Ekki "vetraraðstæður" í níu daga en samt smá von.

Næstkomandi miðvikudag, 23. apríl gætu komið slydduél. Þá verða liðnir níu dagar síðan það hvítnaði síðast í borginni. Meðalhitinn 23. apríl í Reykjavík er 3,7 stig eða um 5-6 stig að deginum og hlýnar að meðaltali um eitt stig í hverri viku eftir það. 

Það á því ekki að vera nein þörf fyrir meðaljóninn til að berja göturnar með negldum hjólbörðum og viðhalda með því sliti á götunum, tjöruleðju og svifryki.

Vegna þess hve seint svo margir taka við sér, verður örtröð á hjólbarðverkstæðum þegar loksins er útséð um að "vetrarástand" geti myndast, þótt jafnvel sé ekki nema brot úr degi, og það veldur aftur því að lögreglan verður að halda að sér höndum og sýna skilning á því hve seinlega gengur að "afnegla" bílaflotann.   


mbl.is Ekki sektað í vetraraðstæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband