Gos-guðmóðirin ekki af baki dottin. Rangvalin ljósmynd.

Mafíósar eða svonefndir guðfeður í mafíunni voru og eru þekktir fyrir að ráða lögum og lofum í samtökum sínum og stjórna þeim með harðri hendi, en senda aðra út af örkinni til að framkvæma glæpina.

Bárðarbunga er ekki næsthæsta fjall landsins fyrir ekki neitt, en gerir lítið af því að gjósa sjálf.

Þeim mun meira gerir hún af því að vera potturinn og pannann í gosum allt frá Holuhrauni suður í Friðland að Fjallabaki.

Það er engu líkara en hún sendi eldstöðvar á þessari meira en 100 kílómetra löngu línu í eldgosaleiðangra og sé einskonar gos-guðmóðir.

Fyrir 20 árum fór skjálftum að fjölga í henni og í kjölfarið komu gos í Gjálp, Grímsvötnum og loks í Holuhrauni.

Nú er hún enn á ný farin að sýna af sér merki um óróa, hvert sem framhaldið verður.

Í tengdri frétt á mbl.is er sýnd mynd frá Kverkfjöllum en látið í texta liggja að því að það sé Bárðarbunga.

Það er alrangt, enda liggja Kverkfjöll alls ekki á áðurnefndri sprungulínu, sem Bárðarbunga er hluti af. Súkka á Bárðarbungu

Á mynd mbll.is er horft ofan frá norður yfir þann hluta Kverkfjalla, þar sem hinn eldsorfni Efri-Hveradalur sker í augun.

Myndian hér fyrir ofan tókk ég í jeppaferð á hábungu Bárðarbungu og ofan frá er hún líkust sléttri ísbreiðu og heitir Bárðarbunga, af því að kollur hennar er stór ísbunga en ekki sjóðheitur hveradalur.   


mbl.is Aukin skjálftavirkni í Bárðarbungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 19.11.2015 kl. 04:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband