Vandinn, sem samningatilraunin nú býr til í leyni.

Ef Ísland væri afmarkað atvinnusvæði þannig að réttindi til starfa hér á landi giltu hvergi annars staðar, væri ekki mikið vandamál að fá háskólamenntaða Íslendinga til að samþykkja að taka laun allt niður í aðeins 6% hærri laun en lágmarkslaun fyrir vinnu, sem enga menntun þarf. 

En það segir Páll Halldórsson að sé nú í spilunum varðandi tilboð ríkisins í vinnudeilunni við BHM.  

En verði sú raunin er samt ekki víst að einstaklingur, sem getur treyst á það að fá vinnu með lágmarksmánaðarlaunum muni í framtíðinni hafa áhuga á því að fara út í margra ára framhaldsnám eftir grunnskólanámið til þess eins að bera 6% hærri laun úr býtum. 

Það yrði nefnilega ekki framkvæmanlegt að skylda ákveðinn fjölda fólks til að fara út í það nám og störf sem þjónar þeirri þörf sem þarf að fullnægja.

Nema að engar kröfur verði gerðar til að heilbrigðiskerfið og fleiri atvinnusvið sem krefjast háskólamenntunar séu með starfsfólk með sambærilega menntun og gerðar eru kröfur til í samkeppnislöndunum.

Já, samkeppnislöndunum. Því að meðan Ísland er hluti af alþjóðlegu atvinnusvæði keppa löndin innan þess atvinnusvæðis um vinnuafl.

Nefna má ótal ártöl kjarasamninga svo sem 1942,1952, 55, 63, 64, 65, 77...o.s.frv allt til ársins í ár þar sem í gangi voru víxlverkanir kaupgjalds og verðlags, sem fengu afl sitt í því að ákveðin skilyrði voru sett varðandi hækkanir verðlags, sem ekki var hægt að standa við.

Nú ætla menn að reyna í eitt skipti enn að semja um lágmarklaun og önnur laun, sem ekki setji í gang svipaða þenslu- og verðbólguskrúfu og ævinlega hefur farið í gang fram síðustu 70 ár við svipuð skilyrði.

Vonandi tekst það, en spurningin er hvaða aðrar ástæður í kjaramálum séu nú en verið hafa síðustu 70 árin.

Ef niðurstaðan núna verður sú að launahækkanir munni brenna upp á þenslu- og verðbólgubáli sjá læknar og aðrar hliðstæðar stéttir fram á það að launahækkanir þeirra brenni líka upp.

Nú þegar á heilbrigðiskerfið í vök að verjast vegna flutninga fólks úr landi til annarra landa og á ýmsum sviðum þess er það að síga niður fyrir það sem gerist erlendis, - er að missa ástæðu þess hróss að það standi jafnfætis því besta erlendis.

Ísland er á stóru alþjóðlegu atvinnusvæði þar sem það skiptir sköpum um velferð og búsetu að hafa á að skipa vel menntuðu og hæfu samkeppnisfæru vinnuafli á öllum sviðum.

Fólk vill ekki búa við annars flokks skilyrði á borð við þau sem eru í vanþróuðum og fátækum þjóðfélögum. 

 

Sé grundvellinum kippt undan samkeppnishæfni íslensks samfélags liggur sá vandi í leyni, að ekki aðeins vel menntað kunnáttufólk flytji úr landi, heldur bresti á allsherjar fólksflótti sem vindi upp á sig í geigvænlegum vítahring fólksfækkunar.   


mbl.is Ljósmæður leita út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband