Ratsjársvari getur verið gagnlegur en er takmörkunum háður.

Eina tækið um borð í litlum flugvélum, sem gæti orðið gagnlegt við rannsókn flugatvika, er svonefndur ratsjársvari eða transponder á erlendu máli.

Sé slíkt tæki í flugvél og kveikt á því sendir það boð sem gerir flugumferðarstjórum kleift að sjá á skjá hvar flugvélin er stödd hverju sinni. Jafnvel hægt að stilla svarann þannig að hann sýni líka flughæð.

Misjafnt er hvort slíkt tæki er í litlum flugvélum, en ef svo er, er hægt að sjá á upptöku feril flugvéla eftir á.

Í flugi í æfingasvæðum eins og suðvestan við Straumsvík eru flugmenn æfðir í að stjórna flugvélum við erfiðar og krefjandi aðstæður.

Einstakar gerðir flugvéla láta misjafnlega að stjórn við æfingu svona atriða.

Þótt eftir á sé hægt að sjá feril flugvélar, sem brotlendir, á ferli sem ratsjársvari sýnir er erfiðara að sjá orsökina, sem getur orsakast af bilunum.

Ef enginn sjónarvottur hefur verið að slysinu verður erfitt að finna út orsakir þess nema við rannsókn flaksins og því er engin leið að segja neitt um það á þessu stigi.

Svo margir óvissuþættir eru varðandi það að lesa út úr svona upplýsingum að miklu fleiri atriði en feril vélarinnar þarf til að upplýsa málið.

Ofangreindur almennur fróðleikur er birtur sem viðbót við tengda frétt á mbl.is um þetta mál.

  


mbl.is Enginn flugriti í minni vélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í hvaða hæð eru menn að æfa flug, t.d stall, og það yfir hraunbreiðu. Frekar vildi ég nauðlenda á sjónum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.11.2015 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband