Málið snýst um siðareglur þingmanna.

Tortólumál forsætisráðherrahjónanna snýst um það hvort farið hafi verið að siðareglum þingmanna, sem settar voru til þess að reyna að stöðva frjálst fall trausts almennings á Alþingismönnum, sem er í raun betur lýst sem einhverju mesta vantrausti almennings á nokkrum hópi í þjóðfélaginu.

Úr því sem komið er ætti það að vera sjálfsögð krafa að allar upplýsingar um málið komi nú þegar upp á borðið eins og þær hefðu átt að gera strax í upphafi gildistöku siðareglna Alþingismanna, í stað þess að dregið væri með það þangað til að ekki var hægt að þagga málið í hel öllu lengur.


mbl.is „Skattalegt hagræði úr sögunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Miðað við framgöngu margra framsóknarmanna í fjölmiðlum vegna þessa máls er siðferðisvitund þeirra engin.Akkúrat engin. Ég er gjörsamlega gáttuð á hvernig þeir eru tilbúnir að hlýða foringja sínum í siðblindunni.

Ragna Birgisdóttir, 21.3.2016 kl. 22:14

2 identicon

Nei, málið snýst ekki um siðareglur. Málið snýst um deyjandi vinstriflokka sem grípa hvert hálsmtrá til að blása lífi í líkin.

Þetta er óvenju sóðaleg aðför vinstrimanna, en engar líkur á að hún takist, enda er þjóðin farin að fyrirlíta þetta pakk.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.3.2016 kl. 23:28

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hefur þú aldrei velt fyrir þér Ómar af hverju það eru engin viðurlög við misbeitingu ráðherravalds og líkra mála?

Dæmdur ráðherra gerir það bara upp við sjálfan sig hvort hann hafi gert eitthvað rangt eða ekki.

Siðareglur... til hvers? Settu reglur sem hafa afleiðingar, hinar virka ekki.

Þurfum ekki að fara langt aftur til að finna dæmda ráðherra og sumir meira að segja láta dæma sig tvisvar og gefa síðan löggjafanum og dómstólum fingurinn. Ein er nú siglandi um á Naglfara í leit sinni að fró. Þetta sama skip, gekk undir nafninu Þjóðarskútan þegar það hentaði henni.

Sindri Karl Sigurðsson, 22.3.2016 kl. 12:07

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Málið snýst alls ekki um siðareglur, heldur brot gegn stjórnsýslulögum:

3. gr. Stjórnsýslulaga nr. 37/1993

3. gr. Vanhæfisástæður.
Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls:
   1. Ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður aðila.
   2. Ef hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar.
   3. Ef hann tengist fyrirsvarsmanni eða umboðsmanni aðila með þeim hætti sem segir í 2. tölul.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.3.2016 kl. 14:16

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt þingræðisreglunni getur meirihluti þingmanna hvenær sem er lýst vantrausti á ríkisstjórnina eða einstaka ráðherra.

Hafi slík vantrauststillaga verið samþykkt er viðkomandi ráðherra, eða ráðherrum, skylt að biðjast lausnar og þá veitir forseti Íslands þeim lausn frá embætti.

Alþingi getur með þingsályktun kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra og Landsdómur dæmir um þau mál.

Þorsteinn Briem, 22.3.2016 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband