Ein mikilvægasta hegðunarbreytingin.

Á sama tíma sem fæðu skortir fyrir stóran hluta mannkyns er óheyrilegu magni af mat og efni í mat hent.

Gamlar og grónar venjur við matborðið eru oft ástæðan og sú hugsun, að það sé hallærislegt og óviðeigandi að halda matarafgöngum til haga.

Sóun á þessu sviði verður að leggja af og taka upp viðleitni til að gernýta fóður, hráefni í mat og matinn sjálfan.

Hér erum að ræða einhverja mikilvægustu hegðunarbreytingu sem mannkynið verður að tileikna sér.

Af því fæst ekki sá aðeins sparnaður og ávinningur sem felst í því að fá meiri verðmæti út úr þessum vörum, heldur er líka um að ræða að ráðast gegn einu mesta, ef ekki stærsta heilsfarsvandamáli nútímans, sem er ofþyngd fólks.     


mbl.is Hendir hver íbúi 180 kg af mat árlega?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sökin er annarra.

http://www.svd.se/skyll-inte-matsvinnet-pa-konsumenterna

Jón (IP-tala skráð) 16.11.2015 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband