70% brautarinnar er innan kerfis annarra brauta.

Aðeins 30% þriðju brautarinnar á Reykjavíkurflugvell er utan kerfis hinna brautanna, þar með taldar akbrautir fyrir þær.

Það er einungis brautarendinn í Skerjafirðinum sem stendur út fyrir brautakerfi hinna brautanna eins og glögglega sést á kortum og loftmmynum af vellinum. 

Þess vegna er grátlegt það ofurkapp sem lagt er á að koma þriðju brautinni fyrir kattarnef, meðal annars með því að raða helstu byggingum á Hlíðarendareitnum sem næst þversum fyrir aðflugið að brautinni í stað þess að endurskipulegggja reitinn og hafa þessar byggingar annars staðar í honum.

Auk þess er farið á svig við alþjóðlegar reglur um notkunarmörk brauta varðandi þær flugvélar sem nota þessa braut.   


mbl.is Áhættumat bíður næsta fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1.3.1986:

"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.

Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna
, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."

Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna


3.8.1988:


"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.

Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp.
"

Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni


16.10.1990:


"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.

Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.

Flugvél hrapaði í Skerjafjörð


23.4.1997:


"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.

Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."

Brotlenti við Suðurgötuna


9.8.2000:


"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."

Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík

Steini Briem, 14.7.2015 kl. 12:15

4 Smámynd: Steini Briem

Ef austur-vestur braut flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu yrð lengd til vesturs þyrfti brautin að liggja yfir núverandi Suðurgötu og útivistarsvæði Reykvíkinga vestan flugvallarins, þar sem nú eru meðal annars knattspyrnuvellir.

Og stúdentagarðar verða byggðir við austurenda brautarinnar.

Suðurgatan yrði að liggja undir brautina og göng fyrir gangandi, hjólandi og akandi fólk yrðu undir bæði austur-vestur brautinni og nýrri norður-suður braut, sem lægi einnig út í sjó og þá á milli núverandi austur-vestur brautar og núverandi norður-suður brautar.

Og ný og þétt íbúðabyggð, sem fljúga þyrfti yfir, meðal annars á Hlíðarendasvæðinu, yrði skammt norðan nýju norður-suður brautarinnar og hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.

Steini Briem, 14.7.2015 kl. 12:16

5 Smámynd: Steini Briem

Steini Briem, 14.7.2015 kl. 12:17

6 Smámynd: Steini Briem

Samkomulagið sem hin svokallaða Rögnunefnd byggist á:

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Steini Briem, 14.7.2015 kl. 12:18

7 Smámynd: Steini Briem

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.

Reykjavíkurborg ræður því einnig hvort fyrirferðarmikil aðflugsljós á stálbitum fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar yrðu reist á útivistarsvæði Reykvíkinga vestan Suðurgötu.

Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.

Þar að auki er svæðið við suðurenda norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:

Steini Briem, 14.7.2015 kl. 12:27

8 Smámynd: Steini Briem

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.

Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65

"78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.

Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."

Stjórnarskrá Íslands

Bara að spara copy paste vinnuna hans Steina..:)

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 16.7.2015 kl. 19:07

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Vitleysingurinn Steini Briem póstar alltaf sömu færslunum sem eru í tugi tali.

Friðrik Friðriksson, 16.7.2015 kl. 19:21

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk fyrir það, Sigurður K. Hjaltested.

Þorsteinn Briem, 16.7.2015 kl. 20:33

4 identicon

er steini brim  Dagur borgarstjóri?

Ari Hafsteins (IP-tala skráð) 16.7.2015 kl. 23:54

5 identicon

"... það er auðveldara fyrir ungt fólk að kaupa sér gamlan ódýran bíl og búa í úthverfi þar sem íbúðaverð er lægra, heldur en miðsvæðis vestan Elliðaáa þar sem það er hæst."

Fólk vill yfirleitt búa sem næst sínum vinnustað og spara þannig meðal annars mikinn tíma í ferðalög á milli heimilis og vinnustaðar, mikil bensínkaup, slit á bílum og jafnvel kaup á öðrum bíl á heimili.

Og flestir Reykvíkingar starfa vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.

Steinni Briem

Steini Briem (IP-tala skráð) 17.7.2015 kl. 02:14

6 identicon

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 29.1.2015:

"Mikil uppbygging framundan á Kirkjusandsreit:"

"Um helmingur byggingarmagns verður atvinnuhúsnæði, skrifstofur og þjónusta en við gerum ráð fyrir um 300 nýjum íbúðum á svæðinu og Reykjavíkurborg mun ráðstafa um 180 af þeim, meðal annars til eflingar leigumarkaðar."

Steini Briem

Steini Briem (IP-tala skráð) 17.7.2015 kl. 02:16

7 identicon

Ætlunin er að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu, þar af um 200 svokallaðar stúdentaeiningar og 50% íbúðanna verða tveggja herbergja en um 20% þriggja herbergja.

Steini Briem

Steini Briem (IP-tala skráð) 17.7.2015 kl. 02:17

8 identicon

Hef alltaf litið á höfuðborgarsvæðið sem eina heild, enda býr undirritaður rétt hjá mörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness og engu máli skiptir hér hvoru megin ég er búsettur.

Þar að auki býr undirritaður skammt frá mörkum þriggja kjördæma, Reykjavíkur suður, norður og Suðvesturkjördæmis.

Og hér skiptir heldur engu máli hvort ég bý á Seltjarnarnesi eða til að mynda í 101, 104, 107 eða 108 Reykjavík, enda hef ég búið í öllum þessum póstnúmerum.

Og öllum kjördæmum landsins.

S.B

Steini Briem (IP-tala skráð) 17.7.2015 kl. 02:19

9 identicon

Nei, Dagur er Steini Briem endurfæddur býr í 101. Uppáhalds matur er kópíeruð nýru með eplasósu. Bifreið Mercedes Paste. Áhugamál blogg fíkn hjá Ómari, uppáhalds bíómynd Groundhawk day (Dagur og strumparnir). Væntanleg atvinna leststjóri hjá Degi. Uppáhalds bók Dagur í sumarhúsum, uppáhalds ljóð, betri Dagur eftir holu Hjálmar, væntanleg búseta, Vatnsmýrarvegur 101 Hvassahrauni.

Brosið breitt á blautum Degi, hafið góðan Dag.

S. breik

S.Breik (IP-tala skráð) 17.7.2015 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband