Alhæfingar sem hafa afleiðingar.

Adolf Hitler var hugfanginn af þeirri alhæfingu að allir Gyðingar væru svo vondir og trú þeirra svo hættuleg, að ekki dygi minna en að útrýma þeim öllum, hverjum einasta einum, líka börnum.

Hitler sá sérstaka ógn í þeirri sjálfsvitund Gyðinga að þeir væru Guðs útvalda þjóð. Þar sýndist honum kominn keppinautur um titilinn "yfirburðakynstofn."

Adolf Eichmann harmaði í viðtali við Brasilíumann, að ekki hefði tekist að drepa nema 6 milljónir af 10,5 Gyðingum.

Alhæfing Hitlers leiddi af sér þennan hugsunarhátt og hafði skelfilegar afleiðingar.

Ég sat á tali við góðan og gegnan Íslending á laugardaginn sem fullyrti að allir Múslimar, hvar sem þeir væru í heiminum, væru eins hvað það snerti að halda fast í öfgafyllstu trúarsetningar Kóransins.

Á þessum Íslendingi var að skilja að leysa þyrfi "múslimavandamálið" með því að útrýma þeim öllum úr íslensku þjóðfélagi og taka ekki við neinum flóttamanni með múslimatrú.

Þegar aðeins hluti Gyðinga í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum, sem nasistar réðu, flúði frá álfunni, var aðeins ein leið til að "leysa Gyðingavandamálið", að útrýma þeim, sem eftir voru á yfirráðasvæði nasista, en það var yfirgnæfandi meirihluti evrópskra Gyðinga.   

Ef allir ráðamenn á Vesturlöndum væru sömu skoðunar og hinn íslenski viðmælandi minn um að uppræta múslima og múslimatrú í Evrópu og Norður-Ameríku, og ekki hægt að flytja alla múslima suður yfir Miðjarðarhafið, yrði ekki hægt að leysa "vandamálið" öðruvísi en Hitler gerði, að útrýma öllum hinum hættulegu trúarbræðrum.

Þetta er einföld röksemdafærslau sem sýnir hve varasamar alhæfingar geta verið.


mbl.is Fólk á flótta ekki óvinir Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert stundum svo smekklegur, Ómar.
Andstæðingar óhefts innflutnings á múslimum til Evrópu, eru blóðþyrstir nasistar, sem stefna að útrýmingu múslima.
Þú ert flottur!

Miðað við hversu "liberal" persónu þú leikur, þá datt þér ekki til hugar að láta andstæðinga útbreiðslu á íslam njóta vafans. Nei, þeir eru blóðþyrstir nasistar.

En líklega ætlaðir þú bara að vera sniðugur, og nota "Ad Hitlerum" máli þínu til stuðnings, og kallar kalla það "einfalda röksemdarfærslu"
Það er að vissu leyti rétt, það er einfalt fólk sem notar "Ad Hitlerum" máli sínu til stuðnings, og er "Ignoratio elenchi"

Hilmar (IP-tala skráð) 17.11.2015 kl. 21:40

2 identicon

Gríðarlegar öfgar innan islam eru vandamál. Að reyna að gera það að kynnþáttahyggju er heimska. þessi hópgeðveiki þekkist ekki í gyðingdómi,kristni,búddisma eða hindú. Hvergi nema í íslam. Að neita því er fáfræði og heimska. En Ómar. Vertu nú bara velhugsandi og hættu að læsa heima hjá þér og hafðu lykklana æi svissinum því ekki viltu ættla öllum allt illt er það? Hingað á engin að koma nema við vitum hver viðkomandi er og það þarf ekkert að vera að flækja þetta með eh nasistabulli og þvælu.

ólafur (IP-tala skráð) 17.11.2015 kl. 21:59

3 identicon

Ómar, ekki er ég sammála viðmælanda þinum um múslima. Innan Islam eru ótal skólar og stefnur, sem ég kann ekki að nefna. Nýlega sá ég viðtal á Youtube við fulltrúa alevíta í Þýskalandi, en alevítar er stór minnihluti meðal tyrkneskra múslima, sumir vilja reyndar ekki telja þá til múslima. Þar ríkir algert jafnrétti milli karls og konu kóraninn eða önnur helgirit ekki tekin eins bókstaflega og hjá súnnitum. (Ekki má rugla þeim saman við alavíta í Sýrlandi).

Margt yngra og menntaðra fólk, t.d.í  Egyptalandi er farið að líta trúarbrögðin mjög gagnrýnum augum þótt það fari ekki hátt. Það gaf vonir um "arabíska vorið" sem reyndar var aðeins "vorbloti". En kannski er ekki öll von úti enn.

Ég verð að nefna eitt af "blómum" þessarar yngri kynslóðar, það er Egyptinn Hamed Abdel-Samad. Hann er rúml. fertugur, sonur imams frá Giza, sem er nýlátinn. Hann var alinn upp í strangri trú og gekk ungur til liðs við Bræðralag múslima, en snérist fljótlega gegn þeim. Hann fór til náms í Þýskalandi og hefur að mestu dvalist þar síðan.

Hann hefur tekið þátt í mörgum sjónvarpsumræðum og viðtölum þar sem hann ræðst mjög harkalega gegn Islam sem hann hefur djúpa þekkingu á.

Hann varar t.d. mjög kröftulega við þeirri fullyrðingu að íslamistar og hryðjuverkastarfsemi þeirra komi venjulegum múslimum ekkert við, þar sé rótin sú sama.  

Hann hefur skrifað nokkrar bækur, í einni spáir hann hruni hins múslimska heims, í annari líkir hann Islam við fasisma. Í byrjun október síðastl. kom út bók eftir hann sem heitir  Uppgjör mitt við spámanninn.  Hamed Abdel-Samad kom fyrir nokkrum árum til Íslands með Arthúri Björgvin Bollasyni. Ég vona bara að Arthúr Björgvin þýði einhverjar af bókum hans.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 17.11.2015 kl. 22:01

4 identicon

það er alveg útilokað Hörður. Ef þetta yrði þýtt mundi viðkomandi þýðandi verða nasisti um leið af Ómari, og álika hópum sem kallast "góða fólkið" Islam er nokkuð sem er engu öðru likt þegar kemur að trúarbrögðum. Islam er stjórnmálastefna. Islam er í raun fasismi þar sem mynnihlutahópar verða fyrir árásum. það er svo alveg magnað og sýnir vel innræti þessara samtaka að þessi tvö "trúfélög" Islam hér á landi styðja svo við þetta og fjölmiðlar þora ekki að rugga bátnum.

Efir fjölda fyrirspurna þá sendi annar klúbburinn frá sér yfirlýsingu 48 tímum efir áráisrnar þar sem foringi þeirra fordæmir þetta, en talar um leið um að best sé að vera nú ekki að erfa þetta neitt gangnvart viðkomandi. Hinn klúbburin, sem lengi vel var með einn leiðtoga sem var eins og bróðir Bin laden í útliti, hefur ekki svarað tölvupóstum og það veit Ómar manna best hérna.Islam er fasismi sem þarf að uppræta fyrr enn seinna.

ólafur (IP-tala skráð) 17.11.2015 kl. 22:54

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Varðandi voðaverkin í París, að er ekki óþarfi að leita til islamtrúar til að grafa upp alsherjarskýringu þar.  Það er þannig að Franska ríkið var í stríði við aðilana á bak við voðaverkin í Sýrlandi.  Það er því alveg hægt að líta á voðaverkin sem gangárás eins og oft fylgir stríðum.

Það er hinsvegar aðferðarfræðin sem er sjokkerandi.  Það eru ekki hernaðarmannvirki eða opinberar byggingar eða aðilar heldur almenningur sem er skotmarkið.  

Það má spurja hvort þetta hafi ekki verið þróun í dáldin tíma.  Þ.e.að stríðin bitna sífellt meira á almenningi.

Í gamla daga börðust menn oftast á opnum svæðum frá þéttbýli.  Síðan hefur þróunin sífellt færst frá því.  Margt breyst vissulega, borgir stækka og verða mikilvægari.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.11.2015 kl. 00:41

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit:  ,,gagnárás".

Og ps. vissulega eru þetta allt flókin mál og ekkert einföld lausn sjánleg á næstunni.

Hinsvegar finnst manni stundum samkvæmt fjölmiðlum núna, - að vesturlönd hafi ekkert verið í stríðum þarna á svæðinu áratugum saman.  

Það vrður alltaf að hafa þetta atriði með í grunninum á allri umfjöllun.

Með því er ekkert verið að réttlæta voðaverk heldur halda ákveðinni raunsæjismynd sem síðan er hægt að vinna áfram útfrá.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.11.2015 kl. 00:46

7 identicon

Það er eftirtektarvert að fyrirsögn þessa pistils
var inni í kerfinu í örfáar klukkustundir en hefur ekki
sést síðan þrátt fyrir að t.d. síðasta athugasemd er gerð
nú í dag.

Hver les þá athugasemd eða aðrar eða þráðinn yfirleitt?

Þessi vinnubrögð hefur síðuhafi jafnan notað
þá er honum fellur ekki málflutningur þeirra sem gera
athugasemdir og veit ég engan annan nota þessa aðferð
jafn purrkunarlaust ásamt og með því að moka yfir þá þræði með einhverju fáránlegu umræðuefni á borð við:
ísmávinn, háfjallaskarfinn og ryðminkinn!

Húsari. (IP-tala skráð) 18.11.2015 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband