Rafaflið sækir á.

Tveir söluhæstu fjórhjóladrifsbílarnir í Noregi bjóða upp á rafafl, og Tesla model S er eingöngu knúinn rafafli.DSCN7389

Heildarsala Mitsubishi Outlander nýtur góðs af því að bæði er boðið upp á bensín- og olíuknúna bíla og "stinga í samband tvinnbíla", "plug-in hybrid".  

Raunar er merkilegt að það skyldi taka áratug að þróa slíka tvinnbíla upp úr fyrstu tvinnbílunum.

Ein ástæða þess að Sádi-Arabar halda áfram að dæla olíu inn í yfirfullan markað fyrir olíu kann að vera sá að með því að þrýsta verðinu niður minnka þeir samkeppnismöguleikana fyrir aðra orkugjafa.DSCN7390

En það mun ekki takast nema í afmarkaðan tíma.


mbl.is Outlander vinsælasti fjórhjóladrifsbíllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tveir söluhæstu fjórhjóladrifsbílarnir í Noregi á síðasta ári buðu ekki upp á rafafl. Þeir koma til með að koma í hybrid útgáfum á þessu ári.

Toyota Rav4 Hybrid kemur á markað í Noregi 14. janúar og Outlanderinn með 2017 árgerðinni síðar á árinu.

Hábeinn (IP-tala skráð) 12.1.2016 kl. 00:00

2 identicon

Átti að vera "Tveir af þrem söluhæstu fjórhjóladri.." Teslan er auðvitað rafdrifin og í öðru sæti.

Hábeinn (IP-tala skráð) 12.1.2016 kl. 00:04

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú þreytist ekki, hinn nafnlausi Hábeinn, í herferð þinni gegn efni bloggsíðu minnar og nú á að salta bílanördinn á heimavelli.

Ég er með nokkra bílakatalóga við hendina frá síðustu tveimur árum. Set "bullið og rangfærslurnar" úr einum þeirra, Katalog der Automobile Revue inn á bloggsíðuna. ,

Ég stend við það bull og rangfærslur" að góð sala á Mitsubishi Outlander hér á landi og erlendis sé mest að þakka því að bílinn hefur boðið upp á vel heppnaða Plug-in hybrid útgáfu.

Ráðlegg þér og öðrum að hringja í umboðið.

Ómar Ragnarsson, 12.1.2016 kl. 12:43

4 identicon

Mogginn virðist sammála Ómari:

http://www.mbl.is/bill/frettir/2016/01/12/tengiltvinnbilar_flaeda_yfir_noreg/ 

ls (IP-tala skráð) 12.1.2016 kl. 13:34

5 identicon

Það er ekkert að því að gera mistök annars slagið. Sennilega eru mínar upplýsingar frá einum af þeim mörkuðum þar sem bíllinn verður ekki í boði fyrr en síðar á árinu. Afsakaðu ef hjarta bílanördsins hefur tekið aukaslag.

http://2016hybridcars.com/2016-mitsubishi-outlander-plug-hybrid-review/

http://www.greencarreports.com/news/1098882_2017-mitsubishi-outlander-plug-in-hybrid-spring-2016-on-sale-date-more-details-revealed

Hábeinn (IP-tala skráð) 12.1.2016 kl. 14:03

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk. Þetta var framför, sem ég tek fyllilega til greina.

Ómar Ragnarsson, 12.1.2016 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband