Bara liður í þróun, sem þarf að hraða.

Gísli Gíslason og félagar völdu sér ekki bestu skilyrðin til þess að aka hringinn á fimmfalt skemmri tíma en áður hafði verið gert á rafknúnum bíl. Þeir fengu bæði kalt veður og mikinn vind, en hvort tveggja hefur áhrif á bíla.

Kuldinn fór niður í eitt stig á Háreksstaðaleið og vindurinn var mjög hvass mest allan hringinn.

Gísli hafði undirbúið ferðina mjög vel og nákvæmlega og það, hve lítinn búnað hann þurfti að hafa meðferðis til þess að geta hlaðið bílinn hratt, sýnir, að ef eitthvað er, þá drögum við Íslendingar lappirnar í þvi að undirbúa óhjákvæmleg orkuskipti, þegar jarðefnaeldsneyti jarðar ganga til þurrðar og það verður æ dýrara að vinna olíu, jafnvel þótt talsvert finnist af henni á margfalt meira dýpi en áður eða á landssvæðum, þar sem umhverfið er erfitt, svo sem á heimskautasvæðunum.

Líklega er engin þjóð í heimi eins vel sett með það að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í vatnsorku og vindorku.

Og vegna þess að bílaflotinn er að mestu leyti hlaðinn yfir nótt notar hann rafmagn á þeim tíma sólarhrings þegar mest er af því.

Menn segja sumir að það sé nú ekki merkilegt þótt einhver bill aki hringinn.

Þá gleyma þeir því að aðrir áfangar í samgöngum fólust í ferðum, sem nú á tímum þykja nauða ómerkilegar.  1928 var í fyrsta sinn ekið á bíl milli Akureyrar og Reykjavíkur og 1932 varð fyrst bílfært milli þessara staða um Hvalfjörð.

Og tímalengd ferðanna var talinn í dögum, ekki klukkustundum en þær voru merkir áfangar í samgöngusögu okkar.

Í upphafi bílaaldar á Íslandi liðu allmörg ár sem það tók þrjár klukkustundir hið minnsta að aka á milli Reykjavíkur og Eyrarbakka.

Í dag er góður hjólreiðamaður fljótari að hjóla á milli þessara staða.  


mbl.is Fóru hringinn á rafmagni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thad er med hledslustödvarnar eins og kamrana fyrir túristana. Hvoru tveggja kemur of seint. Thad verdur spennandi ad sjá hvernig gengur ad skipta yfir í rafmagnsbílana. Ef einhversstadar vaeri rétt ad hrada thví, thá vaeri thad hér á landi. Hraeddur er ég huns vegar um ad ódýra orkan á nóttunni verdi ekki svo "ódýr" med fjölgun rafbíla, en engu ad sídur hlýtur hún ad verda mun hagkvaemari kostur en jardefnaeldsneytid. Sídan er thad einnig spurning hvernig ríkid aetlar ad ná í thaer tekjur sem thad tapar á minnkandi eldsneytissölu, ef rafbílavaedingin taeki nú aerlegan kipp. Skattmann verdur ekki lengi ad kroppa í sparnadinn hjá rafbílaeigendum, er ég hraeddur um, til ad vega upp á móti tekjutapinu af eldsneytinu.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 20.7.2015 kl. 17:20

3 identicon

Rafbílavæðing er enn sem komið er þjóðhagslega óhagkvæm meðan rafgeymirinn kostar í gjaldeyri eins og 15 ára byrgðir af bensíni. Og hagurinn af því að setja upp hleðslustöðvar er enginn ef ekki á að rukka fullt gjald fyrir rafmagn og notkun á hleðslutækjum.

Hversu langt á að ganga í því að láta skattgreiðendur borga brúsan er álitamál og verður hemill á þetta bruðl. Og fyrr eða síðar verða rafbílar að greiða til uppbyggingar og viðhalds vegakerfisins ásamt öðrum gjöldum sem ökutæki bera.

Hábeinn (IP-tala skráð) 20.7.2015 kl. 17:40

4 identicon

Hábeinn, það er ekki þjóðhagslega óhagkvæmt að hvetja til að færa orkunotkun yfir í innlenda orkugjafa. Það getur verið að tilfærslan verði dýr en það er ekki það sama og að hún sé óhagkvæm.

Í dag er verðið á ódýrasta VW e-Up! 3.290.000 kr en á ódýrustu bensín útgáfunni 1.790.000 kr, munurinn er 1.500.000 eða 6700 bensínlítrar. Miðað við þá 4,1 lítra sem gefið er upp að hann eyði má fara 163 þúsund kílómetra á því bensíni. Það er nærri 15 ára akstur miðað við meðalakstur Íslendingsins.

Nema að þessi samanburður án engan veginn rétt á sér, í fyrsta lagi er e-Up! mun betur búinn en ódýrasta bensín útgáfan, reyndar betur en dýrasta bensín útgáfan. Í öðru lagi á ég eftir að sjá bíl sem eyðir því sem framleiðandi gefur upp. Í þriðja lagi þá er rafmagnsbíll mun sprækari og þægilegri í akstri í borgarumferð en bensínbíll. Í fjórða lagi þarf rafbílaeigandinn ekki að fara á bensínstöðvar nema kannski til að kaupa rúðuvökva, en hann fæst reyndar í mörgum matvöruverslunum, og sparar hann sér þannig tíma og snúninga. Í fimmta lagi er rafmagnsbíllinn ekki að menga nærumhverfið, og þær fullyrðingar sem sumir hafa komið með varðandi að rafhlöðuframleiðsla sé svo mengandi að bensínbíllinn sé hreinni standast ekki nánari skoðun.

Enn sem komið er eru rafmagnsbílar dýrari en bensínbílar, en með auknum þrýstingi frá almenningi á vesturlöndum á að framleiðendur bjóði upp á rafmagnsbíla mun þessi munur minnka og drægi bílanna aukast.

Jóhann G. Ólafsson (IP-tala skráð) 20.7.2015 kl. 19:31

5 identicon

Rafmagns e-Up er 83% dýrari en bensín.
Geymarnir endast ekki 15 ár, og því þarf að endurnýja a.m.k einu sinni á 15 ára tímabili, hugsanlega tvisvar. Það má því reikna með að munurinn sé a.m.k. 3 miljónir rafbílnum í óhag.

Og við erum að tala um ódýran smábíl, með lítilli drægni og þar með minni rafhlöðum en t.d. í meðalstórum fjölskyldubíl. Skoda Octavia kostar um 4 miljónir, væri sami munur á Skoda rafbíl sá sami og litla Vw, myndi hann kosta um 7.3 miljónir, og það án tolla.

Bílaframleiðendur ráða í raun litlu um verð á rafbílum. Verðið fer að miklu leyti eftir verði á rafhlöðum.

Og drægnin?
Jú, framleiðendur hafa haft það fyrir sið að greina rangt frá henni.
Nissan Leaf átti t.d. að draga 250 km á hleðslu. Í raunverulegri notkun þótti gott að ná 100 km, og í tilraun hjá Daily Telegraph komst bíllinn um 60 km í borgarumferðinni í London, að vetrarlagi.

Ef við myndum endurnýja alla bíla á götunni, segjum um 220 þúsund bíla, gefum okkur að meðalútsöluverð sé um 4 miljónir á bíl, þá erum við að tala um 880 miljarða króna með aðflutningsgjöldum. Sambærilegt upphæð fyrir rafbíla, segjum að þeir séu 50% dýrari en venjulegir (hóföm tala) þá næmi verðið 1.350 miljörðum. Sum sé, heimilin þyrftu að punga út extra 450 miljörðum, og ekki bara það, tekjur ríkisins myndu dragast saman, þrátt fyrir umtalsverða aukningu á gjaldeyriskaupum.

Við eyðum árlega um 10 miljörðum í FOB kaup á olíum og bensíni á bíla. Mismunurinn á gjaldeyriskostnaði við innkaup á rafbílum vs bensín/dísil gæti numið um 35 ára innkaupum olíu og bensíns.

Og við erum ekki farin að reikna með kostnaðinum við uppsetningu á hleðslustöðvum, og ekki farin að ræða, hvernig við innheimtum sameiginlegan kostnað við gatnagerð og viðhald.

Rafbílavæðing eins og staðan er nú, er glórulaus heimska.

Hilmar (IP-tala skráð) 20.7.2015 kl. 20:27

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margbúið að svara hér nafnleysingjum Sjálfstæðisflokksins um öll þessi atriði.

Þorsteinn Briem, 20.7.2015 kl. 22:04

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 20.7.2015 kl. 22:05

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.9.2013:

""Við hjónin látum okkur ekki muna um að skreppa frá Reykjavík austur á Flúðir og það kostar aðeins 200-kall," segir Halldór Jónsson húsgagnabólstrari og Nissan Leaf-eigandi.

[Kostnaðurinn er því um tvær krónur á kílómetra.]

"Áður var þetta eldsneytiskostnaður upp á 5-6 þúsund krónur fram og til baka.

Eystra hleð ég bílinn yfir nóttina og þar er ég bara með 16 ampera öryggi en bíllinn er tilbúinn um morguninn.

Heima
er ég hins vegar með hleðslustöð sem hleður rafgeyminn á 2½ klukkustund," segir Halldór Jónsson."

Kostar 200 krónur að aka Nissan Leaf frá Reykjavík austur á Flúðir

Þorsteinn Briem, 20.7.2015 kl. 22:06

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan Leaf þar um 22 þúsund krónur á ári, þar sem kostnaðurinn er um tvær krónur á kílómetra.

Meðalstórt heimili í Reykjavík notar hins vegar um fjögur þúsund kWst raforku fyrir um 70 þúsund krónur á ári.

Raforkukostnaður vegna rafbílsins er því minni en þriðjungur af þeim kostnaði.

Raforkunotkun íslenskra heimila - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 20.7.2015 kl. 22:06

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.

Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Þorsteinn Briem, 20.7.2015 kl. 22:07

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jafnræðisregla íslensku stjórnarskrárinnar bannar ekki lægri gjöld á rafbílum en bensínbílum.

Jafnræðisreglan bannar hins vegar mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða.

23.12.2014:

"Í flestum löndum Evrópu eru lítil eða engin gjöld á Nissan Leaf og víða greiðir hið opinbera kaupendum fasta upphæð við kaup á svo vistvænum bíl."

Gott ár Nissan Leaf

Þorsteinn Briem, 20.7.2015 kl. 22:08

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sparnaður heimila vegna notkunar á rafbílum í stað bensínbíla eykur að sjálfsögðu kaupmátt þeirra og sparnaðurinn er notaður til að kaupa aðrar vörur og þjónustu, sem greiða þarf af virðisaukaskatt, sem er með þeim hæstu í heiminum, 24%.

Þorsteinn Briem, 20.7.2015 kl. 22:11

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sá sem á engan bíl greiðir að sjálfsögðu virðisaukaskatt af öðrum vörum, sem fer meðal annars í vegagerð ríkisins og virðisaukaskattur hér á Íslandi er með þeim hæstu í heiminum, 24%.

Þorsteinn Briem, 20.7.2015 kl. 22:12

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rafbílum fylgja aukin lífsgæði.

Bensínbílum fylgir mengunarskapandi útblástur og hávaðamengun alla daga í til að mynda borgum og því að sjálfsögðu ekki ómálefnalegt sjónarmið að gjöld á rafbílum séu lægri en á bensínbílum.

Þorsteinn Briem, 20.7.2015 kl. 22:13

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska ríkið fengi að sjálfsögðu ekki bensíngjald vegna rafbíla, um 64 krónur af hverjum bensínlítra árið 2012.

Einkabíll í Reykjavík sem keyrður er 11 þúsund kílómetra á ári og eyðir 8 bensínlítrum á hverja hundrað kílómetra eyðir um 880 lítrum á ári og ríkið hefði því orðið þar af um 56 þúsund króna bensíngjaldi árið 2012.

Á móti kemur að ríkið fær meiri virðisaukaskatt af raforkukaupum íslenskra heimila vegna rafbílanna, heimilin greiða hæsta raforkuverðið og raforkusala Landsvirkjunar, sem er í eigu ríkisins, gæti aukist.

Ef íslensk heimili eiga tvo rafbíla hvert gætu raforkukaup þeirra tvöfaldast og virðisaukaskattur meðalstórra heimila í Reykjavík vegna raforkukaupa hækkað um 14 þúsund krónur á ári í um 28 þúsund krónur.

Og dýrir bensínflutningar um landið slíta götum og þjóðvegum.

Með rafbílum minnkar mengun og hávaði frá götum og vegum og ekki þarf hér hljóðmanir og hljóðeinangrandi rúðugler í þúsundum húsa vegna þeirra.

Þar að auki minnka innkaup á bensíni og varahlutum til landsins vegna rafbíla og þar með sparast erlendur gjaldeyrir en innkaupsverð á bensíni var um 94,50 krónur fyrir hvern lítra í febrúar 2012.

Þorsteinn Briem, 20.7.2015 kl. 22:16

16 Smámynd: Baldur Örn Óskarsson

Það er um að gera að taka e-UP! sem dæmi þar sem hann hefur einmitt það orð á sér að vera allt of dýr miðað við bensín útgáfuna.  Svo er kanski ekki alveg sanngjarnt að bera hann saman við ódýrustu útgáfuna af bensín bílnum þar sem hann er mikið betur útbúinn.

Það væri hægt að taka Kia Soul EV rafbíl sem dæmi. Hann kostar í dýrustu útgáfu 4.490.000 (eina útgáfan sem er seld á Íslandi) á meðan sambærilega útbúinn sjálfskiptur Kia Soul diesel kostar 4.990.000.  Þar er munurinn hálf milljón rafbílnum í hag.
Ef rafbíllinn væri ekki undanþegin vsk myndi verðið á honum vera um 5.500.000.

Ef skoðaður er verðlisti fyrir VW Golf kemur það sama í ljós.  e-Golf er rúmlega 500.000 ódýrari en sjálfskiptur diesel Golf með svipuðum útbúnaði.

Drægnin er svo annað dæmi.  Rafbílar sem verið er að selja í dag komast flestir vel yfir 100 km að vetri til og yfir 150 km að sumri til, það er kanski helst e-UP sem situr aðeins eftir þar enda með lang minnstu rafhlöðuna. Svo á næstu 2 - 3 árum verða allir þessir bílar farnir að komast langt yfir 200 km á hleðslu. 
Chevrolet Bolt sem kemur á markað eftir rúmlega 1,5 ár er sagður vera með drægni upp á 200 mílur.  Það er ekki drægni sem miðar við Evrópustaðalinn heldur EPA sem er mikið nær raunveruleikanum. Sem dæmi hefur Nissan Leaf dægni upp á 134km skv EPA á meðan hann er uppgefinn í Evrópu með drægni upp á 200km. Það er því ekkert ósennilegt að þessi bíll komi til með að fara yfir 300km á hleðslunni og það ætti að duga vel flestum. Þetta er svo bíll sem á að vera á svipuðu verði og dýrasta útgáfan af Nissan Leaf, e-Golf eða Kia Soul. Tesla ætlar einnig að koma með Model 3 árið 2017 með svipaða drægni og á sama verði.

Svo er skrítið að reikna dæmið út frá því að rafhlöður komi ekki til með að lækka í verði og að olían hækki ekki meira.
Sem dæmi kosta rafhlöður í dag aðeins um 1/5 af því sem þær kostuðu fyrir 10 árum og sú þróun virðist vera að komast á skrið fyrir alvöru núna. Menn eru að tala um að innan fárra ára verði búið að meira en tvöfalda rýmd per kíló og verðið komið niður undir $50 pr kWh, er núna hátt í $250 pr kWh.
Við vitum svo öll hvernig þróunin hefur verið á eldsneytisverði.

Hleðslustöðvar kosta klink í uppsetningu miðað við hvað það kostar að setja upp bensínstöðvar þannig að ég sé ekki hvernig það ætti að vera vandamál. Að setja stöðvar með reglulegu millibili allan hringveginn myndi sennilega kosta svipað og metan stöðin uppi á Höfða kostaði.

Baldur Örn Óskarsson, 20.7.2015 kl. 22:34

17 identicon

Sparnaður heimila vegna notkunar á rafbílum í stað bensínbíla er enginn vegna hás stofnkostnaðar. Sá aukni kostnaður minnkar að sjálfsögðu kaupmátt þeirra og sparnað. Minna er aflögu til að kaupa aðrar vörur og þjónustu og ríkið fær ekkert. Allir eru því að tapa á því að senda peningana úr landi sem gjaldeyri frekar en að nota þá innanlands.Peningunum væri betur varið í vegagerð, heilbrigðiskerfið og sunnudagssteikina en framleiðendur rafhlaðna.

Rafbílar, eins og hestakerrur, eru skemmtileg viðbót fyrir sérvitringa en verða seint raunhæfur valkostur fyrir hagsýna vegfarendur. Og þá skiptir engu máli hvort hleðslustöðvar og heybaggar séu með reglulegu millibili allan hringinn.

Vagn (IP-tala skráð) 20.7.2015 kl. 22:34

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.10.2014:

"Skúli K. Skúla­son fram­kvæmdastjóri sölu­sviðs BL seg­ir raf­bíl­ana hafa sannað sig við ís­lensk­ar aðstæður og um leið og gæðin auk­ist fari verðið smám sam­an lækk­andi.

Nýj­asta viðbót­in við raf­bíla­flot­ann er Kangoo-raf­bíl­ar frá Renault. "Fimmtán bíl­ar eru á leiðinni og þeir eru all­ir þegar seld­ir," seg­ir Skúli.

Hann seg­ir raf­bíl­ana hafa meiri kraft, togið komi strax við lág­an snúning og Kangoo-raf­bíl­arnir séu sér­lega góðir og hag­kvæm­ur kostur fyr­ir vöru­sending­ar inn­an­bæjar.

"Með mjög mik­illi var­kárni má reikna með að þess­ir bíl­ar geti af miklu ör­yggi farið 100-120 km á einni hleðslu við verstu og köld­ustu aðstæður, sem er meira en nóg fyr­ir fjöl­marg­ar dag­leg­ar ferðir frá ein­um enda höfuðborgarsvæðis­ins til ann­ars en við bestu aðstæður fara þess­ir bíl­ar 140 km á hleðslunni," seg­ir Skúli.

"Þess­ir bíl­ar eru fljót­ir að hlaða sig, til dæmis er hægt að stinga bíln­um í sam­band nærri tóm­um þegar sendl­arn­ir fara í há­deg­is­mat og vera með næga hleðslu til að end­ast út vinnu­dag­inn þegar mat­ar­hlé­inu er lokið," segir Skúli.

Rafbílarnir hafa sannað sig við íslenskar aðstæður

Þorsteinn Briem, 20.7.2015 kl. 22:36

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nafnleysingjar Sjálfstæðisflokksins ganga hér af göflunum þegar undirritaður minnist á innflutning á rafbílum til að ónýtt raforka á næturnar komi að notum og minnki innflutning á bensíni.

"Á hverju á flokkurinn þá að lifa?!"

Þorsteinn Briem, 20.7.2015 kl. 22:39

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrir allar kosningar gapir Sjálfstæðisflokkurinn um skattalækkanir en telur það nú bjarga heimilunum að hækka skatta á mat sem allir þurfa að kaupa fyrir hvern dag allan ársins hring.

Þorsteinn Briem, 20.7.2015 kl. 22:40

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu finnst nafnleysingjum Sjálfstæðisflokksins kaupendur rafbíla vera fáráðlingar.

Og harla ólíklegt að þeir sem hafa keypt hér á Íslandi Kangoo-raf­sendibíl­a frá Renault hafi gert það "til að bjarga náttúrunni".

Mun líklegra er að þeir hafi keypt þessa bíla til að minnka rekstrarkostnað hjá sínum fyrirtækjum.

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur "margreiknað" að borgi sig ekki hefur margborgað sig í öllum tilfellum.

Þorsteinn Briem, 20.7.2015 kl. 22:47

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn setti öll sín fyrirtæki á hvínandi kúpuna með gríðarlegum lántökum "í góðæri flokksins" fyrir nokkrum árum og að sjálfsögðu hafði flokkurinn margreiknað að það margborgaði sig.

Og SÍS Framsóknarflokksins fór sömu leið.

Það margborgaði sig, enda margreiknað af flokknum.

Þorsteinn Briem, 20.7.2015 kl. 22:49

24 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvað skyldi hafa kostað að setja upp dreifikerfið fyrir jarðefnaeldsneytið hér á landi?  Og hvað skyldu bílarnir hafa verið margir í upphafi?  

Sem sagt: Vonlaust dæmi og hefði aldrei átt að gera þetta, eða hvað? 

Ómar Ragnarsson, 20.7.2015 kl. 23:08

25 identicon

Hvað það kostar?
Sjáum til, það eru um 40-45 bensínstöðvar í Reykjvík. Byggðar á áratugum, greiddar af einkafyrirtækjum og eru sjálfbærar.

Í Bretlandi hafa verið settar upp um 58.000 hleðslustöðvar, greiddar með skattfé.
Og hvað skyldu rafbílarnir vera margir?
Jú, 25.000.

Þvílík geggjun, 58.000 hleðslustöðvar á 25.000 bíla. Og margar af þessum hleðslustöðvum hafa aldrei verið notaðar.
Þetta gerist þegar sósíslistinn fer á fyllerí með skattfé.

Og það sem meira er, lagst er í þetta fyllerí, áður en ljóst er hvaða tækni verður ofaná. Þrátt fyrir eina miljón í opinbera styrki með hverjum rafbíl í Bretlandi síðustu 6-7 ár, hefur þeim einugis tekist að telja 25.000 einstaklingum trú um, að þeir séu góð hugmynd. Sum sé, almenningur í Bretlandi er ekki ginnkeyptur, hann hugsar um praktík. Annað en ríkisstarfsmennirnir á fylleríinu, sem drita niður óþörfum hleðslustöðvum út um allar trissur. Olíulega séð er rafbíll engin framför á Vesturlöndum. Megnið af orkunni sem þeir nota er unnið úr jarðefnaeldsneyti.
Og haldið þið, að bílaframleiðendur smíði og hanni rafbíla fyrir eina örþjóð norður í Ballarhafi, ef einhver önnur tækni verður ofaná?
Það er eins gott að ríkið lét myndbandaheiminn vera. Við hefðum öll verið skylduð til að kaupa Beta tæki.

Og praktíkin, kannski við ættum ekki að tala um hana, en hún er samt sú, að rafkerfi Reykjavíkur er ekki gert fyrir hleðslustöðvar. Til að hraðhlaða bíl á fimm mínútum, fyrir 250 km akstur, þarf rafmagn á við hundruði íbúða. Við þurfum að sundurgrafa borgina fyrir nýjar raflagnir og nýjar spennistöðvar.
Og næturhleðslan, guð minn góður, hvernig ætla menn að leysa málin fyrir utan fjölbýlishús? 30 íbúða hús, með a.m.k. einn hleðslupóst á íbúð. Hver borgar?
Plús það, að það er eins gott að það sé bara einn bíll á íbúð.

Að hugsa er ókeypis, og er góð afþreying. Prófið það einhver tíma.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.7.2015 kl. 00:14

26 identicon

Dreyfikerfið er aukaatriði meðan bílarnir sjálfir eru óhagkvæmir. Hleðslustöð á hverju horni breytir því ekki að rafmagnsbílar verða ekki reknir nema með niðurfellingum allra gjalda. Sem er tekjutap fyrir ríkissjóð sem bæta þarf með aukinni skattlagningu á almenning. Það verður ekki liðið fjölgi rafmagnsbílum. Því er fyrirsjáanlegt að áfram verða rafmagnsbílar tískufyrirbæri hjá snobbliðinu frekar en raunhæfur kostur. Range Roverar næsta hruns. Tákn um sóun á gjaldeyri, ímynd umfram notagildi og kostnað sem velt er á almenning.

Vagn (IP-tala skráð) 21.7.2015 kl. 02:24

27 identicon

Hilmari vil ég svara.

Í upphafi skyldi endirinn skoða.

Átttu börn og barnabörn.

Hvernig vilt þú skilja við þíg?

Pö..................

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 21.7.2015 kl. 03:34

28 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég á sem sagt að setja reiðhjólið mitt með rafhjálparmótor í Endurvinnsluna af því að það er "tískufyrirbæri hjá snobbliðinu"?

Ómar Ragnarsson, 21.7.2015 kl. 17:18

29 identicon

Hrærivél konu þinnar er einnig með rafmótor ef þú ætlar í endurvinnsluna með allt sem er rafknúið.

Vagn (IP-tala skráð) 21.7.2015 kl. 18:41

30 identicon

Það blasir við öllum sem hafa skoðað þetta að einhver stórkostleg "rafbílavæðing" á þessu stigi málsins væri einfaldlega efnahagslegt stórslys fyrir Íslendinga...eins einkennilegt og það kann að hljóma.

það er ekki að ástæðulausu að markmið um að 10% bílaflotans verði orðinn "grænn" árið 2020 er bara ofaní skúffu í einhverju ráðuneytinu.

Rafbíll er tvöfalt dýrari í innkaupum frá útlöndum en venjulegur bensínbíll og niðurfelling á tollum er ekkert annað en niðurgreiðsla úr vasa íslenskra skattgreiðenda í vasa erlendra bílaframleiðanda. Þetta tekjutap ríkisins þarf að fjármagna og það er gert í gegnum skatta eða lántöku. Eins gott að svo fáir hafa enn sem komið er tekið stökkið...

Auk þessa myndu áætlanir þess efnis að stór hluti endurnýjunar íslenska bílaflotans á næstu 5-10 árum verði með rafmagnsbílum kalla á útstreymi gjaldeyris svo tugum milljarða skiptir og myndi leiða til mikils þrýstings til sigs krónunar með viðeigandi lífskjaraskerðingu. Ætli hverjir 500 venjulegir rafmagnsfólksbílar kalli ekki á ca. 1 milljarð í viðbótarútstreymi gjaldeyris? Reikniði svo...10.000 rafmagnsbílar = 20 milljarðar.

En er þá ekki miklu hagstæðara að reka þessa bíla með ódýrri "innlendri" orku. Gallinn er bara sá að bensín (og olía yfirleitt) er mjööööög ódýr orkugjafi og fer lækkandi. 55 USD fatið núna og menn að gæla við 30 USD þegar íranir, írakar, rússar, afganir ofl. fara að framleiða aftur á fullu. Munurinn á verði fyrir íslenska kaupendur bensíns vs. rafmagns felst í sköttum til ríkisins...

Þeir sem sportast um á Leaf-inum sínum eða Teslunni mættu alveg hafa það í huga að þeir leggja minna að mörkum en við hin til samneyslunnar.

Við getum alveg tekið rafmagn frá iðnaði og notað í samgöngur. En það þýðir bara samdrátt landsframleiðslu, minni útflutningstekjur og glötuð störf í þann endann.

Og hvaða rafmagn eiga íslendingar að nota á bílana? Það er enginn hörgull á kaupendum að rafmagni og ef sæstrengur verður lagður þá margfaldast verðið!! Og ef rafbílaleigendur myndu greiða sömu krónutölu per kílómeter og bensínbílaeigendur væri einhver ávinningur eftir?...sérstaklega ef rafmagnsverðið verður orðið 2x eða 3x dýrara einsog Landsvirkjun stefnir að?

Að lokum. Ég sé stundum menn tala um "ódýrt rafmagn á nóttunni". Hvaða rafmagn er það? Fólk verður að átta sig á að lónin eru einsog batterí sem safna í sig orku yfir nóttina til notkunar á daginn. Ef það er gengið hraðar á batteríið á nóttunni þá er minna eftir fyrir daginn og hvað þýðir það?

Jú...stærri lón...fleiri virkjanir!!

Er það orðið draumurinn hans Ómars núna?

Mín skoðun er sú að rafmagnsbílar eru fín hugmynd hverrar tími er einfaldlega ekki komin. Bíðum þar til olítunnan er yfir 100 USD í 5 ár eða lengur...

Magnús (IP-tala skráð) 22.7.2015 kl. 10:04

31 identicon

Fróðlegt að sjá að enginn þeirra sem hér reyna að tala rafbílana niður treysta sér til að koma fram undir fullu nafni. Ég fékk mér nýjan Nissan Leaf fyrir rúmum 2 vikum eftir að hafa kynnst svoleiðis bíl í gegnum fjölskyldumeðlim. Þetta er einfaldlega það sem koma skal, í einu orði frábær bíll. 1300 km eftir sléttar 2 vikur og bara hlaðið á nóttinni. Jeppinn á heimilinu er ekki settur í gang nema ef rafbíllinn er ekki á lausu.

Gunnar Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.7.2015 kl. 23:41

32 identicon

...Birgisson

Líður þér betur?

Magnús (IP-tala skráð) 23.7.2015 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband