Hvers vegna ekki fyrr fimm stjörnu hótel?

Loksins hefur fyrsta fimm stjörnu hótel landsins litið dagsins ljós. Að vísu ekki heil bygging heldur efsta hæð hótels.

Nú hafa verið ýmis svo góð hótel á Íslandi að ætla hefði mátt að eitthvað af þeim hlyti að vera fimm stjörnu.

Ein skýringin á þessu , sem ég hef fengið hjá eiganda afar góðs hótels, er sú að það sé betra að vera með fjögurra stjörnu hótel, sem er svo gott, að gestirnir verða undrandi yfir því að stjörnurnar séu ekki fimm og gefa hótelinu því gott orðspor, heldur en að vera með fimm stjörnu hótel, þar sem lítið má út af bregða til að hótelið missi þessa einu stjörnu, sem gerir gæfumuninn.

 


mbl.is Fyrsta 5 stjörnu hótel landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ég hélt að sundlaug væri eitt af þeim skilyrðum, sem þarf að uppfylla, fyrir fimm stjörnur, en eflaust hefur það eitthvað breyst. Er þetta ekki frekar fimm stjörnu hæð?

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 19.5.2016 kl. 00:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 19.5.2016 kl. 15:33

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.8.2015:

"Lúx­us­hót­elið Marriott Ed­iti­on, sem stendur til að reisa við Hörpu, er ekki fyrsta fimm stjörnu hótel landsins, eins og fram kemur á mbl.is.

Þar kemur fram að hót­elið verði hið glæsi­leg­asta. Þar verða 250 her­bergi auk veislu- og fund­ar­sala, fjölga veit­ingastaða og heilsu­lind.

Þessi fréttaflutningur er gagnrýndur á vef Grindavíkurbæjar. Þar er bent á að til stendur að opna fyrsta fimm stjörnu hótel landsins við Bláa lónið árið 2017 - Marriott Edition hótelið á hins vegar ekki að opna fyrr en árið 2019."

Þorsteinn Briem, 19.5.2016 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband