Tengiltvinnbílar eru afar áhugaverð lausn.

Helsta vandamálið við rafknúin farartæki er orkuáfyllingin. Venjulegir tvinnbílar hafa þann ókost að bensínvélin ein og uppsöfnuð orka niður brekkur eða þegar bíllinn hægir á sér geta endurnýjað driforkuna.

Rafbílar sem aðeins eru knúnir rafmagni og það tekur tíma, líka í hraðhleðslu, að hlaða rafgeymana.

Þess vegna er millistigið, tengiltvinnbílar, áhugaverð lausn, því að hún gerir mögulegt að halda áfram ferð sinni á afli bensín/dísilvélarinnar einnar þótt bíllinn verði rafmagnslaus.

Og tæknilega er mögulegt að aka eingöngu á rafaflinu dögum og vikum saman, til dæmis í borgarumferð, með því að hlaða bílinn með jöfnu millibili.  

 


mbl.is Tengiltvinnbílar flæða yfir Noreg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Sammala þér Ómar ég ætla að fá mer svona bil ég a venjulegan rafbil núna og það er ekki þægilegt að komast ekki nema um 120 kilometra a hleðslunni ég þarf að eiga annan bil i lengri ferðir það er ekki oft sem ég þyrfti að keyra a bensíni en samt gott að hafa það svona til vara

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 19.1.2016 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband