Þjóðarsómi.

Íþróttir eru oft dæmdar og léttvægar fundnar af þeim sem finnst þær frekar lítilmótlegar. 

"Það er nú ekki mikill vandi að sitja á rassgatinu í þægilegu sæti og stýra bíl" var setning sem maður heyrði oft sagða um bílaíþróttir.

Oftast heyrðist þetta mælt úr munni þeirra sem aðeins mátu íþróttir eftir líkamlegu erfiði og skildu það ekki, að skák væri nefnd í fornu kvæði númer eitt af níu íþróttum þess tíma:... "Tafl em ek ör at efla / íþróttir kann ek níu..." - ef ég man þetta rétt.  

Samt var það nú svo að ef ekki voru notaðir hanskar í langa alþjóðlega rallinu, nuddaði stýrið lófana til blóðs þegar leið á keppnina. 

Crossfit er íþrótt sem reynir á alla þætti hæfileika, bæði andlega og líkamlega og er afar erfið. Hún kostar æfingar og þolinmæði árum saman upp á blóð, svita og tár. 

Það er þvi þjóðarsómi að því þegar íslenskir keppendur taka gull og brons í jafn erfiðri alþjóðlegri íþrótt og crossfit er, stundað af hundruðum þúsunda víða um heim. 


mbl.is Katrín Tanja sigraði á heimsleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú tekur 100 metra sund, 400 metra hlaup og þrístökk í lokin, kallar það Ómarsfit og færð einkaleyfi sem bannar öðrum að bjóða prógrammið nema gegn greiðslu til þín, er það þá ný íþrótt?

Vagn (IP-tala skráð) 27.7.2015 kl. 12:51

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Af ökumönnum öllum bar,
eltur var af konum,
um allt Ómar þeyttist þar,
þrjú hjól undir honum.

Þorsteinn Briem, 27.7.2015 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband