönnum upp fyrir gerðum hlut. Látið var í veðri vaka að álverið ætti að verða 120 þúsund tonn, en síðan allt í einu sagt, að það væri ekki hægt að hafa það svona lítið, - það þyrfti að verða minnst 340 þúsund tonn, sem þýddi mestu óafturkræfu neikvæðu umhverfisáhrif, sem hægt var að framkvæma á Íslandi. 

Nú á að böðlast áfram með sama hætti á Hlíðarendareitnum til þess að stilla mönnum upp við vegg á þann hátt, að búið sé að eyða svo miklu í framkvæmdir, að ekki megi stöðva þær. 

Þetta á að gera á sama tíma og ólokið er vinnu svonefndrar Rögnunefndar sem á að leita endanlegrar lausnar á fyrirkomulagi flugvallamála á höfuðborgarsvæðinu. 

Hve lengi eiga menn að komast upp með það að farið sé fram með offorsi og hinu siðlausa túrbínutrixi sé beitt æ ofan í æ. 


mbl.is Framkvæmdir hafnar á Hlíðarenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Arnar Kristinsson

Túrbínutrix! Þetta er nákvæmlega orðið! ;-)

Pétur Arnar Kristinsson, 13.4.2015 kl. 11:41

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rögnunefndin byggist engan veginn á því að innanlandsflugvöllur eigi að vera á nákvæmlega sama stað og hann hefur verið í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 13.4.2015 kl. 12:43

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkomulagið sem hin svokallaða Rögnunefnd byggist á:

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 13.4.2015 kl. 12:45

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.

Þorsteinn Briem, 13.4.2015 kl. 12:49

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 13.4.2015 kl. 12:50

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.2.2012:

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur


"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."

Þorsteinn Briem, 13.4.2015 kl. 12:51

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.

Reykjavíkurborg ræður því einnig hvort fyrirferðarmikil aðflugsljós á stálbitum fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar yrðu reist á útivistarsvæði Reykvíkinga vestan Suðurgötu.

Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.

Þar að auki er svæðið við suðurenda norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:

Þorsteinn Briem, 13.4.2015 kl. 12:52

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirskriftir um Reykjavíkurflugvöll árið 2013 voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.

Þar að auki voru þessar undirskriftir langt frá því að vera eingöngu undirskriftir Reykvíkinga og undirskriftasafnanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram varðandi Reykjavíkurflugvöll.

Og ekki er kosið um nákvæmlega sama mál þar til einhverjir verða ánægðir með niðurstöðuna.

"78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.

Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 13.4.2015 kl. 12:54

9 identicon

(Rögnu)tengill á dag kemur skapinu í lag! 

ls (IP-tala skráð) 13.4.2015 kl. 12:57

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.9.2013:

"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.

Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.

En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23 prósent kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."

Þorsteinn Briem, 13.4.2015 kl. 12:57

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætlunin er að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu, þar af um 200 svokallaðar stúdentaeiningar og 50% íbúðanna verða tveggja herbergja en um 20% þriggja herbergja.

Árið 2013 voru opnaðir stúdentagarðar, Sæmundargarðar, við Háskóla Íslands fyrir um 300 stúdenta og reistir verða stúdentagarðar á milli Nauthólsvegar og Öskjuhlíðar í nágrenni Háskólans í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 13.4.2015 kl. 12:58

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.

Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65

Þorsteinn Briem, 13.4.2015 kl. 13:01

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bílastæði á Vatnsmýrarsvæðinu verða mörg neðanjarðar, enda taka bílastæði mikið og dýrt pláss ofanjarðar og ekki myndu margir vilja búa í gluggalausum kjallara, þannig að sjálfsagt er að nota þá sem bílastæði.

Og margir þeirra sem nú aka langar leiðir í vinnu til að mynda á Landspítalanum, stærsta vinnustað landsins, í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands munu væntanlega kaupa íbúðir á Vatnsmýrarsvæðinu.

Þannig
geta þeir sparað kaup og rekstur á einum bíl á heimili í stað tveggja, sem þýðir einnig að minna pláss þarf undir bílastæði en ella á Vatnsmýrarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 13.4.2015 kl. 13:02

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hlutfallslega flestir svarendur í Reykjavík vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum, borið saman við núverandi búsetu, samkvæmt könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013.

Um helmingur svarenda býst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára.

Um 87% reikna með að flytja innan borgarinnar og þar af um helmingur innan sama hverfis.

Af nýbyggingasvæðum er miðbærinn vinsælastur og næst kemur Vatnsmýri.

Þorsteinn Briem, 13.4.2015 kl. 13:03

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Andstaða sumra við flutning innanlandsflugsins af Vatnsmýrarsvæðinu er þannig að þeir munu aldrei samþykkja flutninginn.

Og eins víst að vinna við gerð nýs flugvallar hefjist ekki fyrr en ný ríkisstjórn tekur hér við völdum, í mesta lagi eftir tvö ár.

Þorsteinn Briem, 13.4.2015 kl. 13:11

16 identicon

Ragna var trix.  Hún virkaði.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.4.2015 kl. 13:27

17 identicon

Mér sýnist nú hlutirnir vera svo að andstæðingar flutningsins hafi nær öll rök og þekkingu með sér.

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.4.2015 kl. 16:41

18 identicon

Vatnsmýrin verður farin undir sjó innan 50 ára.

GB (IP-tala skráð) 13.4.2015 kl. 19:54

19 identicon

Við hinn endann á neyðarbrautinni stendur mikið til. 3000-3500 manna byggð á litlu svæði. Á kynningarfundi með íbúum Skerjafjarðar kom fram að þetta myndi valda algjöru öngþveiti á svæðinu, sem yrði ekki leyst nema með lokun flugvallarins. Þá glotti Dagur....

Flugmundur (IP-tala skráð) 13.4.2015 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband