Þarf meira af merkingum og eftirliti.

Það er ekki nóg að tala um utanvegaakstur og afleiðingar hans heldur þarf aðgerðir, sem kosta bæði peninga og mannskap. Merkingar. Utanv.akstur

Sumt af því sem þörf er á að gera er ekki endilega svo dýrt eins og sést á myndinni hér við hliðina, þar sem sést ódýrt skilti, sem sett hefur verið upp við leiðina. 

Sem dæmi má nefna að á svonefndri Þríhyrningsleið á Norðausturhálendinum, sem myndin er tekin á, getur víða verið freisting fyrir ókunnuga ferðamenn að aka út fyrir leiðina af ótta við vatnið sem er á henni.Utanvega akstur, Þríh,leið

En einmitt það getur komið mönnum í vandræði og þeir fest sig í stað þess að halda áfram klakklaust í förunum, þótt þau liggi í gegnum polla.

Og á nokkrum stöðum á þessari leið eru stór svæði við hliðina á leiðinni útspörkuð eftir bíla og sums staðar ljót ummerki eftir bíla, sem hafa fest sig.

Það hefur væntanlega gerst áður en merkingarnar voru settar upp. Utanvega akstur, merkingar 


mbl.is Láta ferðamenn laga til eftir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband