Lítið sem hundstungan finnur ekki.

Georg konungur Bretlands á stríðsárunum, vann sér aðdáun og virðingu þegna sinna fyrir það hvernig hann brást við loftárásum Þjóðverja og annarri áþján, sem á Bretum dundi í stríðinu og Elísabet dóttir hans og breska konungsfjölskyldan hefur notið þess æ síðan. 

Játvarður bróðir Georgs var hins vegar talinn full stimamjúkur við Þjóðverja en sagði af sér eftir stutta feril í hásæti þremur árum áður en stríð við Þjóðverja braust út. 

Nokkrum mánuðum eftir valdatöku Hitlers, þegar Játvarður er enn prins, festist það á mynd að hann sýnir sjö ára frænku sinni hvernig Þjóðverjar heilsa nýjum þjóðhöfðingja sínum. 

Þess má geta að afmælisdagur Adolfs Hitlers var einum degi á undan afmælisdegi Elísabetar. 

Enginn veit hver alvara bjó að baki þessu eða hver aðdragandinn eða tilefnið var. 

Kannski var tilefnið það að þegnar Hitlers heilsuðu þjóðhöfðingja sínum svona degi fyrir afmælisdag Elísabetar. 

Samt er þetta 82ja ára gamla atvik úr bernsku núverandi drottningar notað til að sverta ímynd hennar, þegar hún er orðin 89 ára.

Íslenskt máltæki segir: Það er lítið sem hundstungan finnur ekki.  


mbl.is Rannsaka nasistakveðju drottningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sá á skít sem finnur!

Skítaeftirlit ríkisins.

(Lokað í hádeginu.)

Bannað að skíta á verndarsvæðum flokksins!

Skítaeftirlit Framsóknarflokksins.

(Lokað á mjaltatíma.)

Þorsteinn Briem, 19.7.2015 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband