Lífseigir fordómar varðandi hæð fólks.

Sjá má á viðbrögðum við frétt um lögreglukonuna Ingu Birnu Erlingsdóttur bregða fyrir fordómum af ýmsu tagi, til dæmis gagnvart því að hún sé aðeins 164 sentimetra há á 236 kílóa hjóli. 

Fordómar gagnvart hæð fólks eru því miður afar lífseigir.

Til dæmis standa margir í þeirri trú að vegna hæðar Usain Bolt, verði bestu hlauparar helst að vera 195 sm háir eins og hann.

Sömuleiðis þurfi topp hástökkvarar að vera 1,95 eins og heimsmethafinn Zotomayor til þess að geta stokkið hærra en 2,40 metra.

Þetta er misskilningur. Þess má geta að fljótasti maður heims á sjötta áratugnum, þáverandi heimsmetahafi Ira Murchison, var aðeins 159 sentimetra hár og næstum tveggja metra háir hlauparar höfðu ekki roð vkið honum.

Svíinn Stefan Holm, sem hlaut Ólympíugull og HM-silfur, er aðeins 180 sm hár en hefur samt stokkð 2,40 metra eða 60 sentimetra hærra en nemur hæð hans. 

Bosshoss vélhjól er 484 kíló og knúið 445 hestafla vél, eða meira en tvöfalt þyngra en BMW-hjólið, sem umrætt er í tengdri frétt um lögreglukonu sem ætlar að keppa á slíku hjóli. Samkvæmt kröfunni um hæð vélhjólafólks þyrfti meira en þriggja metra háan mann til þess að ráða við Bossshoss-hjólið ef stærðin skipti öllu máli! 

Rocky Marciano var 180 sm hár og Mike Tyson er 1,78. 

Svona mætti lengi telja. Jafnvel sumir af bestu körfuknattleiksmönnum sögunnar hafa verið allt að feti lægri en aðrir inni á vellinum. 

 


mbl.is Hörkukona á 236 kg mótorhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Hvaða fordóma ertu að tala um? Hvar koma þeir fram eða þessi krafa um hæð vélhjólafólks? 3 metra háan mann til að ráða við hjólið? Hvaða rugl er þessi pistill?

Erlingur Alfreð Jónsson, 27.8.2015 kl. 21:54

2 Smámynd: Már Elíson

Ómar er örugglega inni á fleiri miðlum en þú og er sennilega að vitna í það / þá. - Þetta er þess vegna enginn rugl-pistill, þú þarna Erlingur, fúll á móti.

Már Elíson, 27.8.2015 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband