Að þekkja andstæðinginn og viðfangsefnið.

Að þekkja andstæðinginn er grundvallaratriði alls staðar þar sem tekist er á, hvort sem það er á friðsamlegan hátt eins og í íþróttum eða í hörðustu hernaðarátökum.

Vanmat er hættulegt og sömuleiðis ofmat. Rétt mat mat á báðum aðilum, á aðstæðum, orsökum og afleiðingum og rétt stöðumat, allt er þetta grundvallarnauðsyn.

Dæmin um að þetta hafi skipt sköpum eru óþrjótandi.

Þess vegna er tengd frásögn fransks blaðamanns af kynnum hans af félögum í Ríki Íslams athyglisverð.

Í sögu Biblíunnar vanmat Golíat Davíð.

Napóleon vanmat gróflega Rússa og aðstæðurnar í hernaði sínum í Rússlandi.

Í aðdraganda Seinni heimsstyrjaldarinnar vanmátu menn Hitler og síðar vanmat Hitler staðfestu Breta og Rússa.

Max Schmeling rannsakaði stíl Joe Louis út í hörgul og fann litla veilu í vörn hans, sem hann nýtti til þess að sigra þann, sem talinn var ósigrandi.

Louis lærði af þessu og gjörsigraði Schmeling í seinni bardaga þeirra.

Frakkar vanmátu vígstöðuna í Ardennafjöllum vorið 1940 og gjörtöpuðu fyrir Þjóðverjum.

Hitler fylltist ofmati eftir sigurinn og tapaði í styrjöldinni.

Fyrsti ósigur Bandaríkjamanna í styrjöld, Vietnamstyrjöldinni, byggðist á miklu vanmati þeirra á andstæðingnum og stöðunni hjá almenningi heima fyrir.

Styrjöldin tapaðist bæði eystra og ekki síður heima fyrir.

Bandaríkjamenn vanmátu stöðu og ástand í Íran herfilega fram til 1979 og guldu það dýru verði.

Saddam Hussein vanmat vígstöðuna gagnvart umheiminum og samstöðu alþjóðasamfélagsins þegar hann réðist inní Kuveit.

George Bush eldri sýndi hins vegar raunsætt mat þegar hann lét sér nægja að reka Saddam út úr Kúveit og taka ekki áhættuna af því að fara út í frekari herför með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Út í slíka herför óð hins vegar sonur hans, og við erum ekki enn búin að bíta úr nálinni með afleiðingarnar af henni.

Núverandi ástand í átökum öfga Íslamista við aðrar þjóðír krefjast djúps stöðumats og þekkingar á öllum hliðum ástandsins, orsökum og afleiðingum þeirra og eðli átakanna og málsaðila.   

 


mbl.is „Það sem þeir óttast er samstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm, rétt, við verðum að þekkja óvininn til að sigra hann.
Óvinurinn hefur mörg andlit. Hann notar nöfn eins og Taliban, ISIS, Boko Haram, Hezbollah, Hamas, Al-Quaeda og Al-Shabaab, og eiga það sameiginlegt að fremja hryðjuverk í nafni íslam.

En óvinurinn hefur líka andlit sem við þekkjum betur, og það eru vestrænir vinstrimenn sem virðast vera í sjálfsmorðsför gegn vestrænni menningu.
Þeir reyna eftir bestu getu að hefta aðgerðir gegn hryðjuverkahópum íslam. Þeir boða óheftan innflutning á fólki sem hefur megna andstyggð á vestrænum gildum, og hafa viðurstyggilegar skoðanir á konum, samkynhneigðum, lýðræði, gyðingum svo eitthvað sé nefnt.

Hatur vinstrimanna á vestrænum gildum er ekkert nýtt. Í flestum löndum Evrópu reyndu vinstrimenn að steypa þjóðfélögum í glötun á eftirstríðsárunum. En lýðræðissinnað fólk þekkti óvininn, og vann á honum sigur.
Nú verðum við að læra að þekkja þennan óvin, til að geta unnið á honum bug.

Hilmar (IP-tala skráð) 17.11.2015 kl. 07:53

2 identicon

Þú segir nokkuð Hilmar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.11.2015 kl. 08:50

3 identicon

Í Frakklandi eru 10.000 manns á gátlista, flestir islamskir öfgamenn skv. frétt mbl. http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/11/16/yfir_10_000_a_gatlista_frakka/

Nokkrir islæamistar á þessum lista hafa ýmist framið eða reynt að fremja hryðjuverk. "Það má rekja til þess að þrátt fyr­ir að ein­stak­ling­ar séu sett­ir á list­ann þýðir það ekki endi­lega að eft­ir­lit sé haft með þeim." En þá er þetta ekki gátlisti yfir menn sem ógna öryggi landsins heldur listi sem hægt er að fleygja í ruslið strax. 

Raddir hafa verið uppi um að allir grunaðir öfgamenn á þessum lista verði hnepptir í varðhald. Það myndi sannarlega minnka hættuna að einhverju leyti. En þá þyrfti að draga þá fyrst fyrir dómstóla. Því að þótt sett hafi verið neyðarlög á í Frakklandi þá jafngildir það ekki herlögum.

Stór hluti Frakka líta á Hollande sem veimiltítu sem aðeins hefur áhuga á að lúffa fyrir Þjóðverjum og leita sér að hjákonum, og vilja frekar sjá Marie Le Pen á forsetastóli (en ekki Sarkozy, sem er mikið hataður).

Og nú er eftir að sjá hvernig tekið verður á málunum heima fyrir. Ætla Frakkar að sýna islamistunum í Frakklandi linkind á sama hátt og þeir lúffuðu fyrir nazistunum í seinna stríði, eða ætla þeir að hysja upp um sig? Það er ekki lengur hægt að kjafta sig frá vandamálunum og frasinn "samstaða okkar er það sem þeir óttast mest" er merkingarlaust þvaður.

Pétur D. (IP-tala skráð) 17.11.2015 kl. 10:30

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Afskipti Vesturveldanna af svæðum þar austurfrá er náttúrulega ekkert glæsileg. Langt aftur í tímann.  

En þarna var auðvitað Ottomanríkið og þegar það liðaðist í sundur, - þá fylgdu ýmis vandkvæði.

Þarna voru stofnuð ríki sem síðan hafa mikið einkennst af harðstjórn og/eða einræði með einum eða öðrum hætti.

Lítur soldið út sem þessi ríki standi á frekar veikum grunni og hafi verið haldið saman með hörkunni.  

Á síðari tíma hefur BNA verið afkaplega valdamikið þarna og margir líta á BNA sem hið illa afl að utan.  Íslendingar ættu að þekkja það dæmi alveg.  Vondu útlendingarnir.

Í raun virka ofsaöfl sem hafa verið að fremja terror og tengja sig við islam, - þetta virkar soldið eins og ofsa-föðurlandsást/átthagaást fullt af tómhyggju og níhílisma.

Það er margt sem minnir á strategíu Breiviks í Parísarterrornum. Það er sami grunntilgangur.  Skapa ógn, terror, óvissu og það réttlætt með útópíu í framtíðinni, í stuttu máli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.11.2015 kl. 15:02

5 identicon

http://www.nzz.ch/meinung/debatte/warum-die-arabische-welt-einen-marshall-plan-braucht-1.18648197

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.11.2015 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband