Leikur að eldi á ystu nöf.

Að minnsta kosti fjórar þjóðir senda nú herþotur sínar til að gera árásir í Sýrlandi, Rússar, Frakkar, Bandaríkjamenn og Tyrkir.

Írakar og stjórnvöld í Sýrlandi eru einnig með heri á svæðinu og ekki langt undan fylgjast Ísraelsmenn með og hafa viðbúnað.

Hvort sem rússneska herþotan, sem Tyrkir skutu niður, var inni í lofthelgi Tyrklands eða ekki, var hún sannanlega alveg á mörkum þess.

Það eru alltof margir að skara eld að eigin köku á alltof litlu svæði, og líkurnar á óviðráðanlegu flækjustigi ef eitthvað ber út af, eru alltof miklar til þess að þetta geti gengið.

Í Kóreustyrjöldinni 1950-53 var staðan líka eldfim eftir að Bandaríkjamenn fóru það langt í norður, að Kínverjar fóru að senda menn í stríðið og Rússar sendu herþotur frá Mansjúríu til að berjast við bandarískar herþotur.

Litlu munaði að kjarnorkustríð og þriðja heimsstyrjöldin brystu á. Truman forseti rak Douglas McArthur hershöfðingja eftir að þeir urðu ósammála um það hve langt ætti að ganga.

Flækjustigið var þó mun minna en það er núna í Sýrlandi. Þar eru alltof margir að leika sér að eldi fram á ystu nöf.

 


mbl.is Rússnesk herflugvél skotin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona bara að við losnum við geltið í Schefferhundunum.  Annað hef ég ekki um málið að segja.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.11.2015 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband