Iðrun, fyrirgefning og sátt.

Iðrun, fyrirgefning og sátt eru mikilvægur þáttur í kristinni trú. Ef mál Atla Helgasonar er skoðað, vaknar spurning um hvort vanti upp á að forsendum þessa fyrirbrigðis hafi verið náð í því máli.

Þegar 86 manns voru árið 2009 beðin að fjalla um þær í stuttu máli í bókina Fyrirgefning og sátt, varð til eftirfarandi texti með sínu lagi:

 

FYRIRGEFNING OG SÁTT.

 

Án fyrirgefningar friðlaus verður hver maður, -

fær ekki lifað lífinu sæll og glaður.

Batnandi manni er best að lifa og deyja,

bæta fyrir sín afbrot, sig auðmjúkur beygja.

 

Breyskleikinn leikur mann illa á ýmsa vegu,

ágirnd og sjálfselska, systurnar hættulegu; -

syndirnar lúmsku, losti, græðgi og hroki,

líf okkar eitra, - oft verða að þrúgandi oki.

 

Misgjörðir ýmsar og mistök á vegum hálum

meinvörp og sár geta skapað í viðkvæmum sálum.

Allir menn  eiga einhverjum skuld að gjalda.

Öll þurfum við á fyrirgefningu´að halda.

 

Vont er að vera fullur af hefndarhuga.

Heiftúð og gremja oft skynsemi´og hugarró buga.

Enginn er bættari náungannn auri að ata,

því oftast fer hatrið verst með þá, sem að hata.

 

Þú, sem ég braut gegn, þér á ég skuld að gjalda.

Þungbær er sökin og erfitt er henni að valda.

Ef framvegis gegn syndinni verð ég á verði

viltu fyrirgefa mér það sem ég gerði.

 

Fyrirgefning og iðrun mér frið munu veita. 

Fyrirgefningar Drottins ég verð að leita,

en víkja ekki frá verknaðinum hálfum,

ég verð að geta fyrirgefið mér sjálfum.

 

Er endirinn nálgast áfram ég trúi og vona

og ósk mín til þeirra sem braut ég á móti er svona:

Þótt sakbitinn muni ég síðustu rimmuna heyja

að sáttur við Guð og menn ég fái að deyja.

 

 

 

 


mbl.is Heyrði þetta fyrst í fréttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Hvenær eiga menn að komast í sátt við
samfélagið ef það gerist ekki að aflokinni
refsivist?

Já, ég veit að menn vilja að refsingin nái helst
út yfir gröf og dauða en réttarríkið styðst við lög
og ekkert er þar að Jón eða hver sá er sem í hlut á
geti ekki starfað eftir fullnustu refsingar.

Það ber þrátt fyrir allt og allt, - og allt
að fara að leikreglum.

Húsari. (IP-tala skráð) 20.1.2016 kl. 03:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband