Hlý norðaustanátt eina leiðin fyrir hlýindi?

Svarið við ofangreindri spurningu virðist vera: Já. Og ekki í fyrsta skipti. Hlý norðan- og norðaustanátt er að miklu leyti nýtt veðurfyrirbrigði sem var sjaldgæft fyrir síðustu áldamót. 

Mestallt þetta ár hefur veðrið verið óvenju hlýtt yfir austanverðri Evrópu. 

Hinn illræmdi rússneski vetur var hreinn aumingi, rauðar hitatölur löngum í Moskvu og vorið afar hlýtt. Í sumar hefur oft verið mjög hlýtt í sunnanveðri Evrópu. 

Hins vegar hefur verið kaldari sjór en venjulega suðvestur af Íslandi og kuldapollar hafa komið úr yfir landið á sama tíma sem "Íslandslægðin" hefur undanfarnar vikur haldið sig vestan við Bretlandseyjar. 

Þegar heiti loftmassinn yfir Evrópu hefur þanið sig út hefur sú útrás verið til norðurs og lægðin fyrir vestan Bretlandseyjar hefur beint því lofti í hálfhring suður yfir Ísland og þar af leiðandi hefur þessi norðaustanátt verið tiltölulega hlý.

Aldeilis merkilegt fyrirbæri.  


mbl.is „Hlý norðanátt?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband