Framtíðin er Maríu. Lagið féll, ekki hún.

Í næstu bloggfærslu á undan þessari er rökstutt, að kreist var út úr laginu Unbroken það sem hægt var og að engin leið hefði verið að koma því betur á framfæri en gert var. Lagið féll, ekki María. 

Á hennar aldri finnst manni stundum þegar allt gengur ekki upp, að það sé eins og heimsendir.

En lífið er yfirleitt rétt að byrja á þessum fyrstu árum ævinnar og enginn fer í gegnum lífshlaupið án þess að þurfa að takast á við mótlæti. Framundan eru ótal áskoranir sem takast þarf á við og vinna sigra. 

Meistari sannar sig ekki endanlega með sigrum, heldur því hvernig hann tekur ósigrum og vinnur úr þeim. Það á María Ólafsdóttir að geta gert. 

Hæfileikar hennar eru ótvíræðir og nú er bara að fara með æðruleysibænina og halda áfram.

Það var óraunhæft fyrir okkur Íslendinga að treysta því að við gætum endalaust komist í topp tíu í útsláttarkeppninni og haldið áfram. Gaman væri að Eurovisionspekingarnir segðu okkur hve mörg þátttökulönd eiga slíkan feril síðan 2008. Duttu ekki bæði Danir og Finnar núna?  

Áfram María! Þú átt framtíðina fyrir þér!  


mbl.is „Ég söng af mér rassgatið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Ung stúlka, óreynd og það kom berlega í ljós á sviðinu. Hún var mun betri á kraftinum en á rólegu köflunum, en þar virtist stressið vera talsvert og röddin óstyrk.

Burtséð frá því þá á María eftir að gera góða hluti og allt satt og rétt sem hún segir í sinni færslu, dýpri gerast laugarnar varla.

Riðillinn að þessu sinni fannst mér líka óvenju sterkur, margt góðra laga og flottir tónlistarmenn....við áttum lítinn séns.

Ellert Júlíusson, 22.5.2015 kl. 08:27

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

María stóð sig fjarska vel, ekki síst miðað við og innan um hina austur-evrópsku nýtónlistarhefð og smekk þarlendra kjósenda.

Kristinn Snævar Jónsson, 22.5.2015 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband