Hamast gegn Andra Snæ. Ógeðfelld umræða.

Engu er likara en óvægin herferð sé hafin gegn Andra Snæ Magnasyni með ásökunum um að hann eigi ekki skilið listamannalaun og gengið er svo langt að fullyrða að hann hafi aðeins skrifað eina bók á síðustu tíu árum og hafi fengið 37 milljónir króna fyrir það úr ríkissjóði.

Þetta étur hver upp eftir öðrum og einn bloggarinn dæmir Andra Snæ þess óverðugan að nafn hans sé nefnt sem forsetaframjóðanda.

Ósannindin um verk Andra Snæ eru gróf. Á téðu tíu ára tímabili komu út tvær bækur Andra Snæs sem báðar fengu Íslensku bókmenntaverðlaunin, hann skrifaði og leikstýrði Edduverðlaunamyndinni Framtíðarlandinu, og skrifaði leikrit fyrir Borgarleikhúsið sem var tvívegis tekið til sýningar á nefndum áratug.

Gagnrýnendur taka ekkert tillit til þess að það tekur meira en eitt ár að skrifa flest góð ritverk og sé tekið tillit til þess kemur í ljós að Andri Snær rétt slefar yfir 300 þúsund krónur á mánuði í starfslaun.

Það er ekki nýtt að hamast sé gegn rithöfundum.

Á árunum eftir útgáfu Íslandsklukkunnar reyndu áhrifamiklir menn að svipta Halldór Laxness listamannalaunum og tókst að lækka þau á tímabili.  

Engan óraði þá fyrir því að þessi rúmlega þrítugi rithöfundur fengi Nóbelsverðlaun tuttugu árum síðar og að Sjálfstætt fólk, verkið sem óvildarmenn hans töldu réttlæta að svipta hann starfslaunum, yrði síðar talið hans merkasta verk.

Á árunum 1940 til 1950 skrifaði Halldór tvær bækur og þýddi eina og samkvæmt rökum gagnrýnenda Andra Snæs hefði Laxness ekki átt að vera "áskrifandi að listamannalaunum" þessi ár. 

Nú þegar, áður en nokkur hefur formlega boðið sig fram til embættis forseta Íslands, er umræðan orðin ógeðfelld og neikvæð, þar sem mesta orkan og umræðan fer í það að níða niður hugsanlega frambjóðendur. Svo virðist sem þetta sé gert til að fæla hæft fólk, sem gagrýnendum er í nöp við, frá því að bjóða sig fram.

 

  

 


mbl.is „Fólk leyfði sér að vera ákaflega óvægið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar !

Andri Snær Magnason:er dæmigerður MOLDARKOFA málsvari / og fengju hann, sem og hans líkar meiru ráðið, hefi Gilsfjörður aldrei verið brúaður, t.d.

Hann - er einn þeirra spéfugla, sem vildu helzt hafa 19. aldar mygluna ríkjandi í landinu, í krafti einhvers misskilins land- og þjóðrembings, og hans og hans líka vegna, mættu vera Moldar torfærur, milli allra landshlutanna.

Samt - getur þessi dreng fígúra, þegið Tuga Milljóna Króna greiðzlur, úr vösum okkar ofur- skattgreiðenda í landinu, og sleikt svo út um, um leið: og hann sendir okkur óforsvaranlegan tóninn, sem erum að burðast við að halda haus, í þessu torleiði samtímans, sem 21. öldin er, sannarlega.

Hvernig er það Ómar: getur Andri Snær ekki lifaðð af afrakstri skrifa sinna, eins og aðrir höfundar ýmsir, þó ekki sé hann kafandi í mis slitna vasa okkar, sem enn þraukum:: í þessu Andskotans veraldar volki, síðuhafi mæti ?

Með beztu kveðjum - samt: sem áður, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 16:10

2 Smámynd: Már Elíson

- Ef menn geta ekki lifað á/af launum sínum, á það þá að vera sjálfgefið að þeir fái "sérstök laun" frá ríkinu ? - Skv. upptalningu Ómars, þá á hann bara að geta það, að lifa á sínum launum fyrir sína vinnu, eða þá skipta um og fá sér betur launaða vinnu. - Sjá einnig sömu hugleiðingar hjá Óskari Helga. - En eins og Ómar veltir fyrir sér, þá er það kannski ósanngjarnt og ankannarlegt að taka einn mann sérswtaklega fyrir. - Það ríkir mikil spilling í þessu og nokkrir þekktir "spenamenn" sem eru á gjöf hjá sér-útbúinni ríkisstyrktri úthlutunarnefnd.

Már Elíson, 17.1.2016 kl. 16:41

3 identicon

Sælir - að nýju !

Már Elíson !

Þakka þér fyrir: drengilega liðveizluna, við minni málafylgju.

Með sömu kveðjum - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 16:49

4 identicon

Enn hræsnar Ómar Ragnarsson. Það er skelfilegt að hans mati, að menn skuli dirfast að gagnrýna Andra Snæ Magnason og krefjast að hann verði sviptur listamannalaunum, á sama tíma og hann gerir sitt besta til að fólk í áliðnaði missi lífsviðurværi sitt.

Starfsfólk í áliðnaði er ekki í aðstöðu að velja nefnd sem úthlutar þeim launum, fyrir það eitt að snúa tánum upp í loft, á meðan aðrir vinna, en það getur Andri Snær, og gerir.

Hilmar (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 16:51

5 identicon

Á meðan geðþóttaákvarðanir, klíkuskapur og pólitík ráða úthlutunum má búast við óvæginni gagnrýni og heitum tilfinningum. Listamannalaun eiga engan rétt á sér eins og þau eru ákvörðuð hér og um þau verður aldrei friður.

Hábeinn (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 16:52

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Virðisaukaskattur af bókum fengist að sjálfsögðu ekki ef engin bók væri skrifuð og engar bækur seldar.

Þessi virðisaukaskattur, um hálfur milljarður króna á ári, fer í listamannalaun og rithöfundar greiða tekjuskatt og virðisaukaskatt til íslenska ríkisins af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.

Og virðisaukaskattur af bóksölu var nýlega hækkaður, enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn segist vera á móti skattahækkunum.

Þorsteinn Briem, 17.1.2016 kl. 17:25

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Í þessu máli sem og flestum öðrum ruglar smæð samfélagsins umræðuna og það sem ætti að vera málefnalegt verður persónulegt og rætið og ómálefnalegt.

Með sömu rökum og Ómar notar til að verja sinn vin og félaga, má spyrja, Af hverju hefur Ómar Ragnarsson aldrei sótt um og fengið listamannalaun?  Mörgum myndi þykja hann verðugur handhafi slíkra launa.  Og í stað þess að blanda sér í klíkupólitík ætti Ómar að upplýsa okkur um hvers vegna Andri Snær ætti að vera á opinberu framfæri við að reka áróður fyrir náttúruvernd á meðan jafn öflugir eða öflugri málafylgjumenn eru það ekki.

Því það er það sem Andri Snær er fyrst og fremst. Náttúruverndarsinni.  Ekki einu sinni aðgerðarsinni! Og fæstir flokka held ég náttúruvernd sem listform. Þess vegna hafa hvorki Ómar né Björk fengið úthlutað launum vegna náttúruverndastarfa. En klíkuskapurinn innan "listaakademíunnar" telur ekkert óeðlilegt við að "verð"launa suma fyrir það sem þeir eru í stað þess sem þeir gera.

Gagnrýnin núna snýr ekki að úthlutuninni sem slíkri heldur að aðferðafræðinni. Og þeir sem hafa gluggað í listann sjá að þar eru margir óverðugir og aðrir hljóta laun í fleiri en einum flokk sem hlýtur að teljast óeðlilegt.

Niðurstaðan hlýtur að verða sú að framvegis verði úthlutun tekjutengd og að sjóðurinn verði eingöngu fjármagnaður með tekjum ríkisins af listsköpuninni sem styrkt er.  Og kannski ætti úthlutunarnefndin eingöngu að vera skipuð starfandi listgagnrýnendum?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.1.2016 kl. 17:43

8 identicon

"Starfsfólk í áliðnaði er ekki í aðstöðu að velja nefnd sem úthlutar þeim launum, fyrir það eitt að snúa tánum upp í loft, á meðan aðrir vinna,"

Nei, en þið eruð undir sama fyrirkomulagi.

Endalaust verið að múta hinum og þessum embættismönnum hérna til að koma upp þessum kolvitlausa ál-iðnaði. 

https://www.youtube.com/watch?v=Cora2zzVl3o

Ívar Larsen (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 17:50

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit ég til þess að einhverjir í áliðnaði hafi misst vinnuna vegna Ómars Ragnarssonar.

Áliðnaðurinn, sem hefur fengið og fær gríðarlegan skattaafslátt hér á Íslandi, sér sjálfur um það.

Virðisaukaskattur og áður söluskattur hefur verið greiddur af sölu frábærra bóka og hljómplatna Ómars og hann þarf að greiða tekjuskatt af sínum ellilaunum eins og aðrir rithöfundar og tónlistarmenn.

Þar að auki starfar hér á Íslandi fjöldinn allur við bókaútgáfu og bóksölu, sem allir greiða tekjuskatt og virðisaukaskatt til íslenska ríkisins.

Fjölmargir erlendir ferðamenn hafa komið hingað til Íslands vegna íslenskra bóka sem þýddar hafa verið á tugi tungumála og tónlistarhátíðir í Reykjavík, sem þúsundir útlendinga sækja á ári hverju, greiða allan kostnaðinn við Hörpu.

Þorsteinn Briem, 17.1.2016 kl. 18:04

10 identicon

Virðisaukaskattur og aðrar tekjur ríkisins, hvort sem er af bókum eða grænum baunum, kemur listamannalaunum ekkert við. Tekjur ríkisins af listsköpun eða matvælaframleiðslu réttlæta ekki gjafafé frá skattgreiðendum.

Hábeinn (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 18:37

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Virðisaukaskattur af bóksölu fer í listamannalaun og ef engar íslenskar bækur væru skrifaðar fengist enginn virðisaukaskattur af sölu bókanna.

Þorsteinn Briem, 17.1.2016 kl. 19:00

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Andri Snær Magnason is an Icelandic writer.

He has written novels, poetry, plays, short stories, essays and CDs.

His work has been published or performed in more than 30 countries."

Andri Snær Magnason

Þorsteinn Briem, 17.1.2016 kl. 19:10

13 identicon

Listamannalaun miðast ekki við innheimtan virðisaukaskatt og listamannalaun eru ekki forsendan fyrir því að skrifaðar séu bækur á Íslandi. Listamannalaun koma virðisaukaskati ekkert við.

Hábeinn (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 19:32

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skapandi greinar hér á Íslandi veltu 189 milljörðum króna árið 2009, útflutningstekjur þeirra voru þá 24 milljarðar króna og ársverk voru 9.371.

Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina - Maí 2011

Þorsteinn Briem, 17.1.2016 kl. 19:35

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem kaupa bækur Andra Snæs Magnasonar greiða hans listamannalaun með því að greiða virðisaukaskatt af bókakaupunum.

Og enginn er skyldugur til að kaupa bækurnar.

Þorsteinn Briem, 17.1.2016 kl. 19:41

16 identicon

Það þætti undarlegt ef útvaldir eggjaframleiðendur væru á launum frá ríkinu vegna þess að eggjasala skilaði virðisaukaskatti.

Hábeinn (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 20:06

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem kaupa egg greiða virðisaukaskatt af eggjakaupunum.

Aðrir ekki.

Þorsteinn Briem, 17.1.2016 kl. 20:15

18 identicon

Honum er frjálst að skrifa bækur,en hann á auðvitað að gera það á eigin kostnað,ekki á kostnað skattborgara.

Þ Þ (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 20:18

19 identicon

" Ef menn geta ekki lifað á/af launum sínum, á það þá að vera sjálfgefið að þeir fái "sérstök laun" frá ríkinu ?" Spyr Már Elíson hér að ofan. Stutta svarið er nei, en á þetta þá ekki líka við landbúnað. Einnig fá sumir íþróttamenn styrki, þannig mætti lengi telja.

Jónas Kr (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 20:43

20 identicon

Þakkir Ómar, þína styð

þörfu sýn, og vissu fæ,

það er svæsið soralið

er sækir nú að Andra Snæ.

Birkir Friðbertsson (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 20:58

21 identicon

Einungis sá sem aldrei hefur tekið þátt í að svipta listamenn lifibrauði sínu með þvi að afrita hugverk ólöglega, og stela þar með réttmætum launum hans, hefur efni á því að hneykslast á listamannalaunum eða halda því fram að listamenn ættu að fá sér aðra vinnu geti þeir ekki klifað af list sinni.

Sá sem syndlaus er má kasta grjóti. Aðrir eru í brothættu glerhúsi.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 21:09

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður hefur keypt um fimm þúsund bækur hér á Íslandi og miðað við að hver bók kosti um fjögur þúsund krónur á núvirði er andvirðið um 20 milljónir króna.

Og af þessum bókakaupum þyrfti ég að greiða um tveggja milljóna króna virðisaukaskatt til íslenska ríkisins.

Enginn skyldaði undirritaðan
hins vegar til að kaupa þessar bækur.

Allir kaupa aftur á móti matvæli og Sjálfstæðisflokkurinn hækkaði nýlega virðisaukaskatt af bæði matvæla- og bókakaupum, enda þótt flokkurinn segist vera á móti skattahækkunum.

Þar að auki starfar fjöldinn allur við bókaútgáfu og bóksölu hér á Íslandi og allir greiða þeir tekjuskatt og virðisaukaskatt, meðal annars af bókakaupum.

Þorsteinn Briem, 17.1.2016 kl. 21:10

23 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Einungis sá sem aldrei hefur tekið þátt í að svipta listamenn lifibrauði sínu með þvi að afrita hugverk ólöglega, og stela þar með réttmætum launum hans, hefur efni á því að hneykslast á listamannalaunum eða halda því fram að listamenn ættu að fá sér aðra vinnu geti þeir ekki klifað af list sinni."

Hmm... áhugaverð pæling - en, þar sem við höfum nú borgað fyrir verk þessara listamanna, gegnum skattkerfið, þá sé ég ekki betur en *við eigum verkin.*

Af hverju eigum við að borga tvisvar fyrir verk manna sem eru á launum frá *okkur?*

Verst er þó að þessir menn sem við erum að borga fyrir listsköpun eru frekar annars, ef ekki þriðja flokks listamenn.  Írónían er að það gerir þá ómenningarlega.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.1.2016 kl. 21:32

24 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég sé nú ekki betur en að Rio Tinto hafi verið eitt um það að ógna starfsfólki sín, frysta laun þess og hóta að loka álverinu og svipta starfsfólkið vinnu sinni.

Ómar Ragnarsson, 17.1.2016 kl. 22:10

25 identicon

ÓMAR RAGNARSSON og ANDRI SNÆR MAGNASON eru þeir tveir íslendingar, sem ég dái mest. Megi þeim ganga allt í haginn.

reynir jónasson (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 22:32

26 identicon

Það hlýtur að vera mannskemmandi og niðurdrepandi að vera svo lélegur listamaður að maður þurfi að lifa á ölmusu frá ríkinu. Það má því skoða listamannalaunin í því ljósi að þau eru örorkubætur til þeirra gagnslausustu meðal listamanna.

Davíð12 (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 23:36

27 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Þetta sýnir enn og aftur að við Íslendingar getum nær aldrei farið málefnalega í umræðu nema þá að persónugera hlutinn. Ég get ekki annað séð en að það eru rök fyrir því að hann fékk þessi laun og á meðan ég veit ekki betur þá ræðst ég ekki á hann eða neinn sem fékk þarna laun.

Þessi hugmynd um listamannalaun var kannski rökrétt fyrir 50, 30 eða jafnvel 20 árum þegar eina leiðin var að fá samninga við listasöfn, útgefanda eða plötufyrirtæki. Í dag aftur á móti er allt annar heimur með tilkomu internetsins. Listamenn geta fjármagnað sín verkefni á hópfjármögnunarvefur sem fjármagnar mjög mörg verkefni og útgefandi er ekki eins mikilvægur milliliður. Getur sjálfur fjármangað allt ferlið. Ég hef sjálfur tekið þátt í slíkum verkefnum því ég hafði áhuga á að sjá þau verða að veruleika. 

Ef maður ætlar á annaðborð að starfa við listir þá er það tímaskekkja að vera á framfærslu frá ríkinu til að geta starfað við iðju sína. Vinnan á að skilja þeim tekjum og í mesta lagi ef ríkið er að veita opinbert fé í þetta þá ætti þetta að vera fjárfesting sem viðkomandi þarf að greiða tilbaka á einn eða annan hátt.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 18.1.2016 kl. 02:20

28 identicon

Það er augljóst af framansögðu að rithöfundurinn "Steini Briem" er Ómar Ragnarsson . . .

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.1.2016 kl. 07:01

29 Smámynd: Diddi Siggi

Er ekki Andri Snær fyrst og fremst þekktur fyrir að skrifa á umsóknareyðublöð um styrk hjá úthlutunnarnefm listamannalauna?

Diddi Siggi, 18.1.2016 kl. 13:57

30 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er það nýjasta að ég fela mig undir fölsku nafni.

Þorsteinn Briem er íslenskur ríkisborgari með kennitölu alveg eins og þú, Hilmar Hafsteinsson, og það hefur verið upplýst áður hér á blogginu.

Ómar Ragnarsson, 18.1.2016 kl. 15:15

31 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið innsláttarvillu. Á að vera "...feli mig..." en ekki ..."fela mig..."

Við Steini erum ósammlála um ýmsa hluti eins og til dæmis flugvallarmálið, og því fáránlegt að spinna það upp að ég búi til persónu hér í athugasemdadálki bloggsíðu minnar.

Ómar Ragnarsson, 18.1.2016 kl. 15:24

32 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"...örorkubætur þeirra gagnslausustu meðal listamanna"...

Margverðlaunaðir listamenn innan lands og utan, sem borið hafa hróður land víða um lönd, eru léttvægir fundnir.

Ómar Ragnarsson, 18.1.2016 kl. 15:28

33 identicon

Mikið ofboðslega getur umræðan á Íslandi verið á lágu plani. Það er eins og oft á tíðum smábörn og óvitar sitji fyrir framan tölvuna. Íslendingar hvenær ættlið þið að þroskast ?

Jón Kristinn Dagsson (IP-tala skráð) 18.1.2016 kl. 16:17

34 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Jón Kristinn Dagsson !

Hvernig í ósköpunum: þykist þú geta ætlast til, að fólk skrifi í einhverjum sérstökum Kancellí stíl / svo þér eða öðrum þóknist sérstaklega:: Jón minn ?

Hér dugir ekkert Rósamál - eða yfirmáta kurteisishjal, um jafn alvarlegt efni, og viðvarandi ofanívasa ráp ísl. stjórnmálamanna, í okkar fórum, ágæti drengur.

Með: þeim sömu kveðjum - sem seinustu /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.1.2016 kl. 16:42

35 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það eru öfl í þjóðfélaginu sem hata Andra Snæ vegna þess að á meðan auðvaldið hefur ætlar sér að fylgja drekkingarstefnunni óáreitt, hefur hann verið krítískur og rökfastur talsmaður umhverfisverndar.

Vésteinn Valgarðsson, 19.1.2016 kl. 08:39

36 identicon

Margverðlaunaðir íþróttamenn innan lands og utan, íslandsmethafar og heimsmeistarar sem borið hafa hróður land víða um lönd, eru ekki á launum hjá ríkinu og bera megnið af kostnaðinum sjálfir. Hvað gerir listamenn svo auma að þeir þurfi ölmusu frá skattgreiðendum til uppihalds?

Davíð12 (IP-tala skráð) 19.1.2016 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband