Ekki veitir af, - en óþarfi að gera nýjan flugvöll.

Ekki veitir af að stækka flugstöðina á Keflavíkurflugvelli og önnur mannvirki þar.

En sú röksemd Rögnunefndarinnar fyrir því að gera nýjan millilandaflugvöll í Hvassahrauni er fráleit. 

Þrátt fyrir mikla flugumferð um Keflavíkurflugvöll er hún minni en á sambærilegum flugvöllum erlendis og því þarf ekki að fjölga flugbrautum, heldur öðrum mannvirkjum í tengslum við völlinn. 

Og besti og ódýrasti staðurinn fyrir þau er auðvitað á sjálfu flugvallarsvæðinu, en ekki á nýjum stað þar sem þarf að gera nýjan flugvöll með öllum þeim viðbótartækjum og tólum sem þarf til að slíkur völlur sé nothæfur. 

Hugmyndin um að gera nýjan flugvöll í Hvassahrauni vegna aukin fjölda fólks í flugi er svona álíka viturleg eins og að reisa nýja borg 20 kílómetra frá Reykjavík, af því að það þurfi hvort eð er reisa hús fyrir þann fjölda fólks, sem mun annars bætast við borgarbyggðina á svæðinu frá Völlunum í Hafnarfirði upp í Grafarvog. 

 


mbl.is Stækka flugstöðina um 8.700 fermetra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eins og ég skil málið, Ómar, er tillaga um flugvöllinn í Hvassamýri sett fram sem tillaga að aflagningu Reykjavíkurflugvallar. Eitt af hlutverkum flugvallarins í Reykjavík er að geta tekið á móti millilandaflugvélum þegar flugskilyrði á Keflavík eru með þeim hætti að þar er ekki lendalegt.

Hvort Hvassahraun geti tekið við því hlutverki þekki ég ekki, en myndi telja að ef flugskilyrði í Keflavík eru slæm, megi gera ráð fyrir litlu betri skilyrðum í Hvassahrauni.

Hitt er svo anað mál, að Reykjavíkurflugvöllur getur illa tekið við þessu verki, bæði vegna þess að flugbrautir eru full stuttar og aðstaða til að taka á móti farþegum af verulega skornum skammti.

Því væri kannski best, bæði til að auka þetta öryggishlutverk vallarins og eins ef flugmálayfirvöld telja getu Keflavíkurflugvallar vera komið að þolmörkum, að bæta flugvöllinn í Reykjavík, ásamt því að bæta móttöku fluggesta þar. Kannski mætti draga úr uppbyggingu Keflavíkurflugvallar um skeið og nýta féð til þeirra nota.

Þá þyrfti ekki að koma til atvik eins og undirritaður lenti í fyrir örfáum árum, um mitt sumar. Þegar komið var upp að landinu var þoka í Keflavík. Eftir hringsól yfir Faxaflóa í nær tvo tíma var loks lent í Reykjavík. Lendingin var vægast sagt hörð, vegna stuttra brauta. Eftir að lent hafði verið kom í ljós að fimm aðrar millilandavélar voru einnig lentar og útilokað að taka á móti öllum þessum fjölda farþega í land. Því hófst nú enn frekari bið, eða í rúma tvo tíma í viðbót, allt þar til flugskilyrði í Keflavík bötnuðu og hægt var að hoppa á milli flugvalla.

Þetta dæmi er als ekkert einsdæmi, einungis örfáar vikur síðan síðast kom í fréttir að lenda hefði þurft í Reykjavík, vegna slæmra skilyrða í Keflavík.

Umræðan í dag ætti ekki að vera um hvort flytja eigi Reykjavíkurflugvöll eða leggja hann niður, umræðan ætti að snúast um hversu mikið ætti að bæta Reykjavíkurflugvöll. Þá umræðu ætti borgarstjórn að leiða.

Hvaða borg sem er, var sem er í heiminum, myndi fagna því að eiga slíkan flugvöll, þar sem farþegar geta nánast gengið í miðbæinn. Slíkt væri talið sem ómetanleg hlunnindi, allstaðar annarstaðar en í borgarstjórn Reykjavíkur.

Gunnar Heiðarsson, 14.7.2015 kl. 08:55

2 identicon

Tek undir þessi orð Gunnars.

"Hvaða borg sem er, var sem er í heiminum, myndi fagna því að eiga slíkan flugvöll, þar sem farþegar geta nánast gengið í miðbæinn. Slíkt væri talið sem ómetanleg hlunnindi."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.7.2015 kl. 11:05

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.3.1986:

"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.

Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna
, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."

Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna


3.8.1988:


"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.

Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp.
"

Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni


16.10.1990:


"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.

Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.

Flugvél hrapaði í Skerjafjörð


23.4.1997:


"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.

Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."

Brotlenti við Suðurgötuna


9.8.2000:


"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."

Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík

Þorsteinn Briem, 14.7.2015 kl. 12:15

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef austur-vestur braut flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu yrð lengd til vesturs þyrfti brautin að liggja yfir núverandi Suðurgötu og útivistarsvæði Reykvíkinga vestan flugvallarins, þar sem nú eru meðal annars knattspyrnuvellir.

Og stúdentagarðar verða byggðir við austurenda brautarinnar.

Suðurgatan yrði að liggja undir brautina og göng fyrir gangandi, hjólandi og akandi fólk yrðu undir bæði austur-vestur brautinni og nýrri norður-suður braut, sem lægi einnig út í sjó og þá á milli núverandi austur-vestur brautar og núverandi norður-suður brautar.

Og ný og þétt íbúðabyggð, sem fljúga þyrfti yfir, meðal annars á Hlíðarendasvæðinu, yrði skammt norðan nýju norður-suður brautarinnar og hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.

Þorsteinn Briem, 14.7.2015 kl. 12:16

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 14.7.2015 kl. 12:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkomulagið sem hin svokallaða Rögnunefnd byggist á:

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 14.7.2015 kl. 12:18

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.

Reykjavíkurborg ræður því einnig hvort fyrirferðarmikil aðflugsljós á stálbitum fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar yrðu reist á útivistarsvæði Reykvíkinga vestan Suðurgötu.

Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.

Þar að auki er svæðið við suðurenda norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:

Þorsteinn Briem, 14.7.2015 kl. 12:27

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.

Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65

"78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.

Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 14.7.2015 kl. 12:31

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er ekkert náttúrulögmál að sami bær beri ávallt þann titil að vera höfuðborg og fráleitt algilt að stærsta þorpið fái þann heiðurssess yfir höfuð.  Held jafnframt að það sé þroskamerki að skipta á c.a. 100 ára fresti út höfuðborgum.

Ef höfuðborg vill ekki að þegnar landsins hafi eðlilegan aðgang að stjórnsýslu, skólum sjúkrahúsum og menningu, þá er bara að lýsa yfir sjálfstæði og afsala höfuðborgarréttindum annað.  Svo einfalt er það.  

Steini Briem er marg búinn að lýsa yfir vanþóknun sinni á landsbyggðarmönnum og þorri höfuðborgabúa eru sjálfsagt sammála honum í þessari vegferð hans gegn flugvellinum og aðgengi landsbyggðarinnar að höfuðborg sinni.

Í beinu framhaldi legg ég til eftirfarandi:

1. Leggja niður Reykjavíkurflugvöll.

2. Taka höfuðborgartitilinn af Reykjavík og flytja til Egilsstaða

3. Færa alla stjórnsýslu og helstu menntastofnanir með til Egilsstaða, sem nú eru heimilisfastar í Reykjavík

4. Byggja hátæknisjúkrahús á Egilsstöðum í nágrenni flugvallarins þar

5. Beina millilandaflugi í auknu mæli á Egilsstðaflugvöll

Fyrir þá 22 milljarða í annann flugvöll og annað eins í hátæknisjúkrahús erum við að tala um umtalsverðar upphæðir sem má leggja í nokkrar heilsugæslustöðvar í Reykjavík þegar búið er að byggja hátæknisjúkrahúsið á Egilsstöðum.  

Munið það, að það þarf ekki að byggja flugvöll á Egilsstöðum.  Það er góð sátt um það mannvirki hér.

Þá fá Reykvíkingar að upplifa þann sérstaka munað, að aka helsjúkir í öllum veðrum Reykjanesbrautina til Keflavíkur og fara í sjúkraflugi á bráðamóttökuna á Egilsstöðum.

Verða þá ekki allir glaðir, - eða hvað?

Benedikt V. Warén, 14.7.2015 kl. 17:22

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við erum samherjar í flugvallamálum, Benedikt, en samkvæmt skoðanakönnunum eru borgarbúar í Reykjavík ekki samferða Steina Briem í málinu, heldur eru innan við 30% á svipuðu róli og hann. 

Ómar Ragnarsson, 14.7.2015 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband