Hlýjasti dagur ársins kaldasti dagurinn í júlí?

Meðaltöl í veðurfari á Íslandi sýna, að að meðaltali er 20. júlí hlýjasti dagur ársins. 

Þess vegna skýtur svolítið skökku við að það skuli vera norðan garri og sjö stiga hiti í Reykjavík, sex stig á Akureyri og þrjú stig við Mývatn á þessum drottins degi og dagurinn kannski sá kaldasti í júlí að þessu sinni. 

En svona er Ísland í dag eins og sagt er og verður víst áfram. 

Um sumarsólstöður byrjar að dimma aftur og eftir 20. júlí byrjar að hausta, - að meðaltali. 


mbl.is Jólasnjór í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hlýjasti dagur ársins "að meðaltali" frá 1949 er reyndar 8. ágúst en á þessari öld 10.ágúst. Og það er út i hött að tala um að fara að hausta eftir 20. júlí þegar meðaltal 30 dagana eftir þá dagsetningu er kringum 0,8 stigum hærra en meðltal 30 dagana fyrir 20.júlí.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.7.2015 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband