Þarf að taka tillit til lítillar sólarhæðar og kulda á Íslandi.

Sól er 25 gráðum lægra á lofti í Reykjavík en í helstu borgum á austurströnd Bandaríkjanna og í Suður-Evrópu og 15 gráðum lægri en í borgum norðar á meginlandi Evrópu og meðalhitinn á sumrin í Reykjavík er 5 til 15 stigum lægri.  

Af þessu leiðir að skuggar af háum byggingum hafa miklu meiri áhrif í Reykjavík en í fyrrnefndum borgum. 

Þetta sést til dæmis vel þegar gengið er niður Laugaveg að sumarlagi og skoðað, hvar helst er útilíf á gangstéttinni sólarmegin.r Það er helst þar sem húsin hinum megin við götuna eru lægst og mikinn hluta sumarsins er bæði kalt og dimmt á meirihluta götunnar. 

Margir aðdáendur hárra bygginga sækja það fast að hækka hús og byggja háhýsi og helst að hafa hús sem allra hæst alls staðar.

En það má ekki gerast þannig að dýrmæt götusvæði í borginni verði deydd í kulda og rökkri.  


mbl.is Vilja ekki hærri turn en 16 hæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki hefur undirritaður orðið var við að á Laugaveginum sé bæði kalt og dimmt á sumrin á íslenskan mælikvarða og þar er nú daglega mikið mannlíf báðu megin götunnar, allt frá Hlemmi niður að Bankastræti.

Hins vegar er eðlilegt að skuggalegt sé í Skuggahverfinu, þar sem nú er búsettur hinn skuggalegi mjólkureftirlitsmaður Guðni Ágústsson.

Þorsteinn Briem, 14.7.2015 kl. 21:09

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er rétt hjá þér Ómar svo sem margt annað.   En vantar ekki háhýsi sunnan við stóru gatnamótin, einsog   tildæmis Kringlumýrarbraut til að hlífa þeim sem aka í suður að þeim gatnamótum í grennd við miðjan vordag ?

Hrólfur Þ Hraundal, 14.7.2015 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband