Hvenær ætla menn að hætta þessu?

Um miðja síðustu öld kom það hvað eftir annað fyrir, að deilur um rjúpuna voru það mál sem tók einna mestan tímann í umræðum á Alþingi. 

Ég held að enginn muni lengur hvers vegna þetta var svona, hvernig var deilt um rjúpuna eða hvernig þetta fór á endanum, nema að það er staðreynd að rjúpan hefur verið veidd á hverju hausti áratugum saman, mismunandi mikið þó. 

Erfitt er að hafa tölu á því hve oft hafa verið borin fram frumvörp um að setja vínsölu í búðirnar og taka hana frá Ríkinu. 

En aldrei breytist neitt í þeim málum, sem betur fer. 

Nú er kvartað yfir því að fá þingmannafrumvörp fáist rædd en mikið væri nú gott ef þetta eilífðar vonlausa frumvarp hætti að flækjast fyrir mönnum á þingi og menn hættu þessu einhvern tíma. 


mbl.is Frumvarp um vín í búðir ekki afgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, og sumir telja umhverfisverndarsinna fara offörum í stöðugum kærum og kröfum um ný umhvrefismöt, mótmælum og lögbrotum og að þvælast fyrir mönnum. Hvenær ætla þeir að hætta?

Sem betur fer þá ræður ekki þín persónulega skoðun hvaða mál þingmenn fá að leggja fram. Og þú verður bara að sætta þig við það og þola, að það hafa ekki allir sömu sannfæringar og þú.

Hábeinn (IP-tala skráð) 30.6.2015 kl. 01:03

2 identicon

Á meðan sjúklingar fá úrelt lyf þá fá starfmenn ÁTVR sumargjafir.  Endilega stöndum vörð um óbreytt ástand. Sem betur fer fengu þeir brækurnar sínar í ár.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.6.2015 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband