Er þetta mikill slysakafli?

Spurningin varðandi veginn um Þingvallaþjóðgarð hlýtur að vera sú hvort slysatíðni á veginum hafi verið óeðlilega mikil. 

Sé svo, þarf að greina, hvers vegna. Sé hún mikil kann það að stafa af því að hraðatakmörk, sem eru 50 km/klst, séu ekki virt.  

Áður en vaðið er af stað með breikkun vegarins mætti því athuga hvort notkun hraðamyndavéla geri ekki sama gagn og vegaframkvæmdir.

Maður hélt að Vegagerðina vantaði um þriðjung fjár sem þarf til að viðhalda þeim vegum sem komnir eru en eru að drabbast meira og meira niður með tilheyrandi skerðingu á öryggi fyrir vegfarendur.  

 


mbl.is Óttast rask við vegabætur í þjóðgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það væri leitt ef allir þessir gömlu hlykkjóttu vegir þyrftu að hverfa vegna útlendinga og stressaðra Íslendinga. 

Þessa vegi er gaman að keyra í rólegheitum á góðviðrisdögum, þangað til stressliðið fær andateppu. 

Auðvita verður rask við að leggja nýjan veg, enda þykir mér ekki líklegt að þessi gamli vegur verði bara lagfærður á stöku stað.  

Hrólfur Þ Hraundal, 26.5.2015 kl. 12:31

2 identicon

Held að Hrólfur geti verið óhræddur, vegakerfið á Vestfjörðum er friðað.  Að vísu aðeins lengra þangað frá Reykjavík en á Þingvelli.

ls (IP-tala skráð) 26.5.2015 kl. 15:04

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það mætti líka gera veginn enn erfiðari til aksturs með þrengingum á nákvæmlega hárréttum stöðum og halda þanngi athygli og einbeitingu ökumanna í hámarki. Þanning mætti halda öllum beygjuum og fallega umhverfinu óröskuðu. Hraðinn minnkar væntanlega ef þetta er rétt gert.

Birgir Þór Bragason, 26.5.2015 kl. 17:59

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eftir langa vanrækslu sá ég ekki betur á leiðinni til og frá Patró fyrir nokkrum dögum að þverun Mjóafjarðar sé í fullum gangi og þverun Kjálkafjarðar kláruð með bundun slitlagi þannig að "friðunin" er ekki í gildi á því svæði um þessar mundir. 

Göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar hefðu átt að vera komin fyrir mörgum árum sem og lagfæring á Dynjandisheiði. 

Ómar Ragnarsson, 27.5.2015 kl. 00:19

5 identicon

Jújú þetta mjakast allt þarna fyrir vestan þó gangurinn hafi verið svo hægur að mörgum (sérstaklega heimamönnum) hafi fundist vegirnir hreinlega friðaðir. Og svo kom góð frétt í dag:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/05/27/tekin_aftur_til_umhverfismats/

Varðandi þingvallaveginn; eru ekki notaðar hraðahindranir hér innanbæjar til að halda mönnum við efnið?

ls (IP-tala skráð) 27.5.2015 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband